Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 18
18 22. október 2004 FÖSTUDAGUR SPRENGIHÆTTA Á LESTARSTÖÐ Rýma þurfti lestarstöð í Linz í Austurríki eftir að sprengja úr síðari heimsstyrjöld fannst þar. Hundruðum manna og kvenna var fyrirskipað að hafa sig á brott meðan sprengjusérfræðingar athöfnuðu sig. Mikið er um að sprengjur frá tímum síðari heimsstyrjaldar finnist í Austurríki, einkum sprengjur úr loftárásum bandamanna. Ákærður fyrir brot gegn lífi og limum: Hjálpaði ekki lífs- hættulega veikri konu DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur mað- ur hefur verið ákærður af Ríkis- saksóknara fyrir brot gegn lífi og limum með því að hafa ekki kom- ið ungri konu undir læknishendur þegar hún veiktist lífshættulega. Konan, sem var 22 ára, fannst látin í heimahúsi á Lindargötu í ágúst á síðasta ári. Maðurinn sem nú er ákærður hringdi og tilkynnti lát konunnar til lög- reglu. Hann var handtekinn og úrskurðaður í þriggja daga gæsluvarðhald í kjölfarið. Honum var hins vegar sleppt eftir að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu. Endanlegar niðurstöður krufn- ingar sýndu fram á að konan lést af völdum banvænnar kókaín- og e-töflu eitrunar. Brotið sem mað- urinn er ákærður fyrir getur varðar allt að tveggja ára fang- elsi. Verjandi mannsins sagði skjól- stæðing sinn hafna ákærunni en maðurinn boðaði forföll vegna veikinda og mætti ekki í Héraðs- dóm Reykjavíkur þegar málið var þingfest í gær. - hrs Verstu áföll Japana í nærri tvo áratugi Milli 55 og áttatíu létust í óveðri sem gekk yfir suðvesturhluta Japans í fyrradag og fyrrinótt. Fjölda manns er enn saknað. JAPAN, AP Mannskæðasta óveður se3m gengið hefur yfir Japan í nær tvo áratugi kostaði í það minnsta 55 manns lífið þegar felli- bylurinn Tokage gekk yfir landið í fyrradag og fyrrinótt. Rúmlega tuttugu manns til viðbótar er saknað og því getur tala látinna enn hækkað. „Líklegt er að tala látinna hækki eftir því sem við fáum betri heildarsýn,“ sagði Kojun Chibana, talsmaður japanska ríkislögreglustjóraembættisins í gær. Þá var mestur máttur úr óveðrinu og það gengið á haf út. Í Muroto stóð lítið eftir af heimilum annað en burðarveggir eftir að háar öldur gengu á land, ruddu flóðavörnum frá og steypt- ust yfir léttbyggð hús við sjávar- síðuna. Stór landsvæði á sunnan- og vestanverðum eyjum Japans voru enn á kafi í gær, skólum var lokað og samgöngur, hvort tveggja loftleiðina og landleiðina voru í lamasessi. Talið er að rúmlega 23 þúsund heimili hafi orðið fyrir skemmd- um af völdum veðursins, hundruð þeirra eru ónýt. Koma þurfti þrettán þúsund manns fyrir í bráðabirgðaskýlum. Óvenju margir fellibyljir hafa gengið yfir Japan síðustu mánuði. Það sem af er árinu hafa um 220 manns látist af völdum fellibylja og þarf að fara rúm tuttugu ár aftur í tímann til að finna dæmi um að fleiri hafi látist af völdum óveðra á einu ári. Tokage (sem þýðir eðla á japönsku) var áttundi fellibylurinn til að ganga yfir Japan í ár. ■ ■ BORGARMÁL BRUNAVARNIR Í ÓLAGI Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur fengið heimild hjá borgarráði til að beita eigendum hússins að Lágmúla 6 til 8 dagsektum vegna ágalla á brunavörnum. Á meðal verslana í húsinu eru Bræðurnir Ormsson. Dagsektir geta numið 19 þúsund krónum á dag þar til kröfur hafa verið uppfylltar. VILJA VITA FJÖLDA SPILAFÍKLA Borgarráð hefur, samkvæmt til- lögu Sjálfstæðisflokksins, falið Félagsþjónustunni að kanna eins og kostur er hversu margir spilafíklar séu í Reykjavík. Einnig hefur borgarráð óskað eft- ir upplýsingum um fjölda spila- kassa í borginni og hvaða með- ferðarúrræði standi spilafíklum til boða. Laun í Skagafirði: Þéttbýlið borgar best ATVINNUMÁL Meðallaun íbúa Sauðárkróks eru umtalsvert hærri en laun annarra íbúa Sveit- arfélagsins Skagafjarðar, að því er fram kemur í nýrri skýrslu At- vinnuþróunarfélags Norðurlands vestra. Í skýrslunni kemur fram að með- allaun íbúa í nágrenni Sauðár- króks, í Varmahlíð og á Hofsósi eru um 70 til 73 prósent af meðal- launum íbúa á Sauðárkróki. Laun fólks í sveitum umhverfis Hofsós og í Fljótum eru svo mun lægri eða um 55 prósent af meðallaun- um Sauðkrækinga. Meðallaun á Sauðárkróki eru sögð vera um 8 prósentum lægri en í Reykjavík. - ók HJÁLPAÐ AÐ HEIMAN Vatnavextir voru það miklir að þessi fjölskylda á Toyooka gat ekki yfirgefið heimili sitt fyrr en björgunarsveitarmenn á gúmmíbátum komu á vettvang. SVEITARSTJÓRNIR Sveitarstjórnir á Suðurnesjum leggjast gegn tillögu Árna Magnússonar félags- málaráðherra um sameiningu allra sveitarfélaganna á Suður- nesjum. Tillagan er liður í fækkun sveitarfélaga á landinu á næsta ári um 64, úr 103 í 39. Hörður Guðbrandsson, forseti bæjarstjórnar í Grindavík, segir ráðherra fullyrða að tillagan sé lögð fram eftir samráð við sveit- arstjórnir á svæðinu. Það standist þó varla skoðun þar sem bæjar- stjórnir Grindavíkur, Garðs og Sandgerðis hafi lagst gegn sam- einingu. Aðeins bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi verið henni fylgjandi. „Ég held að ætlunin sé að við greiðum upp skuldir Reykjanesbæjar því Grindavík stendur mun betur fjárhagslega en við samþykkjum það ekki.“ Hörður segist viss um að Grindvíkingar kjósi gegn samein- ingunni. „Síðast var kosið um sameiningu árið 1993 og þá voru níu af hverjum tíu andsnúnir henni. Ég held að andstaðan í bænum hafi aukist síðan þá“ Bæjarráð Grindavíkur hefur boðað fulltrúa ráðuneytisins á sinn fund í næstu viku vegna málsins. - ghg Sameining sveitarfélaga á Reykjanesi: Heimamenn vilja ekki sjá sameiningu VIÐ LINDARGÖTU Ung kona lést af völdum kókaín- og e-töflu eitrunar í ágúst í fyrra. Maður sem tilkynnti um lát hennar er ákærður fyrir að hafa ekki komið henni undir læknishendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.