Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 26
Mitt í allri umræðunni um hag- sæld og velferð og að Ísland sé með ríkustu löndum heims býr hér stór hópur fólks við mikla erfiðleika sökum fátæktar. Það er allt gert til að fela ástandið og það eru margir sem vilja ekki horfast í augu við raunveruleikann. Og það er talað um að verkafólk sé með 200.000 kr. á mánuði eða meira. En sannleikurinn er sá að verkafólk er yfirleitt með 100.000 á mánuði og jafnvel minna. Það sjá það allir sem vilja að það lifir enginn mannsæmandi lífi á þeim launum. Fólk kvartar mjög yfir því að það fái synjun hjá félagsþjónust- unni ef það leitar þangað og sé jafnvel vísað til hjálparstofnana. Það er þakkarvert sem reynt er að gera til þess að hjálpa þessu nauðstadda fólki en þetta er neyðaraðstoð og ekki hægt að ætlast til þess að fólk þurfi árum saman að framfleyta sér á slíku. Þetta brýtur niður sjálfstraust fólks og margir kvarta sáran yfir þeirri niðurlægingu sem þeir upplifir við að þurfa að þiggja ölmusu. Einstæð móðir sem er öryrki var hafnað er hún bað um fjár- hagsaðstoð og sagt að hún væri of tekjuhá! Svo hörmulega lág eru þau mörk sem félagsþjónustan setur. Sérstakar húsaleigubætur eru í boði fyrir fólk til að geta leigt úti á almennum leigumark- aði. Þessar sérstöku húsaleigu- bætur eru skattlagðar. Öryrki gat fengið hjá félagsþjónustunni 28.000 í húsaleigubætur en íbúðin kostaði 95.000 á mánuði. Greyðslubyrði öryrkjans er því ansi há. En ef fólk þiggur þessar bætur fer það af biðlista eftir fé- lagslegu húsnæði. Almenni mark- aðurinn er líka mjög ótryggur. Eymd og örvænting er daglegt brauð hjá þessu fólki og oft hef ég sé tár blika á kinn og bólgna hvarma eftir mikinn grát og and- vökunætur. Það þarf stórátak til þess að snúa þessari óheillaþróun við. Félagsþjónustan getur greinilega ekki ráðið við allan þennan vanda og útrýmt fátækt og eymd úr borginni. Það þarf pólítískan vilja, bæði hjá ríki og borg, til þess að breyta þessu. Höfundur er formaður sam- taka gegn fátækt. 22. október 2004 FÖSTUDAGUR26 Eymd í borginni Virðist skattastefna núverandi ríkis- stjórnar stjórnast meira af hugmyndafræði en hag- kvæmnisrökum. Hugmyndafræði í stað hagkvæmni GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON VERKFRÆÐINGUR UMRÆÐAN SKATTAR ,, AF NETINU BRÉF TIL BLAÐSINS Umsókn um undanþágu Sigrún Eldjárn skrifar opið bréf til undanþágunefndar grunnskóla: Ég sæki hér með um undanþágu til kennslu fyrir nemendur tíundu bekkja í skólum landsins.Það er augljóst að neyðarástand er yfirvofandi fyrir þessa nemendur sem eiga að taka sam- ræmd próf í vor í öllu námsefni 8., 9. og 10. bekkja í íslensku, dönsku, ensku, náttúrufræði og samfélags- fræði. Þessi próf eru forsenda þess að þau komist í framhaldsskóla næsta haust og góð einkunn skiptir miklu máli til að fá inngöngu í þann skóla sem hver nemandi hefur mestan hug á. Sótt er um undanþáguna í trausti þess að það sé gert fyrir hönd allra tí- undubekkinga og aðstandenda þeirra. Frétt um að 23 kennarar hafi fengið undanþágu til að kenna 7 nemendum í Hamraskóla hlýtur að vekja vonir um að þessi umsókn fái jákvætt svar. Jákvæð þróun á peningamarkaði Eitt af mörgum dæmum um hina já- kvæðu þróun á peningamarkaði er sú samkeppni sem upp er komin í fjár- mögnun á húsnæðismarkaði. Þessi sam- keppni skilar Íslendingum sambærileg- um vöxtum og boðið er uppá í þeim löndum sem við oftast berum okkur saman við. Þetta er ný staða og fyrir okk- ur sem vanist höfum „okurvöxtum“ og verðtryggingu árum saman er þetta nán- ast eins og peningaútsala. Þessi þróun mun hafa það í för með sér að markaðs- hlutdeild Íbúðalánasjóðs minnkar að sama skapi og markaðshlutdeild bank- anna eykst. Óskar Bergsson á timinn.is Vegna umræðu um skattamál upp á síðkastið er áhugavert að líta á hvað nóbelsverðlaunahafinn og fyrrum efnahagsráðgjafi Bill Clinton, Joseph Stiglitz, segir um málefnið í bók sinni „Economics of the Public Sector“. Samkvæmt kenningunni um markaðshagkerf- ið stjórnar verðmyndun á mark- aði framboði og eftirspurn. Skatt- ar hins opinbera sem lagðir eru á ýmis verðmæti gera þau aftur á móti dýrari. Það leiðir gjarnan til minni eftirspurnar og framboðs á þeim, sem svo minnkar umsvifin í hagkerfinu og almenna hagsæld. Stiglitz bendir á að skattar séu skaðlegir í öðru veldi. T.d. að 2% skattur er fjórum sinnum skað- legri en 1% skattur, og 10% skatt- ur er 100 sinnum skaðlegri en 1% skattur. Þess vegna ætti ríkisvald- ið að hafa marga lága skatta í stað fárra hárra, en þetta er t.d. þvert á fyrirætlanir núverandi stjórn- valda, sem ætla alfarið að fella niður nokkra skatta. Stiglitz fjallar einnig um sér- stök áhrif tekjuskatts. Ólíkt öðr- um sköttum virðist hann almennt ekki minnka framboð á vinnuafli og leiddi t.d. álagning hátekju- skatts í Bandaríkjunum í tíð Bill Clinton til þess að hátekjumenn unnu meira. Ástæðan er einfald- lega sú að fólk metur sinn frítíma til fjár. Á móti meiri fjármunum sem fólk fær í vasann fyrir hver- ja vinnustund eftir lækkun skatta þarf það einnig að vinna styttri vinnudag til að láta enda ná sam- an. Þannig getur það varið meiri tíma með fjölskyldunni og í áhugamál. Samkvæmt Stiglitz er það mikilvægast varðandi tekju- skatt að hann letji ekki fólk til að hefja störf og þarf því tekjuskatt- ur að vera lágur á lágar tekjur. Samkvæmt því ættu íslensk stjórnvöld að hækka persónuaf- sláttinn í stað þess að lækka skatt- prósentuna ef markmiðið er að bæta almenna hagsæld. Íslensk stjórnvöld ætla að gera þveröfugt og hafa rökstutt þá stefnu með fullyrðingum sem ganga þvert á reynslu Bandaríkjamanna og rannsóknir Stiglitz. Annað sem ekki hefur verið minnst á í umræðunni um skatta- mál er að hið opinbera getur inn- heimt tekjur á öðrum vettvangi án þess að hafa áhrif á umsvif í hag- kerfinu. Uppboð á náttúruauðlind- um, svo sem fjarskiptarásum og veiðiheimildum, breyta í engu framboði þeirra þar sem þau eru frá náttúrunnar hendi takmörkuð. Þau eru því skynsamlegri tekju- stofn fyrir ríkið en flestir skattar. Þetta er einnig sú leið sem Norð- menn hafa farið við nýtingu olíu- auðlinda sinna, en þeir eru líkleg- ast eina þjóðin í heiminum sem komist hefur ósködduð frá því að vera rík af náttúruauðlindum. Að ofansögðu virðist skattastefna nú- verandi ríkisstjórnar stjórnast meira af hugmyndafræði en hag- kvæmisrökum. ■ ÆVINTÝRI GRIMS SIGRÚN ÁRMANNS REYNISDÓTTIR UMRÆÐAN FÁTÆKT Enginn er hlutlaus Sunnudagsþáttur Skjás eins lofar nokkuð góðu, sérstaklega ef haft er í huga að stjórnendur eiga vafalaust eftir að slípast. Sérstaklega er ánægjulegt að bæði stöð- in og stjórnendurnir kannist við það sem blasir við, að „það er enginn hlutlaus“. Það er hins vegar staðreynd sem til dæm- is Ríkisútvarpið virðist seint ætla að viður- kenna. Þar á bæ virðast menn halda, að hlustendur trúi því að hver vinstri maður- inn eftir annan verði skyndilega hlutlaus við það ganga inn í útvarpshúsið. Að minnsta kosti sér Ríkisútvarpið aldrei neitt óeðlilegt við að afhenda vinstri mönnum einum hljóðver sín til ræðu- halda. Kannski af því að þannig hefur það alltaf verið! Það er eiginlega stórfurðulegt hvernig staðið er að pistlamálum í Ríkis- útvarpinu. Furðulegt hversu lengi starfs- menn þar telja sér fært að standa að því að vinstrisinnar komi vikulega og haldi einræður um þjóðmál – og enginn fái að tala fyrir öðrum viðhorfum. Vefþjóðviljinn á andriki.is AF NETINU Florida – Florida Glæsileg hús og íbúðir. Dollarinn mjög hagstæður. 70-75% lán og lágir vextir. Verð til viðtals á Íslandi 20-26. okt. Símar 866-3209 og 698-1635 Síðan 001- 407 – 628 – 3606 Netfang: sigridreal@aol.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.