Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 10
19. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR Nefndarskipan gagnrýnd: Fjármálaráðherra úthúðar Samfylkingu STJÓRNMÁL Til hvassra orðaskipta kom á Alþingi í gær á milli fjár- málaráðherra og þingmanna Sam- fylkingarinnar. Tilefnið var at- hugasemd Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns flokksins, um störf þingsins. Þar gagnrýndi hún harð- lega að ekki hefði verið farið eftir jafnréttisáætluninni þegar engin kona var skipuð í fjögurra manna framkvæmdanefnd um stofnana- kerfi og rekstur verkefna ríkisins. „Það jaðrar við hneyksli að skipa eingöngu karlmenn í nefndina“. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði að athugasemdir Katrínar Júlíusdóttur ættu ekki rétt á sér í umræðum um störf þingsins. Að auki hefði fjármála- ráðuneytið staðið sig vel í að upp- fylla jafnréttisáætlun. Samfylk- ingin hefði fátt annað fram að færa en „skvaldur í þingsal og frammíköll.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingu gagnrýndi fjármála- ráðherra fyrir að kveinka sér undan gagnrýni enda væri hlut- verk Alþingis að veita fram- kvæmdavaldinu aðhald. - ás Kirkjan hlunnfarin um hlunnindajarðir Þjóðkirkjan vill að ríkið greiði henni milljarðabætur fyrir prestssetur sem seld hafa verið á síðustu áratugum. Ríkið vill hins vegar aðeins greiða 150 milljónir. Erfitt mun reynast að höggva á hnútinn. Hvað er prestssetur og hvað er ekki prestssetur? Eru það jarðir sem prestar bjuggu á árið 1993 eða allar jarðeignir sem hafa verið notaðar sem prestssetur frá árinu 1907? Þetta er kjarni málsins í deilu ríkis- ins og Þjóðkirkjunnar um eignar- réttarstöðu prestssetra sem hefur staðið yfir síðan 1997 og enn sér ekki fyrir endann á. Kirkjan vill fá þrjá milljarða frá ríkinu fyrir prestssetrin en ríkið er eingöngu til- búið til að reiða fram 150 milljónir. Ólíkar skilgreiningar Upphaf málsins má rekja til ársins 1907 þegar ríki og kirkja gera með sér samkomulag um að ríkið taki til sín og sjái um jarðeignir sem áður voru í eigu kirkjunnar gegn því að greiða laun presta. Prestssetrin voru hins vegar undanskilin í sam- komulaginu. Níutíu árum síðar er samningurinn festur í sessi þegar kirkjujarðir að frátöldum prests- setrum verða eign ríkisins. Þá létu samningamenn kirkjunnar bóka að síðar yrði fjallað um prestssetrin og virðast þeir hafa gengið út frá að samkomulagið frá 1907 lægi til grundvallar hvaða jarðir og fast- eignir flokkuðust undir prestssetur. Árið 2002 gerir ríkið kirkjunni tilboð um að hún fái til eignar þau 87 prestssetur sem voru í notkun árið 1994 þegar prestssetrasjóður er stofnsettur og 150 milljónir króna að auki. Með þessu yrði um að ræða fullnaðaruppgjör vegna setr- anna. Að þessu vildu kirkjunnar menn ekki ganga heldur kröfðust þriggja milljarða króna sem þeir töldu verðmæti þeirra jarða sem voru prestssetur 1907 og kirkjan hefði engar bætur fengið fyrir. Mikil verðmæti í húfi Árið 1907 voru prestssetur og jarð- eignir sem þeim fylgdu, talsvert fleiri en nú. Síðustu áratugi hafa margar þessara jarða verið seldar án þess að stjórn kirkjunnar hafi nokkuð um það haft að segja. Bjarni Kr. Grímsson, formaður prests- setrasjóðs, segir að kirkjan hafi ekki gert athugasemdir við sölu á prestssetrum þegar eitthvað hefur komið í staðinn en þegar því er ekki að skipta horfir málið öðruvísi við. „Við getum tekið dæmi frá 1992 þegar ríkið seldi Garðabæ tólf jarðir úr eigu Garðakirkju fyrir 49 milljónir,“ segir hann, en árið 1907 voru Garðar prestssetur. „Hið sama má segja um Hvanneyri á Siglufirði og Borg í Borgarfirði sem áttu stór- an hluta landsins sem Siglufjarðar- bær og Borgarnes standa nú á. Hér eru milljarðaverðmæti í húfi sem ekkert hefur komið í staðinn fyrir“ segir Bjarni. Hvað hangir á spýtunni? Enda þótt samkomulag sé ekki í sjónmáli þá binda kirkjunnar menn vonir við það að milljarðarnir þrír fáist greiddir. Bjarni segir að ýmsar leiðir séu í stöðunni, til dæmis ein- greiðsla eða að ríkið skuldbindi sig á svipaðan hátt og 1997 þegar það bauðst til að greiða laun 139 presta um ókomna tíð. Þannig kemur til greina að prest- um yrði einfaldlega fjölgað og laun þeirra greidd með þeim fjármunum sem fengjust fyrir prestssetrin. Að sjálfsögðu stendur ríkisvaldið á því fastar en fótunum að ekki sé hægt að miða við fjölda prestssetra frá því 1907 heldur hafi allir gengið út frá því á sínum tíma að miða ætti við 1993. Þetta kom til dæmis skýrt fram í ræðu Björns Bjarnasonar kirkjumálaráðherra á kirkjuþingi í gær. En hvað felst þá í 150 milljón- unum sem ríkið hefur þegar greitt Þjóðkirkjunni? „Ríkið er bara að viðurkenna að það hafi staðið sig slælega í að halda prestssetrunum við án þess að viðurkenna jarðirnar sem slíkar,“ segir Bjarni. Höfuðból og hlunnindajarðir Annars getur kirkjan vart talist á flæðiskeri stödd með þau 85 prests- setur sem hún á í dag. Sum þeirra eru í hópi mestu kostajarða landsins og njóta margir prestar góðs af hlunnindum á borð við laxveiðirétt og dúntekju sem þeir geta haldið fyrir sig. Verðmæti jarðeignanna er 661 milljón króna samkvæmt fast- eignamati og rúmir tveir milljarðar í brunabótamati og þá eru ekki tald- ar með hjáleigur sem sumum jörð- unum fylgja. Á hinn bóginn gefa þessar staðreyndir til kynna hve mikið er í húfi fyrir kirkjuna. Því er varla við að búast að slegið verði af kröfugerðinni um sinn. ■ SKÁLHOLT Skálholt er í hópi verðmætustu prestssetra landsins. Brunabótamat prestssetra hljóðar upp á ríflega tvo milljarða króna og oft fylgja þeim margvísleg hlunnindi á borð við laxveiðiréttindi og dúntekju. BJARNI KR. GRÍMSSON Hér eru milljarðaverðmæti í húfi og því þarf að setjast niður og semja um þetta. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING PRESTSSETUR GEIR H. HAARDE Sagði dæmigert fyrir málefnafátækt Samfylkingarinnar að þingmaður hennar laumaði slíkri frétt í ríkissjónvarpið sömu helgina og flokksstjórnarfundur stæði yfir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FÉKK JAKKA GEFINS George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, fékk að gjöf bláan keppnisjakka hjá Ólympíusveit Bandaríkjanna í móttöku sem hann hélt liðinu í Hvíta húsinu í gær, áður en hann hélt á ný í kosningaferðalag. Kirkjuþing: Líflegar umræður KIRKJUÞING Líflegt var í Grensás- kirkju á öðrum degi kirkjuþings í gær. Umræður spunnust um stöðu samningamála við ríkið eftir að kirkjumálaráðherra vék að prestssetrum í ræðu sinni á sunnudag. Bent var á var að vilja hafi skort til að ræða þessi mál af hálfu ráðamanna og því hafi verið erfitt að þoka þeim áfram. Þingmenn tóku undir orð bisk- ups frá því á sunnudag vegna verkfalls kennara og ítrekuðu nauðsyn þess að búa vel að börn- um landsins en auk þess var ný- birt könnun um trúarlíf Íslend- inga skeggrædd. - shg MUSTAFA OSMAN ISMAEL Setti ofan í við Bandaríkjamenn sem segja þjóðarmorð eiga sér stað í Darfur. Ástandið í Darfur: Betri staða en í Írak SÚDAN Súdönsk stjórnvöld hafa tekið betur á ástandinu í Darfur en Bandaríkjamenn á ástandinu í Írak, sagði Mustafa Osman Ismael, utanríkisráðherra Súdans, í viðtali við BBC. Hann sakaði bandaríska stjórnmálamenn um að notfæra sér ástandið í Darfur til að bæta ímynd sína í aðdrag- anda komandi þing- og forseta- kosninga í Bandaríkjunum. „Þetta er afrískt vandamál, það þarfnast afrískrar lausnar,“ sagði Ismael. Súdanstjórn býr við þá ógn að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki að beita Súdana efnahagsþvingunum stöðvi þeir ekki borgarastríðið í Darfur. - bþg 10 ■ EVRÓPA SYNJAÐI LÖGUM STAÐFESTINGAR Ivan Gasparovic, forseti Slóvak- íu, neitaði í gær að undirrita lög sem gera ráð fyrir að sjúklingar greiði fyrir sumar aðgerðir sem þeir gangast undir. Nái lögin fram að ganga verður það í fyrsta sinn sem sjúklingar greiða fyrir meðferð sína. LÖGREGLUMENN DÆMDIR Þrír þýskir landamæraverðir hafa verið dæmdir fyrir að bera ábyrgð á dauða súdansks flótta- manns sem kafnaði þegar þeir fluttu hann úr landi. Dómarinn sagði framkomu mannanna fyrir neðan allar hellur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.