Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 14
22. október 2004 FÖSTUDAGUR SVÍÞJÓÐ, AP Ibrahim Baylan varð í gær fyrsti innflytjandinn í sögu Svíþjóðar til að taka við embætti ráðherra í stjórn landsins. Göran Persson forsætisráðherra skipaði Baylan í embætti menntamálaráð- herra í uppstokkun sinni á ráðherr- um sænsku stjórnarinnar. Baylan fæddist í Tyrklandi en fluttist til Svíþjóðar þegar hann var tíu ára gamall. Reynsla hans endurspeglast í einu af áhersluat- riðum hans. Hann segist ætla að beita sér fyrir því að gera innflytj- endabörnum auðveldara fyrir að aðlagast sænska skólakerfinu. „Þetta er tækifæri fyrir mig til að taka þátt í umbótum á skólunum okkar,“ sagði Baylan eftir að til- kynnt var um skipun hans. „Ég hef fylgst með Ibrahim um margra ára skeið. Hann er undir það búinn að verða ráðherra því hann hefur góða þekkingu á mál- efnunum og hefur náð þroska í stjórnmálum,“ sagði Persson. Sænska stjórnin hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum undanfarið eftir að kjósendur höfnuðu stefnu hennar í kosningu um upptöku evrunnar. ■ Íhuga að kæra vélhjólamann Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli staðfestir að ekki hafi verið lögð fram kæra á mann sem brákaði nef lögreglumanns í handalögmálum. DÓMSMÁL Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflug- velli, segir rétt að lögreglumaður undir hans stjórn hafi ekki kært vélhjólamann sem brákaði á honum nefið í handalögmálum sem urðu þegar maðurinn var handtekinn í des- ember síðastliðn- um. „Ástæðan er að honum stóð stuggur af þess- um mönnum,“ segir Jóhann en segir nú vera til skoðunar hvort embættið muni kæra. Vélhjólamað- urinn er meðlim- ur í vélhjóla- klúbbnum Fáfni og var hann ásamt öðum Íslendingi og níu vít- isenglum stöðvaður í Leifsstöð í desember. Maðurinn var hand- tekinn því hann neitaði að sýna skilríki við landamærin og í framhaldinu brákaði hann nef lögreglumannsins. Sami vélhjólamaður ruddist ásamt tveimur öðrum inn á ritstjórnar- skrifstofur DV á miðvikudag. Þeir kröfðust þess að fá að tala við annan ritstjóra blaðsins og tóku fréttastjórann hálstaki. „Embættið getur auðvitað kært árásina en við förum kannski ekki fram með slík mál í andstöðu við viðkomandi starfs- mann en það er til skoðunar,“ segir Jóhann. Jafnframt segir hann ekki að ástæðulausu að verið sé að efla sérsveit lögregl- unnar og vonast hann til að tólf sérsveitarmenn verði innan hans embættis í fyllingu tímans eins og áætlað er. „Þessir hópar eru að verða harðsvíraðri og við þurfum betur þjálfaða og öflugri lög- reglumenn til að takast á við þá. Ég skal viðurkenna að það er ekki sérstaklega þægilegt að opinbera að árásin í desember hafi ekki verið kærð og munu sjálfsagt ein- hverjir túlka það sem veikleika- merki. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki nokkurn bilbug að finna á lögreglunni heldur er verið að styrkja hana til að taka á þessu af fullri festu,“ segir Jóhann. Þá segist hann gjarnan vilja sjá lögreglu fá auknar heim- ildir til aðgerða eins og dóms- málaráðherra lagði til í vor um auknar hlerunarheimildir en þær mættu andstöðu á þingi. hrs@frettabladid.is ,,Þessir hópar eru að verða harðsvíraðri og við þurf- um betur þjálfaða og öflugri lög- reglumenn til að takast á við þá. HEILBRIGÐISMÁL Tannlæknar segja óréttlátt að Tryggingastofnun taki ekki þátt í niðurgreiðslu á tann- krónum og brúm fyrir eldri borg- ara, að sögn Gunnars Leifssonar, formanns upplýsinganefndar. Yf- irtryggingatannlæknir hafi bent á að því þurfi að breyta. Það hefur þó ekki gerst enn. Gunnar segir að þjónusta við eldri borgara eigi vafalaust eftir að breytast mjög á næstu áratug- um. Hlutfall eldra fólks með eigin tennur fari sívaxandi. Kröfur um almenn lífsgæði eigi ekki síður við hjá þessum hópi fólks heldur en öðrum. Því sé óréttlátt að Tryggingastofnun endurgreiði einungis fyrir heilgóma og parta en ekki föst tanngervi. Tannlæknafélag Íslands hefur boðað til málþings þar sem rædd verður spurningin hvort eldri borgarar séu afskiptir í tann- læknaþjónustu. Málþingið verður á Grand Hótel í Reykjavík á morgun frá klukkan 10 - 12.30. Það verður meðal annars rætt um meðferðarúrræði fyrir eldri borg- ara, svo og tannlækningar og sjúkdóma eldri borgara. -jss Eldri borgarar og tannlæknaþjónusta: Engin endurgreiðsla fyrir krónur og brýr TANNHEILSA Þeim tilvikum fer fjölgandi, þar sem eldri borgarar þurfa tannbrýr og krónur, í stað lausra góma. Tryggingastofnun niðurgreiðir einungis gómana, ekki föst tanngervi. RÉÐUST INN Á RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR DV Jóhann R. Benediktsson viðurkennir að óþægilegt sé að viðurkenna að árás á lögreglu- mann frá því í desember hafi ekki verið kærð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Göran Persson stokkaði upp í stjórn sinni: Innflytjandi í fyrsta sinn í ráðherrastól FORSÆTISRÁÐHERRANN OG NÝJU RÁÐHERRARNIR Ibrahim Baylan er lengst til vinstri en honum á hægri hönd Mona Sahlin, Göran Persson, Pär Nuder, Jens Orback og Sven-Erik Österberg. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.