Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 12
12 19. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR SKYLDUVERK KRÓNPRINSESSU Viktoría krónprinsessa Svía reyrir saman borða í fánalitum Svíþjóðar og Ungverja- lands í tilefni „sænskra daga“ sem hófust í Búdapest í gær. Skarð í stíflu Steingrímsstöðvar: Á að ýta undir hrygningu NÁTTÚRUFAR Í Efra-Sogi milli Þing- vallavatns og Úlfljótsvatns, þar sem áður eru taldar hafa verið aðalhrygningarstöðvar Þingvalla- urriðans, var Steingrímsstöðvar- virkjun tekin í notkun árið 1959. Virkjanir í Soginu voru færðar yfir til Landsvirkjunar þegar fyrir- tækið var stofnað, en Landsvirkjun hefur síðustu ár kostað uppbygg- ingu á urriðastofninum í Þingvalla- vatni. Hugrún Gunnarsdóttir, verk- efnisstjóri á verkfræði- og fram- kvæmdasviði Landsvirkjunar, seg- ir nú hafa verið komið að stöðumati og því fiskur ekki tekinn í klak. Til eflingar urriðastofninum eru uppi hugmyndir um gerð skarðs í stíflu Steingrímsstöðvar. „Fram- kvæmdin hefur samt ekki endan- lega verið samþykkt,“ segir Hugrún og bendir á að slíka ákvörðun yrði að taka í samvinnu við hagsmunaaðila. „Svo á eftir að koma í ljós hvernig slík aðgerð nýtist urriðanum,“ segir hún og bendir á að straumurinn fyrir ofan skarð yrði frekar takmarkaður. Ekki hefur verið ákveðið hvort skarðið yrði fiskgegnt ef ráðist yrði í framkvæmdina. Þá bendir Hugrún á að gerðar hafi verið tilraunir með hrygningarmöl í út- falli Steingrímsstöðvar, en þangað hafi urriði enn sem komið er ekki komið til hrygningar. - óká Öxará iðar af fiski Metveiði var í mælingaferð Veiðimálastofnunar á Þingvelli fyrir helgi. Stofn Þingvallaurriðans er í vexti, en nær tæpast fyrri stærðum nema hrygningarstöðum verði fjölgað. Fiskurinn hrygnir í Öxará en var áður líka í útfalli Þingvallavatns í Efra-Sogi. NÁTTÚRUFAR Stofn Þingvalla- urriðans er í vexti og hafa aldrei náðst fleiri fiskar í mælingaferð- um Veiðimálastofnunar í Öxará en síðasta föstudag. „Við höfum ekki áður séð jafn mikið af fiski þarna,“ segir Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur og deildarstjóri Suðurlandsdeildar Veiðimála- stofnunar á Selfossi. Hann segir mikilvægt að trufla fiskinn ekki meira en þarf, nú þegar hrygning- artíminn stendur yfir. Starfsmenn stofnunarinnar hafa farið árlega í slíkar ferðir á hrygningartíma urriðans síðan haustið 1999. Fiskurinn er merkt- ur, auk þess sem tekin eru aldurs- sýni og framkvæmdar ýmsar mælingar. Merktir voru yfir 50 fiskar nú og voru þeir stærstu um 84 sentímetrar á lengd og á að giska 16 pund að þyngd. Urriðinn getur hins vegar orðið mjög stór og veiddist í vor einn 28 punda. Sagnir eru um fiska yfir 30 pund- um að stærð í vatninu. Jóhannes Sveinbjörnsson, bóndi á Heiðarbæ í Þingvallasveit, sem er í forsvari fyrir Veiðifélag Þingvallavatns, segir félagið von- gott um að stofn Þingvallaurrið- ans sé að taka við sér. Félagið hef- ur í samstarfi við Veiðimálastofn- un í nokkur skipti sett hrogn í klak og sleppt í vatnið. „Sú vinna virð- ist vera að skila sér,“ segir hann. Magnús Jóhannsson segir fisk úr sleppingum síðustu ára þó vart farinn að skila sér enn í hrygningu upp í Öxará þó hann sé farinn að veiðast í vatninu. Hann segir að ekki hafi verið tekinn fiskur í klak að þessu sinni. „Landsvirkjun stendur að þessum rannsóknum og átakinu í að styrkja urriða- stofna í Þingvallavatni og klakið hefur verið liður í því verkefni,“ segir hann, en fyrst stóð Lands- virkjun að sleppingum í vatnið árið 1993. „Það er búið að sleppa talsverðu magni af seiðum í vatn- ið,“ segir Magnús og bætir við að síðustu ár hafi verið að koma fram fiskur úr fyrstu sleppingunum. „Þeir hafa verið að koma fram bæði í Öxará og svo líka í stang- og netaveiði. Þetta hafa verið fiskar allt upp í 18 til 19 pund.“ Magnús segir ekki hafa verið reiknað út hvað stofninn gæti orð- ið stór, en til að hann geti náð fyrri stærð þyrfti að fjölga hrygningar- stöðum urriðans, sem hrygnir nú ekki nema á örfáum stöðum og að- allega í Öxará. Uppi hafa verið ráðagerðir hjá Landsvirkjun um að búa til skarð fyrir fiskinn við Steingrímsstöð í Efra-Sogi þar sem fiskurinn hrygndi áður í útfalli Þingvallavatns. „En það mál er í biðstöðu ennþá,“ segir Magnús. olikr@frettabladid.is ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Samtök ferðaþjónustunnar: Áfengis- gjaldið nú þegar skellur ÁFENGISMÁL Áfengisgjaldið hér á landi er „nú þegar skellur fyrir íslenska ferðaþjónustu,“ þótt það verði ekki hækkað, segir Erna Hauks- dóttir fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar um það sameig- inlega markmið heilbrigðis- og félagsmálaráð- herra Norðurlandanna að hækka skatta á áfengi. Erna benti á að áfengisgjald á léttvíni hér á landi væri nær helmingi hærra heldur en á því landinu sem næst kæmi, saman- borið við Evrópusambandið. „Ég sé ekki hvað við eigum sameiginlegt með Dönum hvað varðar áfengisgjald,“ sagði Erna,“ því munurinn er svo gríðarlegur.“ -jss MÆLINGAR Í ÖXARÁ Fjórir starfsmenn Veiðimálastofnunar veiddu, merktu og mældu fisk í Öxará síðasta föstudag. Frá vinstri eru á myndinni Benóní Jónsson, líffræðingur á Suðurlandsdeild, Magnús Jóhannsson, deildarstjóri Suðurlandsdeildar, og þeir Guðni Guðbergsson og Högni Harðarson frá rannsóknadeild Veiðimálastofnunar í Reykjavík. KRAFTMIKILL FISKUR Þingvallaurriðinn er mjög stór og kraftmikill fiskur og því erfiðisvinna að halda honum og hemja svo hægt sé að mæla hann. Benóní Jónsson kemur hér með einn stóran að landi. Fiskurinn vex hratt, en hann lifir m.a. á murtunni sem er í Þingvallavatni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M HUGRÚN GUNNARSDÓTTIR „Búið er að gera ýmislegt til að byggja upp stofn Þingvallaurriðans,“ segir Hugrún og bætir við að til framtíðar sé ekki hægt að vera með eilífar sleppingar á fiski. ■ ÍRAK BRETAR Á SVÆÐI BANDARÍKJA- HERS Bresk stjórnvöld velta nú fyrir séð beiðni Bandaríkja- manna um að breskir hermenn taki sér stöðu á svæði sem hingað til hefur verið á valdi Banda- ríkjahers. Independent segir Bandaríkjamenn vilja að Bretar taki að sér gæslu í Iskandariyah þar sem oft hefur komið til átaka. Þetta á að auðvelda Bandaríkjaher að takast á við vígamenn annars staðar í Írak. FYRSTI ÁSTRALINN Í GÍSLINGU Ástralskur blaðamaður var hnepptur í gíslingu í Bagdad um helgina að sögn ástralskra yfir- valda en sleppt sólarhring eftir að honum var rænt. Blaðamaður- inn er fyrsti Ástralinn til að verða hnepptur í gíslingu í Írak. ERNA HAUKSDÓTTIR ÁREKSTRAR Á AKUREYRI Tveir árekstrar urðu á Akureyri í gær og eru ástæður beggja raktar til hálku. Í öðrum var ekið á kyrr- stæðan bíl en í hinum skullu tveir bílar saman. Nokkurt tjón hlaust af en fólk sakaði ekki. FLUTNINGABÍLL Á HLIÐINA Flutn- ingabíll valt á hliðina í Ása- hrauni, sem er á milli Víkur og Klausturs, í gær og var vegurinn teptur í fjórar klukkustundir. Talsverðan viðbúnað þurfti til að koma bílnum upp á vagn annars sem svo dró hann til Reykjavík- ur. Roki er kennt um. Þá fuku járnplötur um Vík en engar stórskemmdir hlutust af.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.