Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 18
18 19. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR Bandaríkjaher fær það óþvegið hjá ABC-sjónvarpsstöðinni: Rukkar slasaða hermenn BANDARÍKIN Tyson Johnson III lá ennþá á sjúkrahúsi þar sem hann var að jafna sig af sárum sem hann hlaut í Írak þegar hon- um barst bréf frá hernum þar sem hann var rukkaður um and- virði tæpra 200 þúsund króna. Upphæðin var sú sama og skráningarbónus sem hann fékk fyrir að skuldbinda sig til þriggja ára herþjónustu. Meiðsl Johnsons voru það alvarleg að hann varð að hætta í hernum áður en árin þrjú voru liðin. Í kjölfar þess var hann rukkaður um skráningarbónus- inn. Það var ekki fyrr en frétta- stofa ABC-sjónvarpsstöðvarinn- ar fór í málið að herinn hætti við innheimtuna. Franklin Hagenbeck, hers- höfðingi og yfirmaður starfs- mannamála í hernum, sagði að einhver óþekktur skriffinnur hefði gert mistök. „Þetta er al- gjörlega óþolandi. Ég trúi því varla þegar ég heyri af svona löguðu. Ég trúi ekki að þetta geti gerst. Við látum þetta ekki ger- ast,“ sagði hann. Að sögn ABC hefur varnar- málaráðuneytið lofað því að skoða mál fleiri slasaðra her- manna sem hafa lent í svipuðum atvikum. - bþg Grásleppuskúrarnir fái að standa áfram Unnið er að varðveislu gömlu grásleppuskúranna sem hafa staðið við Ægisíðu í áratugi. Sagnfræðingar og embættismenn borgarinnar eru sammála um gildi skúranna fyrir menningar- sögu borgarinnar. Hætt var að róa frá Ægisíðunni fyrir fimm árum. BORGARMINJAR Allt bendir til að grásleppuskúrarnir við Ægisíðu í Reykjavík standi þar áfram líkt og þeir hafa gert um árabil, þeir elstu raunar í meira en öld. Skúr- arnir hafa látið mjög á sjá og eru lýti í augum sumra en aðrir sjá í þeim fegurðina og söguna. Takast þar á gamalkunnug sjónarmið um mengun eða minjar. Í grein í Morgunpóstinum, vef VG í Reykjavík, hvetur Stefán Pálsson sagnfræðingur til lag- færinga á skúrunum og öðrum mannvirkjum sem við þá standa. „Með vinnu og alúð mætti endur- vekja blæ þess tíma þegar róið var úr annarri hverri vör og fiski- skúrar stóðu meðfram allri strandlengju borgarinnar,“ segir í greininni. Guðjón Friðriksson, sagnfræð- ingur og sérfræðingur í sögu Reykjavíkur, er sama sinnis. „Mér finnast skúrarnir setja ákveðinn sjarma á þetta svæði. Þeir eru orðnir fastir punktar í Reykjavík og tengjast minning- um fólks,“ sagði Guðjón í samtali við Fréttablaðið. Fjallað hefur verið um framtíð grásleppuskúranna innan borgar- kerfisins. Ellý K. J. Guðmunds- dóttir, forstöðumaður Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, segir reynt að leysa málið þannig að um það ríki sátt. „Ég held að það sé enginn ágreiningur um þetta, allir eru sammála um að þetta eru minjar en þær líta ekki vel út í augnablikinu.“ Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur borgarminjaverði finnst full ástæða til að varðveita skúrana og gera þá upp svo prýði sé af á því fjölfarna útivistarsvæði sem Ægisíðan er. „Þetta eru minjar um sjósókn við Skerjafjörðinn og merkur þáttur í sögu borgarinn- ar.“ Lengi var róið til fiskjar frá Ægisíðunni og reyndar ekki nema um fimm ár síðan Björn Guðjóns- son lagði árar í bát. Var hann síð- asti Reykvíkingurinn sem gerði út frá vör en varir eru lendingar- staðir báta við strendur. Útgerðin við Ægisíðuna gekk mann fram af manni, Björn tók við af föður sín- um sem tók við af föður sínum. bjorn@frettabladid.is LANDBÚNAÐUR Útflutningur á hrossum hefur aukist á milli ára, samkvæmt tölum frá Bændasamtökum Íslands. Nú hafa um eitt hundrað fleiri hross farið utan en á sama tíma í fyrra, að sögn Hallveigar Fróðadóttur hjá BÍ. „Það hefur verið nóg að gera og ekkert lát ennþá,“ sagði hún. Kristbjörg Eyvindsdóttir og Gunnar Arnarson eru með stærstu útflytjendum á landinu. „Mér sýnist þetta vera heldur upp á við,“ sagði Kristbjörg. „Ég held að það verði drjúgur út- flutningur fram að áramótum. Það er heimsmeistaramót á næsta ári og oft skapast stemn- ing fyrir það.“ Nýlega fór stór vél full af hrossum til Svíþjóðar og á næst- unni fara um 80 hross til Dan- merkur og allt að 12 hross til Bandaríkjanna. „Svíþjóð, Danmörk og Finn- land hafa verið sterkust,“ sagði Kristbjörg. „Það varð hrun á út- flutningi til Þýskalands. Exem- áróðurinn var mikill, tollamálin komu upp og loks lokaði pestin, sem kom upp hér, öllu í hálft ár. En ég hugsa að Þýskaland sé aftur að koma rólega inn. Þá dróst salan til Bandaríkjanna saman í fyrra eftir 11. september. Útflutningurinn er viðkvæmur og það má lítið út af bera.“ - jss JEB OG GEORGE W. BUSH Jeb Bush: Tekur ekki við af Bush BANDARÍKIN Jeb Bush, ríkisstjóri í Flórída, lýsti því yfir í sjónvarps- viðtali að hann ætlaði sér ekki að feta í fótspor föður síns og bróður, sem báðir hafa náð kjöri sem for- seti Bandaríkjanna, í það minnsta ekki eftir fjögur ár. „Ég gef ekki kost á mér í emb- ætti forseta 2008,“ sagði ríkis- stjórinn í viðtali við ABC-sjón- varpsstöðina og bætti við: „Áhugi minn liggur ekki þar. Ég er ríkis- stjóri Flórída. Þetta er besta starf í heimi sem ég hef með höndum.“ Bróðir hans George W. Bush berst nú fyrir endurkjöri og faðir hans George Bush var forseti 1989 til 1993. -bþg KAFNAÐI VIÐ INNBROT Maður kafnaði þegar hann reyndi að brjótast inn í hús í bænum Tralee í suðvesturhluta Írlands. Talið er að maðurinn hafi staðið á sláttu- vél sem rann til þegar hann reyndi að príla inn um glugga, en við það festist peysa hans í króki þannig að hann kafnaði. 200 ÁBENDINGAR DAGLEGA Bresku löggæslustofnanirnar sem rannsaka hryðjuverk fá nær 200 ábendingar frá almenningi upp á hvern einasta dag í kjölfar þess að almenningur var hvattur til að hafa augun hjá sér. Áður bárust um tuttugu ábendingar daglega. ÞJÓÐARATKVÆÐI UM BROTT- HVARF Leiðtogar landtökumanna á Gaza kröfðust í gær þjóðar- atkvæðagreiðslu um brotthvarf frá Gaza og hétu því að koma í veg fyrir að áætlun Ariels Sharon forsætisráðherra næði fram að ganga. Hann hét því hins vegar að hrinda henni í framkvæmd. FIMM FÉLLU Fimm palestínskir vígamenn féllu í bardögum við ísraelska hermenn í gærmorgun. Tveir þeirra voru skotnir til bana þegar þeir reyndu að lauma sér yfir landamæri Gaza-svæðisins og Ísraels. SKAÐLEGAR FORSETAKOSNINGAR Palestínumenn gjalda bandarísku forsetakosningarnar dýru verði, sagði Nabil Shaath, utanríkisráð- herra palestínsku heimastjórnar- innar. Hann sagði Bandaríkja- menn horfa framhjá því sem ger- ist í Mið-Austurlöndum og ekki vænta breytinga fyrr en talsvert eftir kosningar. GRÁSLEPPUSKÚRARNIR VIÐ ÆGISÍÐU Björn Guðjónsson er síðasti Reykvíkingurinn sem gerði út frá vör. Hann hætti grásleppuveiðum frá Ægisíðunni fyrir nokkrum árum. LÖGÐU NIÐUR STÖRF Verkamenn í verskmiðjum Opel í Þýska- landi, sem nú eru í eigu bandaríska fyrir- tækisins General Motors, lögðu niður vinnu í gær þegar tilkynnt var um að GM hyggðist segja upp tíu þúsund manns í verksmiðjum sínum í Þýskalandi. ■ EVRÓPA ■ MIÐ-AUSTURLÖND Lögreglan í Osló: Leikarar umkringdir NOREGUR, AP Lögreglan í Osló var fljót á vettvang eftir að vegfarandi tilkynnti að hann hefði séð vopn- aða menn ráðast inn á bar í miðbæ borgarinnar. Lögreglumennirnir voru vel vopnaðir þegar þeir mættu á staðinn og réðust gegn ræningjunum. Það kom þeim hins vegar í opna skjöldu þegar einn ræninginn henti frá sér vopnunum og kallaði: „Það er allt í lagi. Við erum að taka upp mynd.“ Leikstjóri myndarinnar tók ábyrgðina á sig. „Ég hafði sam- band við lögregluna fyrr í vikunni en hefði átt að tala við þá sem voru á vakt,“ sagði Sarzad Samsamim. ■ ÚTFLUTNINGUR GLÆÐIST Áhugi Finna á að kaupa hross héðan hefur aukist ef marka má sölutölur til Finnlands. Nú er búið að flytja 108 hross þangað á móti 80 hrossum á sama tíma í fyrra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SALA HROSSA TIL ÚTLANDA LAND FJÖLDI HROSSA 1. jan.-18. okt 1. jan.-18. okt 2004 2003 Austurríki 49 24 Belgía 4 3 Kanada 3 3 Sviss 81 72 Þýskaland 198 174 Danmörk 198 195 Finnland 108 80 Færeyjar 7 7 Frakkland 3 2 Bretland 12 6 Ítalía 2 4 Holland 12 8 Noregur 96 153 Svíþjóð 393 336 Slóvenía 6 0 Bandaríkin 88 90 Ungverjaland 0 1 Írland 0 1 Heildarfjöldi: 1.260 1.159 Útflutningur eykst á milli ára: Hundrað fleiri hross flutt utan HERMENN BERA SÆRÐAN FÉLAGA Athugun ABC-sjónvarpsstöðvarinnar hefur leitt í ljós að hermenn sem særast í Írak eiga margir erfitt með að fá þá læknis- þjónustu sem þeir þurfa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.