Fréttablaðið - 22.10.2004, Page 1

Fréttablaðið - 22.10.2004, Page 1
● fyrir eve-online tölvuleikinn Ungfrú Quafe: ▲ SÍÐA 50 Leitað að andliti geimdrykkjar ● guðjón þórðarson í viðtal Stjórastaðan hjá Leicester: ▲ SÍÐA 34 Guðjón eða Gary? MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR POLLOCK-BRÆÐUR Danni og Mike Pollock verða í fararbroddi hlómsveitar- innar Smokey Bay Blues Band sem spilar á Café Rosenberg í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan níu. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 22. október 2004 – 289. tölublað – 4. árgangur FIMM ÞÚSUND LAGAFYRIRMÆLI Á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að EES-samningurinn tók gildi hafa hátt á fimmta þúsund lög og reglugerðir Evrópu- sambandsins öðlast gildi á Íslandi. „Ólýð- ræðislegasti alþjóðasamningur sem um getur,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson sérfræðingur í Evrópumálum. Sjá síðu 4 UPPKAUP Á BÚJÖRÐUM Landbún- aðarráðherra og stjórnarandstæðingar drógu upp gjörólíka mynd af stöðu land- búnaðar í utandagskrárumræðu um upp- kaup á bújörðum og samþjöppun fram- leiðsluréttar. Sjá síðu 6 300 MILLJÓNIR TIL VIÐBÓTAR Jón Ólafsson og kona hans þurfa að greiða þrjú hundruð milljónir í skatt til viðbótar við þær hundrað sem þau greiddu í febrú- ar. Um er að ræða gjöld vegna áranna 2000 til 2003. Sjá síðu 8 MANNFALL Í JAPAN Fellibylurinn Tokage hefur valdið að minnsta kosti 55 manns fjörtjóni í Japan. Veðrið er hið versta í tvo áratugi í Japan. Tugir þúsunda heimila hafa skemmst í óveðrinu. Sjá síðu 18 Kvikmyndir 46 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 46 Sjónvarp 48 Lilja og Margrét Pála: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Búa til drottning- arlegar súpur ● matur ● tilboð KJARAMÁL Fundarslitin í Karphúsinu eru gríðarlegt áfall, segir Stefán Jón Hafstein formaður fræðsluráðs Reykjavíkur. „Það sem gerist núna kallar á varfærin viðbrögð. Það má alls ekkert út af bregða,“ segir Stefán Jón. Gagnrýnna viðbragða sé þörf. Stefán segir stöðu grunnskóla- nemenda í Reykjavíkurborg verða metna næstu daga: „Það verður hver um sig að velta fyrir sér hvort úthlaup sé til í málinu,“ svarar Stefán Jón þeirri spurningu um hvort til greina komi að Reykjavík semji sér við ken- nara. Allra möguleika verði að skoða án útilokunar: „Það er gjör- samlega óþolandi fyrir almenning að tveggja vikna hlé verði á samn- ingaviðræðunum. Það kemur ekki til greina að ekkert verði gert í tvær vikur.“ Hvorki náðist í forsætisráð- herra né menntamálaráðherra vegna stöðunnar í samningavið- ræðum kennara og sveitarfélag- anna. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins gagnrýnir áhugaleysi ráðamenn: „Mennta- málaráðherra til að mynda hefur ekki komið að deilunni. Eina sem hún hefur sagt að hún hafi þungar áhyggjur. Þessar þungu áhyggjur hafa ekki leitt hana svo langt að hún hafi talað við okkur. Fjármálaráðherra hefur ekki einu sinni spurt um hvað við erum að tala. Þessir tveir ráðherrar, sem bera ábyrgð á faglegu hlið mennta- mála annars vegar og fjármálahlið- inni hins vegar, hafa hvorugur haft samband okkar megin í þessari deilu.“ - gag JARÐEIGENDUR GLEÐJAST Björn Ólafsson, bóndi í Úthlíð í Biskupstungum, fagnaði niðurstöðu Hæstaréttar í þjóðlendamálinu svokallaða í gær. Hann heldur jörð sinni að fullu en ríkið hafði gert kröfu um hluta af henni. Ríkið heldur aftur á móti afrétti samkvæmt dómnum. Sjá síðu 2 nr. 42 2004 SKREFI Á UNDAN » KARLMENN SEM KUNNA AÐ DANSA + Njörður P. Njarðvík Prjónaæði Iceland Airwaves SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 22 . o kt . - 2 8. ok t. ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag Karlmenn sem kunna að dansa ● njörður p. njarpvík ● slétt og brugðið FREMUR HÆG NORÐLÆG ÁTT og kalt fyrir norðan. Lítilsháttar él norðan lands en bjart veður syðra. Sjá blaðsíðu 6 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Allt landið Me›alnotkun fjölmiðla Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups mars og ágúst '04 Meðallestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi. Uppsafnað yfir viku í tímaritum. Sat uppi með 73 kanínur: Kaupir gull- fiska næst BANDARÍKIN, AP Maður sem keyp- ti sér kanínur vegna þess að hann var einmanna og vildi smá félagsskap endað með meiri fé- lagsskap en hann kærði sig um. Maðurinn, sem býr í New Or- leans, keypti sér kanínupar en gerði sér greinilega ekki grein fyrir því að kanínur eru einmitt frægar fyrir að haga sér eins og kanínur. Eftir tæplega ár sat hann uppi með 73 kanínur og réði ekki neitt við neitt. Þær voru farnar að eyðileggja hús- gögnin og þá meltu þær matinn sem hann gaf þeim svo hratt að hann stóðst þeim engan veginn snúning. Dýraverndunarsamtök sem losuðu hann við kanínurnar bentu manninum pent á að kaupa sér gullfiska næst. ■ Sveitir landsins: Eldvarna- reftirlit í ólestri BRUNAMÁL: Hamfarirnar á bæn- um Knerri á Snæfellsnesi hafa beint sjónum manna að bruna- vörnum í sveitum landsins en þeim virðist víðast hvar vera verulega ábótavant. Slökkviliðsstjórar eiga að hafa eftirlit með eldvörnum í sínum héruðum en þar sem flestir slökkviliðsmenn hafa sitt lifi- brauð af öðrum verkum þá hafa þeir lítil tök á að sinna þessum lögbundnu skyldum sínum. Björn Karlsson, brunamála- stjóri, segir að með einföldum og ódýrum aðgerðum megi minnka margfalt hættuna á eldsvoðum eins og á Knerri. - shg Sjá síðu 22 Lokatilraun til lausnar á kennaradeilunni brást Kennarasambandið vill semja sér við hvert sveitarfélag í næstu kjarasamningum. Fundum samninganefndanna verður ekki framhaldið næstu tvær vikurnar nema eitthvað nýtt komi fram. Sveitarfélögin segjast ekki munu óska eftir nýjum fundum. Allt er því strand. KJARAMÁL Sveitarfélögin geta ekki mætt kröfum kennara. Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður launanefndar sveitarfé- laganna í viðræðunum, segir að telft hafi verið á tæpasta vað. Þeir hafi engin ráð sem kalli á fund með kennurum næsta hálfa mánuðinn. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að við lok þessarar deilu sé tími til kominn að kennarar semji sérstaklega við hvert sveitarfé- lag um laun. Núverandi fyrir- komulag sé fullreynt. Fundi samninganefndanna lauk þegar ljóst varð að hug- myndir sem Ásmundur Stefáns- son ríkissáttasemjari lagði fram nægðu ekki til sátta: „Ég taldi mig fara bil beggja og vonaðist til að menn gætu gert þær að umræðugrundvelli. Það varð ekki niðurstaðan.“ Í vor var kennurum boðin samningur sem hljóðaði upp á 18 prósenta kostnaðaraukningu launatengdra gjalda. Þeir höfn- uðu tilboðinu og voru tilbúnir að loka samningi á um 30 prósenta hækkun. Hugmynd ríkissátta- semjara var á því bili. Birgir Björn segir launa- nefndina hafa verið tilbúna að ganga að tillögu ríkissáttasemj- ara ef hún leiddi til samnings. „Hugmyndin felur í sér miklu meiri kostnað en við vorum áður tilbúnir að axla. Hún var í okkar huga lokatilraun. Það er sannar- lega hryggilegt að við skulum standa upp eftir þennan dag án samnings.“ Eiríkur segir hugmynd ríkis- sáttasemjara virðingaverða: „Hún var ekki nægjanleg til að við myndum ganga til samnings.“ Ásmundur hefur boðað til fundar 2. nóvember. Samninga- nefndirnar geti hisst fyrr telji þær ástæðu til. Ríkissáttasemj- ari segir það langa hlé sem hann hafi boðað til sé ekki ákall á lagasetningu á verkfall kennara. - gag Formaður fræðsluráðs Reykjavíkurborgar um stöðu kennaradeilunnar: Gríðarlegt áfall og gjörsamlega óþolandi fyrir almenning FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.