Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 34
„Það er hugsanlegt að ég fari eitt- hvað út að borða með strákunum mínum í rólegheitunum en ég er ekkert mikið fyrir það að halda upp á afmælið mitt,“ segir Jon Kjell Seljeseth tónlistarmaður og arkitekt sem er fimmtugur í dag en hann segist varla hafa fagnað afmælisdegi sínum síðan hann flutti úr foreldrahúsum. „Ég fæ alltaf einn pakka frá mömmu og pabba í Noregi með norsku súkku- laði og öðru góðgæti sem ekki fæst hérna,“ segir Jon Kjell. Jon er sennilega einna þekkt- astur fyrir útsetningar sínar á þekktum Eurovision lögum og að- stoðaði hann við útsetningar á sjálfum Gleðibankanum. „Við Gunni Þórðar höfðum starfað mikið saman og hann fékk mig til liðs við sig,“ segir Jon Kjell. Eftir- minnilegast segir hann vera ferð- ina til Zagreb þegar Ísland lenti í 3.sæti með lagið Eitt lag enn. „Þá var virkilega gaman að sitja í græna herberginu og sjá stigin rúlla inn því okkur hafði alltaf gengið svo illa fram til þessa,“ segir Jon sem sjálfur átti lag í Eurovision á Írlandi þar sem Ingibjörg Stefánsdóttir söng lag- ið Þá veistu svarið. „Einhverra hluta vegna var ég alltaf fenginn til að útsetja fyrir höfunda í Eurovision en annars hef ég út- sett um og yfir eitthundrað plöt- ur. Enda hef ég meira og minna verið múraður í hljóðveri síðustu árin,“ segir Jon Kjell sem er menntaður arkitekt og starfaði hann við þá iðju fyrstu ár sín á Ís- landi eða þar til tónlistin fór að taka mest af hans tíma. „Ég kom hingað til Íslands með konunni minni og grínast ég oft og segi að ég hafi verið tekinn með sem minjagripur, svona eins og norskt lukkutröll,“ segir Jon Kjell hlæjandi. Nú segist hann hafa tækifæri til að minnka við sig vinnu og eyða meiri tíma með drengjunum sínum en hann á 3 syni. „Allir eru þeir í Suzuki tón- listarnámi og þar þurfa foreldr- arnir að sinna náminu til jafns við börnin sín og hefur það fengið al- geran forgang hjá mér. Ég hef aldrei leyft mér að sleppa úr æf- ingu því það er nú einu sinni svo ef maður réttir litla fingur þá er öll höndin farin,“ segir Jon Kjell en tíminn sem hann á með strák- unum sínum er honum mjög kær. „Kannski ég hafi nú meiri tíma til að sinna eigin tónsmíðum en hug- myndir mínar hafa bara safnast upp í tölvunni en ekkert verið sinnt. Mér finnst nú alveg kominn tími á það að stefna á einhverja útgáfu.“ kristineva@frettabladid.is 26 19. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR JOHN LE CARRÉ Breski rithöfundurinn sem skrifaði um Njósnarann sem kom inn úr kuldanum og George Smiley er 73 ára í dag. Kom til landsins sem minjagripur JON KELL SELJESETH ER 50 ÁRA Í DAG „Það er hættulegt að horfa á heiminn frá skrifborði.“ - John Le Carré telur rétt að fólk kynnist heiminum í návígi. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Guðrún Ögmunds- dóttir alþingismaður, 54 ára. Gunnar Jóhann Birg- isson lögmaður, 44 ára. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir frétta- kona er 42 ára. Dúi Landmark kvik- myndagerðarmaður, 39 ára. Hanna Kristín Didriksen snyrtifræðing- ur, 36 ára. ANDLÁT Ólafur M. Magnússon, húsasmíða- meistari, Hafnarfirði, lést 15. október. JARÐARFARIR 13.30 Guðmundur Ófeigsson, Kirkju- sandi 1, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. 13.30 Sigríður S. Jakobsdóttir, áður Álfta- hólum, verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju. 13:30 Þórarinn Björn Magnússon, Vatns- endabletti 6, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 21. október. JON KJELL SELJESETH Gerði garðinn frægan með útsetningum á þekktum íslenskum Eurovision lögum og samdi lagið Þá veistu svarið sem Ingibjörg Stefánsdóttir söng á Írlandi. Hann segist meira og minna hafa verið múraður inni í hljóðveri síðan en nú hefur hann minnkað við sig vinnu til að eyða meiri tíma með sonum sínum. Mánuði eftir að fjölmennur her Napóleons ruddist inn í brenn- andi og yfirgefna Moskvuborg neyddist glorsoltinn og þrekaður herinn til að hörfa og taka stefn- una aftur á París. Undanhaldið hófst á þessum degi árið 1812 en Napóleon hafði ráðist með 500.000 manna herlið inn í Rússland í júní þetta sama ár. Þetta var stærsta herlið sem smalað hafði verið saman í sögu Evrópu en Rússarnir voru þó ekk- ert á þeim buxunum að lúffa fyrir ofureflinu og Napóleon mátti þola öfluga mótspyrnu Rússanna á meðan franski herinn fikraði sig jafnt og þétt inn í landið. Það var svo 14. september sem Napóleon kom til Moskvu en þar reiknaði hann með að finna vistir og húsaskjól til vetrardvalar fyrir herinn. Borgin var hins vegar nánast mannlaus og Rússar gerðu honum alvarlega skráveifu með því að brenna borgina. Napóleon beið í mánuð eftir uppgjöf Rússanna en þeir gáfu sig ekki þannig að þegar rúss- neski veturinn fór að láta á sér kræla sá Napóleon sér þann kost vænstan að draga lið sitt til baka. Undanhaldið var hin mesta sneypuför en Rússar gerðu óvæntar og linnulausar árásir á Frakkana á bakaleiðinni. Her Napóleons var illa haldinn, vannærður og kaldur og þegar þetta mikla stórskotalið kom aft- ur heim til Parísar hafði það misst 400.000 manns í þessum hörmulega herleiðangri. 19. OKTÓBER 1812 Kaldur og svangur her Napóleons hörfar frá Moskvu. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1989 Fjórmenningarnir frá Guild- ford eru sýknaðir af öllum ákærum og látnir lausir úr fangelsi eftir að hafa setið inni í 14 ár. Þeim var gefið að sök að hafa sprengt sprengjur fyrir IRA á börum í Guildford og Woolrich á Englandi árið 1975. 1993 Benazir Bhutto nær völdum í Pakistan á ný. 1998 Microsoft fer fyrir dómstól í Washington og verst ásök- unum um misnotkun á einokunaraðstöðu. 1998 Eldur fer yfir þorp í Nígeríu og verður 500 manns að bana. 1998 Fyrrum heimsmeistarinn í þungavikt, Mike Tyson, fær hnefaleikaleyfi sitt aftur en hann hafði verið sviptur því eftir að hafa bitið hluta úr eyra Evanders Holyfield í miðjum bardaga. Napóleon hrökklast frá Moskvu Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur stuðning, samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför Halldóru Ingu Ingólfsdóttur Lyngbrekku 1, Kópavogi Sigurður K. Ragnarsson, Ásta Salný Sigurðardóttir, Viðar Snær Sigurðsson, Sonja Erna Sigurðardóttir, Tómas Guðmundsson, barnabörn og fjölskyldur. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði á laugardaginn sýninguna Úr Fjörunni til fjar- lægra landa í Amtsbókasafninu á Akureyri. Sýningin fjallar um einn frægasta Akureyring fyrr og síðar, rithöfundinn Jón Sveinsson sem er ekki síður þekktur sem Nonni. Æskuminningar Nonna úr Eyjafirðinum voru aðalefniviður- inn í hinum vinsælu Nonnabókum sem þýddar hafa verið á yfir 30 tungumál en á sýningunni má sjá Nonnabækur á erlendum tungu- málum og vatnslitamyndir úr nýj- um útgáfum Nonnabókanna eftir Kristin G. Jóhannsson auk ýmissa muna og mynda sem tengjast lífi og störfum jesúítaprestsins og rithöfundarins Jóns Sveinssonar. Forsetinn sagði í opnunarræðu sinni að hann hefði sem ungur drengur á Ísafirði lesið Nonna- bækurnar og hrifist mjög af æv- intýrum hans. Hann hefði seinna í störfum sínum sem forseti kynnst mörgu fólki erlendis sem þekkti til Nonna og hefði kynnst Íslandi í gegnum bækurnar hans. Sérstaklega væri þessi áhugi mikill í Þýskalandi og minntist forsetinn sérstaklega á það hversu mikillar aðdáunar og virð- ingar Nonni nýtur enn í Köln, en þar lést Nonni fyrir 60 árum og var þar jarðsettur. Forsetinn þakkaði að lokum Zontaklúbbi Akureyrar fyrir að hafa varðveitt minningu Nonna með því að setja á fót og reka minningarsafn um Nonna í Nonnahúsi. Sýningin Úr Fjörunni til fjarlægra landa stendur til 11. nóvember. ■ Úr fjöru til fjarlægra landa ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Skoðar sýninguna Úr Fjörunni til fjarlægra landa ásamt Hólmkeli Hreinssyni amtsbókaverði og Brynhildi Pétursdóttur, safnverði Nonnahúss. M YN D R Ú N AR Þ Ó R/ M YN D RÚ N Tilkynningar um andlát og jarðarfarir eru velkomnar á síður Fréttablaðsins. Sími: 550 5000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.