Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 40
32 19. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Tónlist Sloggi tilboð Sloggi maxi Þrjár í pakka á aðeins 1.699 kr. Útsölustaðir: Hagkaup Smáralind Hagkaup Skeifunni Hagkaup Kringlunni Hagkaup Spönginni Hagkaup Garðabæ Hagkaup Eiðistorgi Hagkaup Akureyri Nettó, Akureyri Nettó, Mjódd Nóatún Selfossi Nóatún Kirkjubæjarkl. Fjarðarkaup Hafnarfirði Samkaup Keflavík Samkaup Hafnarfirði Samkaup Egilsstöðum Úrval Hrísalundi Akureyri Úrval Húsavík Perla Akranesi KB Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga KH Blönduósi Skagfirðingabúð Sauðárkróki Lækurinn Neskaupstað Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Hólmavík Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Drangsnesi Efnalaug Dóru, Höfn Heimahornið, Stykkishólmi Verslunin 66, Vestmannaeyjum Apótek Siglufjarðar Paloma Grindavík Fatabúðin Ísafirði Verslunin Rangá, Skipasundi 56 H-Sel, Laugarvatni Þín verslun, Seljabraut Rvík Plús markaðurinn, Hátúni 10b Keane hefur verið á tónleikaferð um Evrópu og er um þessar mund- ir stödd í Þýskaland þar sem hún mun halda sex tónleika. Tim Rice- Oxley, aðallagahöfundur sveitar- innar, var nýkominn úr „sánd- tékki“ í Köln þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Þetta hefur gengið vel og við höfum skemmt okkur vel. Við höf- um meðal annars farið til Parísar, Mílan, Madrid, Stuttgart og Amsterdam. Þetta hefur verið frá- bært og auðvitað hlökkum við til Airwaves-hátíðarinnar,“ segir Tim með ekta breskum John Lennon- hreim. Greinilega ljúfur náungi þar á ferð. Undir áhrifum frá Sigur Rós -Þekkirðu einhverja íslenska tón- list, fyrir utan Björk auðvitað? „Ég er ekki viss. Er Sigur Rós nokkuð frá Íslandi? Ókey, mér finnst þeir mjög góðir, ég er mikill aðdáandi þeirra. Í raun er eitt lag á plötunni okkar sem er undir sterkum áhrifum frá þeim. Það heitir She Has No Time. Síðan veit ég að Blur hefur eytt tíma á Ís- landi til að finna þar andagift. Það eina sem ég veit um landið er það sem ég sá í myndinni 101 Reykja- vík. Hún var frekar athyglisverð.“ -Þið unnuð Q-verðlaunin á dögun- um fyrir bestu plötu ársins. Það hlýtur að vera mikill heiður? „Já, engin spurning. Þegar ég var yngri las ég þegar stórar sveitir eins og U2, R.E.M. og Radiohead fengu verðlaunin. Það er frekar ótrúlegt að við séum skyndilega þarna núna. Þetta er skrítið og maður er ennþá að reyna að fatta það.“ -Þetta hlýtur að hvetja ykkur áfram? „Já, já, Q er gott tónlistartímarit og hefur skoðanir sem við virðum mikið. Þessi verðlaun gefa okkur mikið sjálfstraust. Annars reynum við að hugsa ekki of mikið um þetta, því annars færum við að dæma okkur eftir því hvort við vinnum verðlaun eða ekki. Jú, þetta er stórkostlegt, en við viljum halda okkur á jörðinni og einbeita okkur að tónlistinni. Við viljum halda áfram að horfa fram á við og reyna að bæta okkur.“ Travis er vanmetin hljómsveit -Keane hefur verið líkt við hljóm- sveitir á borð við Travis og Cold- play. Hvað finnst þér um það? „Ég held að við bjóðum upp á öðru- vísi hluti. Annars eru báðar þessar sveitir mjög góðar. Mér finnst Tra- vis alveg frábær og að hluta til vanmetin hljómsveit þótt henni hafi gengið mjög vel. Ég vona samt að við getum gert enn þá betri hluti. Mér finnst vera mikil dýpt í tónlistinni okkar og hún hefur að- eins harðara yfirbragð, svipað og það sem má heyra hjá sumum breskum indí-hljómsveitum. Ég trúi mjög mikið á okkur sjálfa og tel að við getum gert kraftmeiri tónlist; tónlist sem getur haft meiri áhrif á fólk heldur en sú sem aðrar hljómsveitir gera. En þetta tekur allt tíma. Við erum rétt að byrja og ég er mjög spenntur fyrir því hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Hverjir eru áhrifavaldar ykkar? „Smiths og Morrissey eru í tölu- verðu uppáhaldi. Ég hef líka orð- ið fyrir miklum áhrifum frá U2, sérstaklega plötunni Achtung Baby. Paul Simon er fínn og síðan er Rufus Wainwright frábær lagahöfundur. Annars er ég alltaf með augun opin fyrir nýjum tón- listarmönnum og nýjum hug- myndum.“ Taka sér góðan tíma -Eru ný lög í burðarliðnum? „Við erum með dálítið af nýju efni sem við erum að byrja að vinna með. Við viljum vera vissir um að gera hlutina rétt, prófa nýja hluti og nýjan hljóm. Við ætlum að taka okkur tíma því annars lendum við í því að gera sömu hlutina aftur og aftur. Ég elska að semja ný lög og við erum mjög spenntir fyrir því hvað framtíðin ber í skauti sér.“ -Hvernig verður nýi hljómurinn? „Það verður ekki eins mikið píanó. Við viljum einbeita okkur meira að andrúmslofti laganna og hafa þau frekar hrá og einföld. Við vilj- um vera vissir um að við séum að búa til frábæra plötu,“ segir Tim ákveðinn og bætir við. „Við viljum sýna fólki að við erum ekki bara enn ein hvíta breska indí-sveitin sem syngur um ástarsorgir. Með annarri plötunni viljum við sýna að það er meira spunnið í okkur en það.“ freyr@frettabladid.is Ekki enn ein breska indí-sveitin KEANE Hljómsveitin Keane spilar í Hafnarhúsinu næstkomandi laugardagskvöld. Tim Rice-Oxley er lengst til vinstri á myndinni, í miðj- unni stendur trommuleikarinn Richard Hughes og Tim Chaplin söngvari er til hægri. Tengjast ekki Roy Keane Tim Rice-Oxley segir þá fé- laga í Keane ekkert tengjast Roy Keane, miðvallarleik- manni Manchester United, þrátt fyrir að bera sama nafn og hann. „Nei, það tengist ekkert Roy Keane,“ segir hann hlæj- andi. „Þegar við vorum ungir passaði eldri kona okkur oft. Hún var vinur fjölskyldu Toms, held ég. Hún hét Jay Keane. Okkur fannst það fallegt nafn og fengum það lánað. Ég veit ekki af hverju. Líklega af því að hún tengdist góðri minningu úr æsku okkar.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.