Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 36
28 19. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR Við mælum með ... ... að ákveðinn hópur handboltamanna sem spilar með ákveðnum liðum í nágrenni höfuðborgarinnar skelli sér á Hollywood-kúrinn fyrir næsta leik. Sá kúr minnkar mittismálið á mettíma og veitir ekki af ef menn ætla að komast í búninginn þegar líða fer á veturinn. „Við erum að spila svo frábæran fótbolta að við erum að spilla áhorfendum.“ Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er lítillátur maður með eindæmum. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 16 17 18 19 20 21 22 Þriðjudagur OKTÓBER HANDBOLTI Sá leikmaður sem þykir hafa leikið hvað best með liði Hauka í handboltanum á yfir- standandi tímabili er hinn tvítugi Andri Stefan en sá gerði sér lítið fyrir og skoraði níu mörk í leik liðsins gegn franska liðinu US Creteil í Meistaradeildinni. Hann hefur skorað að meðaltali sex mörk í þeim leikjum sem Haukar hafa leikið í norðurriðli og er markahæstur í liðinu með 30 mörk ásamt Ásgeiri Erni Hall- grímssyni. „Andri Stefan á tvímælalaust framtíðina fyrir sér og hefur stað- ið sig framar mínum vonum í vetur,“ segir Páll Ólafsson, þjálf- ari Hauka. „Hann er að spila erf- iða stöðu með liðinu og hefur leyst það verkefni afar vel af hendi. Hann gegnir veigamiklu hlut- verki í mínu liði og það gerir eng- inn að ástæðulausu. Það má segja að honum hafi verið hent út í djúpu laugina og þar hefur hann sannarlega haldið sér á floti svo ekki sé meira sagt.“ Páll segir þó að þrátt fyrir að Andri sé vaxandi leikmaður vanti enn töluvert á að hann spili varn- arleikinn jafnvel og sóknarleik- inn. „Hann hefur getu og hæfileika og ef hann sýnir að hann er vand- anum vaxinn í vörninni líka þá fer ég ekki fram á meira. Hann hefur viljann og sannarlega getuna og hefur sýnt góða leiki á þessu tíma- bili og ég er viss um að þeir leikir sem við erum að spila í Meistara- deildinni hafa mjög góð áhrif því þar er hann og aðrir í liðinu að mæta þeim bestu í heiminum,“ sagði Páll Ólafsson. „Andri Stefan er einn af þess- um leikmönnum sem hafa komið upp í gegnum gott unglingastarf hjá Haukum og hefur sem slíkur staðið sig mjög vel,“ segir Viggó Sigurðsson, fyrrverandi þjálfari Hauka og núverandi landsliðs- þjálfari. Hann er sammála Páli Ólafs- syni um að haldi Andri áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á séu honum allir vegir færir. „Andri er einn af þeim leik- mönnum sem vaxa við hverja þraut og hefur verið stigvaxandi undanfarin ár. Það má vera ljóst að hann er enn þá á uppleið enda ungur að árum og á virkilega framtíðina fyrir sér. Ef það er eitthvað sem ég set spurningar- merki við þá er það hversu mikið hvílir á honum í liði Hauka. Hann spilar þar kannski of stórt hlut- verk miðað við aldur og fær litla hvíld, sem þessir ungu strákar þurfa annað slagið,“ sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. albert@frettabladid.is ANDRI STEFAN Hefur staðið sig framar vonum með liði Hauka í vetur og gafst aldrei upp gegn stórliðunum Kiel og Creteil. Ekki er útilokað að með þessu áframhaldi geti Andri bankað á dyr landsliðsins. Frábær byrjun hjá Andra Andri Stefan, leikmaður Hauka, hefur hafið tímabilið með miklum látum. Hann er markahæstur í liðinu og átti stórleik gegn Créteil.■ ■ LEIKIR  19.30 ÍS og Keflavík mætast í Kennaraháskólanum í 1. deild kvenna í körfubolta.  20.00 Breiðablik og Ármann/Þróttur mætast í Smáranum í Hópbílabikar kvenna í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  15.05 Trans World Sport á Stöð 2. Íþróttir um allan heim.  17.45 Olíssport á Sýn.  19.00 Meistaradeild Evrópu á Sýn. Vikulegur fréttaþáttur um Meistaradeild Evrópu í fótbolta.  19.30 Meistaradeild Evrópu á Sýn. Bein útsending frá leik Liverpool og Deportivo í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.  21.40 Meistaramörk á Sýn. Mörkin úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta sýnd.  22.15 Meistaradeild Evrópu á Sýn. Bein útsending frá leik Sparta Prag og Manchester United í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.  00.50 Meistaramörk á Sýn. Mörkin úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta sýnd. Skiptar skoð-anir eru á h u g m y n d NBA-stjórnar- innar um að breyta þriggja stiga reglunni. Sumum finnst athæfið út í hött á meðan aðrir segja það geta skipt sköpum fyrir framtíð íþróttarinnar í Bandaríkjunum.Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons, sagðist vera spennt- ur fyrir því að breyta til varðandi þrig- gja stiga körfuna. „Hún hefur haft slæm áhrif á leikinn, sérstaklega hjá ungviðinu,“ sagði Brown. Scott Ski- les, þjálfari Chicago Bulls, sem skor- aði 524 þriggja stiga körfur á ferlin- um sem leikmaður, tók í sama streng. „Þegar öllu er á botninn hvolft þurfa ungir leikmenn að læra undirstöðurnar almennilega, drippl, sendingar og skot. Þegar það gerist, mun íþróttin batna til muna,“ sagði Skiles. Engin áform eru um að breyta reglunni á næstunni en þó eru gerðar tilraunir með þetta í þró- unardeild NBA (NBDL) og eru for- ráðamenn NBA alltaf tilbúnir að prófa hinar og þessar hugmyndir til að íþróttin verði betri. Það er ekki aðspyrja að því þegar vand- ræðamelurinn Allen Iverson hjá P h i l a d e l p h i a 76ers, er annars vegar. Liðið lék æfingaleik við Toronto Raptors í undirbúnings- tímabili NBA í fyrrakvöld. Í öðrum fjórðungi átti Iverson eitthvað vantalað við dómara leiksins og uppskar tæknivillu fyrir vikið. Hann lét ekki deigan síga og var sendur í sturtu um miðjan fjórð- unginn. Sixers vann leikinn, 108-103 og leikur gegn New Orleans Hornets í kvöld. Kevin Keeg-an, knatt- spy rnus t jó r i M a n c h e s t e r City, finnst hæpið að Chelsea geti veitt Arsenal einhverja telj- andi keppni um enska titil- inn. „Mér finnst reyndar ekkert lið geta gert tilkall til titilsins fyrir utan Arsenal sem er gríðarlega sterkt um þessar mundir,“ sagði Keegan. Keeg- an vildi þó ekki gera lítið úr öðrum liðum og þá síst Chelsea, þó honum fyndist Arsenal í algjörum sérflokki. „Það er ósanngjarnt að bera þessi lið saman enda er Chelsea nýbyrjað að byggja upp með hjálp Jose Mourin- ho en Arsenal búið að byggja upp síðustu átta árin með Arsene Wen- ger, þar liggur munurinn,“ sagði Kevin Keegan. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Meistaradeildin í knattspyrnu aftur í gang í kvöld: Hvað gerir Real Madrid? ALVARLEGIR Michael Owen og Roberto Carlos sjást hér frekar þungir á brún á æf- ingu í gær. FÓTBOLTI Meistaradeildin í knatt- spyrnu hefst á nýjan leik í kvöld þegar átta leikir fara fram. Ein at- hyglisverðasta viðureign kvölds- ins er á milli Real Madrid og úkra- ínska liðsins, Dynamo Kiev. Real hefur verið heillum horfið það sem af er árinu en byrjun fé- lagsins er sú versta í sögu þess. Það er með hreinum ólíkindum því þeir hafa aldrei áður státað af öðrum eins leikmannahópi og þeir hafa í dag. Það verður enginn David Beckham í liðinu í kvöld enda enn meiddur eftir landsleik Englendinga og Wales. Michael Owen gæti aftur á móti fengið tækifæri í byrjunarliði Real. Liverpool tapaði óvænt fyrir Olympiakos í síðustu umferð og þeir þurfa því nauðsynlega á þrem stigum að halda á heima- velli gegn spænska liðinu Deportivo la Coruna. Steven Gerrard er enn fjarri góðu gamni og einnig er óvíst með Steve Finn- an. Hjá Depor kemur Diego Trist- an á ný í liðið en hann er nýkom- inn til baka eftir erfið meiðsl. Þessi leikur verður í beinni á Sýn en seinni leikur kvöldsins þar er viðureign Man. Utd og Sparta Prag en þau leika í Tékklandi. United verður án þeirra Rios Ferdinand og Roy Keane í leikn- um en Spartverjar tefla fram öll- um sínum bestu mönnum. ■ INTERSPORTDEILDIN Grindavík–Hamar/Selfoss 134–111 Darrel Lewis 46 stig (31 mín, hitti úr 18 af 25 skotum, 12 fráköst), Páll Axel Vilbergsson 30 (9 stoðs., 7 frák., 8 af 14 í 3ja), Justin Miller 21 (8 frák., 6 varin), Jóhann Ólafsson 12, Kristinn Friðriksson 12 – Chris Woods 35 (15 fráköst), Marvin Valdimarsson 31, Damin Bailey 26 (12 fráköst), Friðrik Hreinsson 11. Grindavík hitti úr 24 af 46 (52%) þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Alls voru þriggja stiga körfurnar 32 talsins því Hamar hitti úr 8 af 13 skotum sínum fyrir utan. Ágúst Dearborn hjá Grindavík gaf 11 stoðsendingar á aðeins 17 mínútum. STAÐAN: Njarðvík 2 2 0 209:158 4 Grindavík 2 2 0 224:191 4 Fjölnir 2 2 0 191:169 4 KR 2 2 0 167:151 4 Snæfell 2 1 1 167:172 2 Haukar 2 1 1 182:145 2 Skallagrímur 2 1 1 177:177 2 Keflavík 2 1 1 192:163 2 ÍR 2 0 2 173:206 0 Hamar/Self. 2 0 2 188:224 0 KFÍ 2 0 2 168:210 0 Tindastóll 2 0 2 134:206 0 ENSKA ÚRVALSDEILDIN: Portsmouth–Tottenham 1–0 Yakubu skoraði eina mark leiksins með skalla á 63. mínútu en þetta var aðeins fjórða markið sem Spurs fær á sig í vetur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.