Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 8
SKATTRANNSÓKN Jón Ólafsson, fyrrum aðaleigandi Norðurljósa, þarf að greiða rúmar þrjú hund- ruð milljónir króna vegna endurá- lagningu skatta til viðbótar tæp- um 97 milljónum sem hann hefur þegar greitt samkvæmt ákvörðun ríkisskattstjóra. Endurálagningin er vegna vanframtaldra tekna, eigna, hlunninda og söluhagnaðar Jóns og fyrirtækis hans Jóns Ólafssonar & Co. sf. Jón greiddi tæpar 97 milljónir til ríkissjóðs í febrúar síðastliðn- um í samræmi við úrskurð Ríkis- skattstjóra vegna áranna 1998 og 1999. Úrskurður skattstjóra var á þann veg að Jón og eiginkona hans hafi haft skattalega heimilisfestu og fulla og ótakmarkaða skatt- skyldu á Íslandi allt árið 1998. Gjöld Jóns voru að langstærstum hluta komin til vegna túlkunar skattayfirvalda á viðskiptum Jóns og sonar hans með tíu prósenta eignarhlut í Skífunni. Jón höfðaði í kjölfarið mál á hendur skattayfir- völdum á Íslandi til að fá úrskurði Ríkisskattstjóra hnekkt. Greiðsla Jóns var því innt af hendi með fyrirvara um endanlega niður- stöðu dómstóla. Úrskurður ríkisskattstjóra á skattamálum Jóns var hafður í tvennu lagi vegna hættu á því að sökin fyrir árin 1998 og 1999 myndi fyrnast ef úrskurður drægist um of. Úrskurðurinn nú er vegna áranna 2000 til 2003, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Formleg rannsókn á skattamál- um Jóns hófst í febrúar 2002. Skattrannsóknarstjóri sendi Jóni skýrslu ári síðar um rannsókn embættisins vegna skattskila hans á árunum 1996 til 2001. Skýrslan var birt í fjölmiðlum. Þar kom fram að vanframtalin gjöld næmu allt að rúmum þremur milljörðum króna. Lögmenn Jóns mótmæltu niðurstöðum rannsóknarinnar og sögðu þær ekki á rökum reistar. Skattrannsóknarstjóri hefur samhliða rannsakað skattamál fyrirtækja tengdum Jóni, Íslenska útvarpsfélagsins, Sýnar, Skífunnar og Norðurljósa. Rannsókn málsins er lokið en ákvörðun ríkisskatt- stjóra hefur ekki verið birt. Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra hefur rannsakað meint skattalagabrot Jóns frá því um áramót. Jón H. Snorrason, yf- irmaður efnahagsbrotadeildar, hefur sagt að málið sé líklega um- fangsmesta skattalagabrotið sem komið hefur til meðferðar ríkis- lögreglustjóra. Ekki náðist í Jón Ólafsson í gær og Ragnar Aðalsteinsson, lög- maður Jóns, vildi ekki tjá sig um málið. sda@frettabladid.is 8 22. október 2004 FÖSTUDAGUR Jón Ólafsson greiði 300 milljónir í skatt Ríkisskattstjóri hefur úrskurðað að Jón Ólafsson þurfi að greiða rúmar 300 milljónir í viðbótar- skatt vegna skattrannsóknar auk þeirra 97 milljóna sem hann hefur þegar greitt. FORSETAKOSNINGAR Áhugi banda- rískra ríkisborgara hér á landi er töluverður samkvæmt upplýsing- um úr Sendiráði Bandaríkja- manna. Tugir Bandaríkjamanna hafi komið á síðustu dögum í sendi- ráðið til að greiða atkvæði utan- kjörfundar en að minnsta kosti 400 Bandaríkjamenn búsettir hér á landi hafa fengið send skráning- areyðublöð en skráning er skil- yrði fyrir kosningaþátttöku. Þær upplýsingar fengust í sendiráðinu að um eittþúsund bandarískir rík- isborgarar væru búsettir hér á landi. Flóknar reglur gilda um fresti og skráningu og eru þær reglur mismunandi eftir því hvaða ríki Bandaríkjanna kjósendur til- heyra. Á síðustu misserum hefur þetta ferli verið einfaldað mjög og er stór hluti gagna og eyðublaða nú aðgengilegur á netinu. Varnarliðsmenn og fjölskyldur þeirra greiða atkvæði í herstöð- inni á Keflavíkurflugvelli en bandaríski herinn annast alfarið kosningaþátttöku þeirra her- manna sem staðsettir eru utan Bandaríkjanna. - bþe REYKT VIÐ BARBORÐIÐ Reykingar eru bannaðar á írskum krám. Reykingabann: Hvetja fólk til að klaga ÍRLAND, AP Írar eiga að hafa sam- band við yfirvöld ef þeir verða vitni að því að fólk brýtur lög sem banna reykingar á krám og veit- ingastöðum. Þetta er upplagið í fimm vikna auglýsingaherferð sem írska tóbaksvarnaeftirlitið hratt í framkvæmd í gær. Reykingabannið tók gildi fyrir sjö mánuðum. Síðan þá hafa óein- kennisklæddir eftirlitsmenn farið á milli kráa og athugað hvort krá- areigendur framfylgi lögunum. Bannið hefur verið hunsað á nokkrum krám og hefur það leitt til málsókna og sektargreiðslna. ■ SVONA ERUM VIÐ FJÖLDI ÁRSVERKA Í LANDBÚNAÐI 1965 9.566 1975 9.326 1985 7.419 1995 5.596 Heimild: Hagstofan – hefur þú séð DV í dag? Fjölskylda Birgittu segir dópsala hafa drepið hana Ákæra gefin út á hendur manni sem horfði upp á hana deyja Menningarkvöld: Strippað í fangelsi NOREGUR, AP Fangavörðum í Hof fangelsinu í suðurhluta Noregs brá í brún þegar þeir litu inn í samkomusal fanganna og sáu nektardansmey stíga dans fyrir fangana. Atvikið átti sér stað á menningarkvöldi sem fangelsis- yfirvöld höfðu samþykkt að fang- arnir fengju að halda en voru með öllu grunlaus um að þeir réðu sér nektardansmey til að skemmta föngunum. Menningarkvöldið fór rólega af stað þegar einn fanginn sagði brandara, hins vegar færðist fjör í leikinn þegar nektardansarinn steig á svið við mikinn fögnuð. ■ Góð þátttaka í utankjörstaðaatkvæðagreiðslu í bandaríska sendiráðinu: Aukinn áhugi bandarískra ríkisborgara hér á landi MIKIL GÆSLA Afar ströng gæsla er við bandaríska sendiráðið í Reykjavík, þangað sem bandarískir ríkis- borgarar leggja nú leið sína til að taka þátt í forsetakosningum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI SPELLVIRKI Skemmdir voru unnar í kirkjugarðinum við Aðalgötu í Keflavík í gær. Fimm krossar voru losaðir upp og 21 legsteini var velt við. Einn legsteinn var brotinn sem og nokkur luktarhús, blómaker og styttur. Elías Guðmundsson umsjónar- maður Kirkjugarða Keflavíkur segir skemmdirnar hafa komið í ljós um morguninn þegar aðstand- endur komu til að vitja leiðis látins ættingja. Eignartjónið sé mikið: „Dýr minningarmörk voru skemmd. Sum gjörsamlega eyðilögð.“ Elías segir skemmdar- verk hafa áður verið unnin í garð- inum, enda sé hann öllum opinn og í miðjum bænum, en aldrei sem nú: „Jafnt var skemmt í elsta hluta garðsins og þeim nýjasta.“ Elías segir ekki hægt að bæta fyrir skemmdirnar þar sem per- sónulegir munir hafi verið skemmdir. Lögreglunni í Keflavík var til- kynnt um skemmdarverkin rétt fyrir ellefu í gærmorgun. Ekki er vitað hverjir voru að verki og hefur rannsóknarlögreglan í Keflavík málið til rannsóknar. Til- tektir í garðinum stóðu í allan gærdag og halda áfram í dag. - gag Rannsóknarlögreglan leitar að skemmdarvörgum: Skemmdir unnar á kirkjugarði í Keflavík DÝR MINNINGARMÖRK SKEMMD Fimm krossar voru losaðir upp og 21 leg- steini var velt við í kirkjugarðinum við Að- algötu í Keflavík. Málið er í rannsókn lög- reglunnar. M YN D /V ÍK U R FR ÉT TI R/ H IL M AR B R AG I JÓN ÓLAFSSON Formleg rannsókn á skattamálum Jóns hófst í febrúar 2002. Skattrannsóknarstjóri sendi Jóni skýrslu ári síðar um rannsókn embættisins vegna skattskila hans á árunum 1996 til 2001 þar sem fram kom að vanframtalin gjöld næmu allt að rúmum þremur milljörðum króna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.