Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.10.2004, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 20.10.2004, Qupperneq 35
MIÐVIKUDAGUR 20. október 2004 Verum með börnunum á fimmtudaginn. Heimili og skóli – landssamtök foreldra hvetja foreldra grunnskólabarna til að sýna samstöðu og taka sér frí eftir hádegi fimmtudaginn 21. október. Samtökin hvetja atvinnurekendur til að gefa foreldrum frí svo þeir og börnin geti gert eitthvað uppbyggilegt saman. Egill Magnússon 6 ára á að baki 17 daga í skóla og 23 daga í verkfalli. Hann á betra skilið! Heimili og skóli – landssamtök foreldra átelja deilendur harðlega fyrir seinagang við lausn yfirstandandi verkfalls grunnskólakennara. Sátt á að ríkja um skólasamfélagið og skorum við á sveitarfélög, ríki og kennara að axla þá ábyrgð sem fylgir því að reka hér skólasamfélag sem fullnægir kröfum sem gerðar eru til menntunar barna. Börnin eru búin að fá nóg – foreldrar segja stopp! Heimili og skóli, Laugavegi 7, 101 Reykjavík www.heimiliogskoli.is H im in n o g h a f - SÍ A Drengjakór Reykjavíkur fór til Tékklands í sumar þar sem hann söng í mörgum merkum kirkjum og söng meðal annars með tékk- neskum stúlknakór. Kórinn var stofnaður 1990 en Friðrik S. Krist- insson hefur verið stjórnandi hans í ein 10 ár. „Einna eftirminnilegast var að syngja í þessum stóru kirkjum í Tékklandi og þá séstak- lega í Moarviu og var einstaklega vel tekið á móti okkur,“ segir Frið- rik en kórinn hefur haft það að venju að fara til útlanda annað hvert ár og eru foreldrar þá gjarn- an með í för. „Allt í allt höfum við verið um 40 manns sem fórum saman en í aðalkórnum erum við með 27 kórfélaga. Drengirnir eru á aldrinum 9 til 14 ára en við höf- um einnig eldri félaga með sem eru á aldrinum 15 til 24 ára og syngja þeir þá tenór og bassa,“ segir Friðrik. Undirleikari kórsins Lenka Mátéova á veg og vanda að undirbúningi ferðarinnar en sjálf er hún tékknesk og var það hópn- um mikil hjálp að hafa innfædda konu með í för. „Það var alveg frá- bært að hafa hana með,“ segir Friðrik en ekki hefur enn verið ákveðið hvert kórinn heldur næst. Þegar kórinn var stofnaður var hann upphaflega í Laugarnes- kirkju, svo Neskirkju en endaði svo í Hallgrímskirkju þar sem hann starfar núna og fékk þar nafnið Drengjakór Reykjavíkur. Vetrarstarfið er nú hafið hjá kórn- um og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við Hallgríms- kirkju. „Enn er hægt að bæta við röddum í kórinn og tökum við ný- liðum fagnandi,“ segir Friðrik. ■ DRENGJAKÓR REYKJAVÍKUR Í sumar fór kórinn til Tékklands. Það var undirleikari kórs- ins, Lenka Mátéova, sem átti veg og vanda að ferðinni en sjálf er hún tékknesk. Kórinn hefur það að venju að fara til útlanda annað hvert ár og eru þá foreldrar með í för. Ungar raddir í stórum kirkjum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.