Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 22
Bruninn í Knörr: Heyið of- hitnaði í hlöðunni ELDSVOÐI Allt bendir til að sjálfsíkviknun hafi orðið í heyi í hlöðunni við bæinn Knörr á Snæfellsnesi. Að sögn Björns Karlssonar bruna- málastjóra getur slíkt gerst í massa sem hefur mikið rúmmál en lítið flatarmál og súrefni kemst að. „Þetta getur líka gerst þegar menn bera á viðargólf og henda svo nokkrum olíuvættum tuskum í tunnu. Þá getur orðið efnahvarf þannig að orka myndast og þrengslin koma í veg fyrir að hitinn sleppi út.“ Björn segir betra að geyma hey í rúlluböggum því þar er hlutfall á milli rúmmáls og flatarmáls minna og kólnun því meiri. - shg 22 22. október 2004 FÖSTUDAGUR ■ EVRÓPA Kl. 09.00; Ráðstefnan sett, Halldór Gunnarsson formaður Þroskahjálpar og Norrænu samtakanna um málefni fólks með þroskahömlun NSR Kl. 09.10; Ávarp. Halldór Ásgrimsson, forsætisráðherra Kl. 09.20; Árþúsundamarkmið SÞ og fólk með þroskahömlun. – Diane Richler forseti Inclusion International alþjóðasamtaka hagsmunafélaga um málefni fólks með þroskahömlun. Kl. 09.50; Frá orðum til athafna – dæmi úr raunveruleikanum. Knut Roger Anderson forstöðumaður alþjóðadeildar norsku Þroskahjálparsamtakanna NFU Kl. 10.10; Kynning á stefnu Inclusion International eftir ársþing samtakanna í Burkina-Faso, Valèrie Bloomfield, framkvæmdastjóri samtakanna. Kl. 10.30; Umræður og fyrirspurnir, Diane Richler, Knut Roger Andersen.og Valèrie Bloomfield. Kl. 10.45; Kaffi Kl. 11.00; Aðstoð Finna við fólk með þroskahömlun í öðrum löndum. Niclas Åkerholm stjórnarmaður í Þroskahjálpasamtökum fyrir sænskumælandi Finna, FDUV. Kl. 11.20; Aðstoð Svía við fólk með þroskahömlun í öðrum löndum. Lars Bolander, starfsmaður sænsku Þroskahjálparsamtakanna, FUB. Kl. 11.40; Aðstoð Dan við fólk með þroskahömlun í öðrum löndum Torben Christensen, framkvæmdastjóri dönsku Þroskahjálparsamtökunum, LEV. Kl. 12.00; Aðstoð Norðmanna við fólk með þroskahömlun í öðrum löndum Anne Ragnhild Breiby aðstoðarforstöðumaður alþjóðadeildar norsku Þroskahjálparsamtakanna, NFU, Kl. 12.20; Þróunarstoð Íslendinga Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Kl. 12.40; Umræður og fyrirspurnir. Norrænir þátttakendur Kl. 13.00; Ráðstefnuslit. Fundarstjórar: Rannveig Traustadóttir prófessor í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands og Guðrún D. Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Ráðstefnan er öllum opin Þróunarstoð við fatlaða alþjóðleg samvinna – ábyrgð okkar allra Landssamtökin Þroskahjálp og Norrænu samtökin um málefni fólks með þroskahömlun NSR í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands, boða til ráðstefnu á Grand-hótel mánudaginn 25. október 2004. KNÖRR Í BREIÐAVÍK Á SNÆFELLSNESI Einfaldur reykskynjarabúnaður hefði getað skipt sköpum. HEILDSÖLU LAGERSALA Vegna flutnings Barna og fullorðins fatnaður með 50-90% afslætti Útivistar, skíða, snjóbretta og golffatnaður einnig mikið úrval af skóm Verð dæmi SKEMMUVEGUR 16 (BLÁ GATA) KÓPAVOGI (NEÐAN VIÐ BYKO) Úlpur: Áður 29.900- Nú : 7.900- Skíðabuxur: Áður 14.900- Nú: 4.900- Barna úlpur Áður: 8.990- Nú: 3.990- Flíspeysur: Áður: 12.900- Nú: 3.900- Opið eingöngu Laugardag 23. október 11:00 til 17:00. Sunnudag 24. október 11:00 til 17:00. BRUNAMÁL Eldsvoðinn ógurlegi á bænum Knerri á mánudagskvöldið olli miklum skaða, hvort tveggja á bústofni og dauðum hlutum. Eld- varnir til sveita eru víða í ólestri að mati brunamálastjóra sem hvetur bændur til að gera bragar- bót. Eftirlit með brunavörnum er í molum því slökkviliðsstjórar hafa ekki tíma til að sinna því. Eldurinn er talinn hafa komið upp í hlöðu býlisins og borist það- an í fjárhús og tækjageymslu. Ábúendur urðu ekki neins varir fyrr en þeir sáu útihús sín í björtu báli. Björn Karlsson brunamála- stjóri segir að eldvarnir til sveita séu ekki nógu góðar enda eru hús oftar en ekki komin til ára sinna. Þar við bætist að oft taki langan tíma að uppgötva brunann ef úti- hús eru langt frá og yfirleitt tekur langan tíma fyrir slökkvilið að komast á staðinn. Þar með er ekki sagt að ekki sé hægt að bæta úr ástandinu á ein- hvern hátt. „Vel mætti hugsa sér að bændur yrðu aðstoðaðir við að koma sér upp einföldum viðvörun- arbúnaði, til dæmis samtengdum reykskynjurum sem gera viðvart í íbúðarhúsi ef eitthvað gerist í úti- húsum.“ Enginn slíkur búnaður var fyrir hendi í hlöðunni á Knerri. Brunamálastjóri telur að skynjar- arnir lengi viðvörunartíma umtals- vert sem skipt geti sköpum. „Með nokkur þúsund krónum geta bændur margfaldað öryggi sitt og bústofnsins,“ segir hann. Opinber byggingarreglugerð segir til um hvernig húsakostur skuli gerður úr garði og eru land- búnaðarbyggingar þar ekki undan- skildar. Þannig er kveðið á um að gripahús skulu vera sérstök brunahólf sem ekki kviknar í þótt eldar brenni næst því í allt að klukkustund. Sé um stórt gripahús að ræða, meira en 200 fermetrar, skal það aðskilið frá hlöðu með sérstökum eldvarnarvegg. Að sögn slökkviliðsstjórans í Snæfellsbæ, Jóns Þórs Lúðvíkssonar, voru engar slíkar ráðstafanir til staðar á Knerri. Björn brunamálastjóri segir þessar reglur hafa verið í gildi í mörg ár og því eigi flest bænda- býli að hafa verið reist með hlið- sjón af þeim. Byggingarfulltrúar eiga að ganga úr skugga um að ný- byggingar séu í samræmi við reglugerðir og slökkviliðsstjórar eiga að skoða húsakost að minnsta kosti á þriggja ára fresti. Björn viðurkennir hins vegar að allur gangur sé á því hvernig þessu eft- irliti er sinnt. Jón Þór segist sjálfur eiga afar erfitt um vik og hið sama sé að segja um marga kollega hans. „Menn eru á fullu í annarri vinnu og hafa því ekki tíma til að sinna eftirliti,“ segir hann. Þvingunarúrræði eru til staðar ef lögbundnar úrbætur eru ekki gerðar, til dæmis dagsektir og jafn- vel lokanir, en brunamálastjóri segir fátítt að þeim sé beitt því þau eru afar þung í vöfum og erfitt að koma þeim á. Augljóst er að eldsvoðinn á Knerri hefur hreyft við embættis- mönnum því að sögn Björns stefnir Brunamálastofnun á að fá Bænda- samtök Íslands til liðs við sig til að vekja bændur til vitundar um nauðsyn eldvarna. sveinng@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Umfang? Síminn er tólfta stærsta fyrirtæki landsins og velti tæpum nítján milljörðum króna á síðasta ári. Hagnaðurinn var rúmir tveir milljarðar. Um tólf hund- ruð manns vinna margvísleg störf hjá fyrirtækinu. Meðal árs- laun eru næstum fjórar og hálf milljón en eins og gengur fá sumir meira og aðrir minna. Eigendur? Ríkissjóð- ur Íslands (þjóðin) á tæp 98 prósent í Sím- anum og fyrirtæki eða einstaklingar afganginn. Starfsemi? Síminn hefur sterka markaðs- stöðu á öllum sviðum fjar- skiptaþjónustu og hefur, með kaupum á meirihluta í Skjá einum, fært sig inn á svið hefðbundinnar fjölmiðlunar. Fyrir- tækið lofar viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu og hefur sett sér sem markmið að skapa aukna þörf í samfélaginu fyrir þjón- ustu sína. Hverjir ráða? Fjármálaráðherra fer með hlut ríkisins í Símanum. Rannveig Rist er formaður stjórn- ar og Brynjólfur Bjarnason er for- stjóri. Níu framkvæmdastjórar sitja með forstjóranum í fram- kvæmdastjórn, sjö karlar en tvær konur. Sagan? Síminn rekur ættir sínar til nafna síns Landssíma Íslands sem stofnaður var árið 1906. Síðar varð fyrirtækið að Pósti og síma og svo aftur að Landssímanum fyrir nokkrum árum. Talsvert hef- ur gengið á í fyrirtækinu síð- ustu ár, stjórnunarkreppa einkenndi starfsemina og þurftu forstjóri og stjórnar- formaður að víkja. Gekk það ekki hávaðalaust. Undanfarin misseri hafa verið rólegri og giftursamlegri utan hvað nokkur hvellur fylgdi nýleg- um kaupum í Skjá einum. Teygðu þau sig meðal annars inn á Alþingi. Persónuleiki? Forystu- menn Símans hafa skapað félaginu persónuleika og lýsa þeir honum með eftirfarandi hætti: „Síminn er fersk, kröftug og áreiðanleg fjölskyldumann- eskja sem hefur tileinkað sér nútímalega afstöðu til lífsins. Heilsan er fín og skapið líka. Sinnir samfélagsmálum, nýt- ur virðingar, álits og er fyrir- mynd annarra. Vðkomandi ferðast víða og fylgist grannt með heimsmálum, dægur- málum og tækninýjungum. Notalegur og skemmtilegur fé- lagi. Á auðvelt með að tjá sig og umgangast aðra og lætur sér annt um samferða- menn sína.“ HVAÐ ER? SÍMINN Eldvörnum ábótavant Brunamálastjóri segir að brunavarnir í sveitum séu ekki nógu góðar en slökkviliðsstjóri kveðst ekki hafa tök á að sinna lögbundnu eftirliti. Tólfta stærsta fyrirtæki landsins BLÓÐÞEGAR Í HÆTTU Blóð fransks einstaklings sem þjáist af Creutzfeldt-Jakob sjúkdómn- um var gefið tíu blóðþegum og notað í framleiðslu lyfja. Haft hefur verið samband við blóðþeg- ana og reynt hefur verið að inn- kalla þann hluta lyfjanna sem ekki hefur þegar selst. LÆRA Á HRYÐJUVERK Íbúar á 70 þúsund heimilum í Bratislava í Slóvakíu fá á næstu dögum senda heim bæklinga með leiðbeining- um um hvernig þeir eigi að bregðast við hryðjuverkaárásum. ■ ASÍA LEIGJA KAFBÁT Indverski flotinn leigir rússneskan kjarnorku- knúinn kafbát til tíu ára. Indverj- ar eru næst stærstu kaupendur að rússneskum vopnum, einungis Kínverjar kaupa rússnesk vopn fyrir hærri fjárhæðir en Ind- verjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.