Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 10
22. október 2004 FÖSTUDAGUR Þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp eftir Abu Ghraib-hneykslið: Átta ára fangelsi fyrir fangamisþyrmingar ÍRAK, AP Bandaríski hermaðurinn Ivan Fredericks var í gær dæmdur til átta ára fangelsis- vistar fyrir að misþyrma föngum í fangelsinu Abu Ghraib í Írak. Fredericks, háttsettasti hermað- urinn til að verða ákærður fyrir fangamisþyrmingar, játaði sök í fyrradag. Dómurinn yfir honum í gær er sá þyngsti sem hefur verið kveðinn upp í kjölfar upp- ljóstranna um misþyrmingar í Abu Ghraib. Tveir meðlimir herlögreglu- sveitar Fredericks hafa áður verið dæmdir, annar þeirra fékk átta mánaða dóm en hinn var dæmdur til eins árs fangelsis- vistar. Þrátt fyrir að Fredericks hafi viðurkennt sök sína neitaði hann því að hann og félagar hans bæru einir ábyrgð á misþyrmingunum. Hann sagði að fangarnir hefðu verið niðurlægðir svo að þeir sem yfirheyrðu þá næðu meiri upplýsingum upp úr þeim. Fredericks sagði að þegar hann hefði rætt við yfirmenn sína um misþyrmingarnar hefðu þeir sagt honum að hlýða skipunum leyniþjónustumanna hersins. ■ Vitnin óttast axarmanninn Vitni óttast Börk og krafist er að nýjum ákvæðum um vitnaleynd verði beitt í meðferð málsins. Börkur Birgisson er ákærður fyrir tilraun til manndráps en hann sló mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á A. Hansen. DÓMSMÁL Börkur Birgisson, 25 ára Hafnfirðingur, er ákærður af rík- issaksóknara fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir stór- fellda líkamsárás. Börkur sló mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði í lok ágúst. Börkur neitar sök í þessari ákæru eins og í sex öðrum líkamsárásum sem hann er einnig ákærður fyrir. Ríkissaksóknari ákærir Börk einnig fyrir stórfellda líkamsárás gegn manni sem stóð fyrir aftan Börk þegar hann reiddi til höggs með öxinni þannig að hún slóst í manninn. Nokkur vitni í málinu óttast Börk og vilja ekki að hann viti hver þau eru vegna ótta um að hann kunni síðar að vinna þeim mein. Krafa um að vitni í málinu sem gefið hafa skýrslu undir nafnleynd fái áfram að halda nafnleynd var lögð fram fyrir dómara ásamt gögnum málsins. Verði dómari við beiðninni mun nýju ákvæði í lög- um um meðferð opinberra mála verða beitt. Í vor bættist ný máls- grein í lögin, sam- kvæmt henni get- ur dómari sam- kvæmt kröfu ákveðið að vitni sem kemur fyrir dóm geri það ekki í heyranda hljóði. Þannig þurfi vitni ekki að gera grein fyrir nafni sínu né öðru sem varðar persónu þess ef það er ekki talið spilla fyrir vörn sakborningsins svo máli skipti. Dómaranum yrði þá greint frá nafni vitnisins bréf- lega og upplýsingarnar geymdar þannig að tryggt sé að aðrir hafi ekki aðgang að þeim. Eftir að Börkur sló manninn með öxinni á A. Hansen flúði hann staðinn en vinir fórnarlambsins veittu honum eftirför að heimili hans þar sem hann var handtek- inn skömmu síðar. Börkur og fórnarlambið þekktust og er talið að deilur þeirra á milli hafi leitt til árásarinnar. Fyrir ári var Börkur dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir vörslu fíkniefna. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða fang- elsisdóm en fullnustu refsingar- innar var frestað í þrjú ár héldi hann skilorð. Ljóst er að Börkur er margbúinn að brjóta skilorð- ið. hrs@frettabladid.is ,,Dómar- anum yrði þá greint frá nafni vitnisins bréflega og upplýsing- arnar geymdar þannig að tryggt sé að aðrir hafi ekki að- gang að þeim. TEIKNING AF FREDERICKS Í RÉTTARSAL Fredericks játaði sök sína í misþyrmingum á föngum en sagðist hafa hlýtt skipunum leyniþjónustumanna hersins. BÖRKUR Á LEIÐ Í RÉTTARSAL Börkur er í gæsluvarðhaldi og hefur verið frá því að hann var handtekinn eftir árásina á A. Hansen. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. BORGARMÁL Tónlistarskólar í Reykjavík horfa fram á mikinn rekstrarvanda auki Reykjavíkur- borg ekki fjárframlög sín til þeirra að sögn Sigursveins Kr. Magnússonar, formanns Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík. Sigursveinn hefur í bréfi til borgaryfirvalda óskað eftir við- ræðum vegna þessa. Borgarráð vísaði málinu í gær til meðferðar fræðsluráðs. „Borgin hefur skorið niður fjárframlög til skólanna,“ segir Sigursveinn. „Í fjárhagsáætlun hefur borgin ekki gert ráð fyrir stofnun nýrra skóla. En tilkoma þeirra hefur orðið til þess að framlög til þeirra sem fyrir eru hafa lækkað. En enn mikilvægara er að túlkun borgarinnar á kjara- samningum hefur orðið til þess að skólarnir hafa ekki fengið aukið fé til að standa straum af kostnaði vegna hækkunar launa tónlistar- kennara. Skilaboðin sem við höf- um fengið eru mjög óskýr en við túlkum þau þannig að okkur sé ætlað að hagræða.“ Sigursveinn segir að það verði ekki gert nema fækka nemendum og draga saman kennslu. Það sé þvert á stefnu borgaryfirvalda um að eyða biðlistum eftir tónlist- arnámi í borginni. - th SIGURSVEINN KR. MAGNÚSSON Formaður Samtaka tónlistarkennara í Reykjavík segist hafa fengið mjög óskýr skilaboð frá borgaryfirvöldum. Tónlistarskólar í Reykjavík horfa fram á mikinn rekstrarvanda: Borgin sker niður framlög til kennslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.