Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 38
19. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli Nýjung í ræstingum Unilav ræstitæki með 40 sm moppugrind Þurr- og blautmoppað með sama áhaldinu. Sérlega handhægt ræstitæki – auðveld áfylling, einfalt í notkun. +FYRIR ÁSKRIFENDUR Glaðningur fyrir áskrifendur DV Ti lb oð g ild ir út o kt ób er 2 00 4 eð a m eð an b irg ði r e nd as t 25% AFSLÁT TUR Fullt ver ð er 8.90 0,- m.vsk Sértilbo ð aðein s fyrir á skrifend ur DV gegn fra mvísun miðans CBRA Z 3 03 Þráðlaus sími DV ve rð 6.675 ,- t æ kn i Síðumúl a 37 // 10 8 Reykjav ík // 5106 000 Tryggir áskrifendur gerast sjálfkrafa meðlimir í DV+ og fá ný tilboð mánaðarlega. Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Akureyri Lífið er bæði flók- ið og erfitt og því fylgja ýmsar hvimleiðar auka- verkanir. Þær sem mér dettur helst í hug eru blankheit, umferð- arhnútar, alkóhól- ismi, barnameðlög, kuldi, trúarbrögð, hátt bensínverð, mannleg sam- skipti, brauðstrit, markaðs- og sölufólk, verkföll, virkjanir, hand- rukkarar, stjórnmálamenn, krabbamein, minnimáttarkennd, gróðurhúsaáhrif, mikilmennsku- brjálæði, yfirdráttarheimildir, geð- veiki, bakverkir, George W. Bush, offita, stríðsbrölt, þjóðhagsspá, óöryggi, hagtölur, vöruskiptajöfn- uður, verðbólga, fjárlög, ást og kynlíf. Það er sko ekki auðvelt að vera manneskja og það sem gerir svo tilveru nútímamannsins með öllu óbærilega er offramboð á lausnum á fylgikvillum þess að vera til en þær eru allar svo mein- gallaðar að þær fjölga vandamál- unum og kalla fram enn fleiri auka- verkanir. Ég held að það megi fullyrða að þunglyndi sé nokkurs konar regn- hlífarhugtak yfir alla þá angist sem fylgir því að vera skikkaður til að vera tannhjól í hinu margbrotna og háskalega gangvirki sem jarðvist okkar er. Það mætti því ætla að þunglyndislyf séu patentlausnin á tilvistarkreppunni, eða hvað? Þeim fylgja líka aukaverkanir sem samkvæmt upplýsingunum á lyfjaglasinu mínu eru helst þessar: ógleði, taugaóstyrkur, svefnleysi, höfuðverkur, minnkuð kynhvöt eða kyngeta, munnþurrkur, vöðva- skjálfti, svitamyndun og niðurgang- ur, hægðatregða, minnkuð eða auk- in matarlyst, truflanir á bragð- skyni, vindgangur, syfja, svimi, sljó- leiki, martraðir, útbrot á húð, kláði, aukinn hraði hjartsláttar, hjart- sláttarónot, hitakóf, tíðatruflanir og tíð þvaglát. Úff, hversu illa þarf manni að líða til þess að allt þetta sé við- unandi fórnarkostnaður? Og eru þessi einkenni ekki fyrst og fremst ávísun á þunglyndi? Það er náttúr- lega bilun þetta líf. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON GETUR VALIÐ Á MILLI ÞUNGLYNDIS EÐA KYNDEYFÐAR OG HÆGÐATREGÐU. Aukaverkanir M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Beta...þetta er minn líkami og tæknilega séð get ég gert hvað sem er við hann! Svona útlít- andi! Sko...ég gerði þetta! Þú segir ekkert... Og það á hún ábyggilega ekki eftir að gera á næstunni! Oh! Þagnarbind- indisaðferðin! Ó nei, sláðu mig frekar! Ókei! Af hverju getur þetta ekki verið eins og áður fyrr þegar feðurnir voru bara á biðstofunni og kveiktu svo í góðum vindli... nú þarf maður að vera við- staddur og hjálpa með öndun og halda í höndina á henni! Þetta er of mikið! Ég meika það ekki einu sinni að fylgjast með hvað dýralæknirinn er að gera! En það er ekkert mál fyrir þig að horfa á Aliens, þar sem skrímsli koma út úr fólki! Þau koma ekki úr klofinu, það er munurinn! Ég ætti ekki í vandræðum ef börn kæmu út um munninn, eða úr gati á maganum en úr þessu litla gati? Ég segi þér, það mun ekki ganga! Hafið þið séð kyn barnsins í sónar? Nei, við viljum ekki vita það... Ég sá einu sinni heimildarmynd á Discovery um barn sem varð kyn- þroska fimm mánaða! Það var með brjóst og fór á túr og fékk fyrir- tíðarverki og var að verða geðveikt! Getur þú ímyndað þér að þú eign- ist son með punghár? Smábarn með bólur og standpínu? Ég HATA mánudaga. Það er þriðjudagur í dag. Þriðjudagar eru einmitt versta gerðin af mánudögum. Fimmtán mínútur í viðbót, Solla, svo ferðu í háttinn. Nei! Tíu mínútur! Tíu?? Allt í lagi, þú vinnur. Núna líður mér illa. Af hverju? Af því að þú plataðir dóttur þína? Nei.....af því að ég held ég hefði getað náð henni niður í fimm mínútur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.