Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 28
Áströlsku vínin frá Rosemount njóta mikilla vinsælda hér á landi. Vínið úr þrúgunni shiraz þykir passa einkar vel með nautasteikum og matreiðslumeistararnir á Einari Ben mæla með víninu með nautasteik með gljáðu rótargrænmeti og púrtvínssoðsósu. Matreiðslumeistarnir og vínþjónarnir á Einari Ben munu á næstu vikum mæla með vínum með matnum í Matur ofl. á föstudögum. Shiraz er ein útbreiddasta þrúgan í Ástralíu. Hún er þekkt fyrir að gefa bragðmikið og kryddað vín. Rose- mount Shiraz er látið gerjast í opnum tunnum, síðan látið í amerískar eikartunnur og geymt í sex mán- uði áður en það er sett á flöskur. Passar einkar vel með timjaninu og púrtvínssósunni í uppskriftinni. Verð í Vínbúðum 1.390 kr. Rosemount Shiraz Bragðmikið vín með nautasteikinni Vínið með matnum Ef þú ætlar að bjóða upp á ost í veislu er best að bera hann fram við stofuhita. Þannig er hann bragðbestur. Eiríkur í Árbjörg: Leggur til lostæti úr hafinu Í fiskbúðinni Árbjörg við Hring- braut í Reykjavík er Eiríkur Auðunn Auðunsson matsveinn viðskiptavinum til ráðgjafar. Hann er reyndar tilbúinn líka til að aðstoða fólk við matreiðsluna með því að bjóða upp á hálftil- búna rétti. Hér koma nokkrar af hans klassísku uppskriftum og tillögum og hann kveðst eiga 200 í viðbót. Við látum þessar duga í dag. Steinbítur 1/3 dós kókosmjólk 1 dós massaman karrýsósa Thai Choice Kókosmjólkinni og karrýsós- unni hrært saman. Steinbíturinn látinn liggja í því í þrjá tíma. Grillaður í fjórar mínútur á hvor- ri hlið eða ofnbakaður í 17 mínút- ur við 80 gráður. Borinn fram með hrísgrjónum og sósunni ala'Árbjörg. Sósan ala' Árbjörg 250 gr sveppir 1 rauðlaukur 1 kjötkraftsteningur 1 grænmetiskraftsteningur 1 peli rjómi 1/2 piparostur Sveppirnir og rauðlaukurinn svissað á pönnu. Teningarnir muldir út í. Rjóminn hitaður í potti og pip- arosturinn bræddur út í. Sveppum og lauk hellt út í. Látið malla í fimm mínútur. Tortillu tvenna Lax og smálúða í bitum í jógúrt/hvítlaukssósu sem búin er til úr einum dl af hreinni jógúrt og þremur mörðum hvítlauksrifjum. Sett inn í tortillas-köku, ásamt osti og papriku. Bakast í 20 mínútur við 180 gráður. Borðað með salati og hvítlaukssósu. Humargljáður lax Hunangi og kryddi að smekk blandað saman og smurt yfir laxinn. Síðan er hann grillaður eða bakaður í ofni í 20 mínútur við 180 gráður. Borðaður með bakaðri kartöflu og hvítlauks- sósu. Ýsurúlla Afturhelmingur af ýsuflaki Fylling: 100 g hreinn rjómaostur 1 dós apas arómat fiskikrydd Rjómaostinum og aspasinum blandað saman, án vökvans úr dósinni. Kryddað með arómati og fiskikryddi. Fyllingin sett inn í flakið sem rúllað er utan um og bakað í álformi í 25 mínútur við 180 gráður. Borðað með hrísgrjón- um og hvítlauksbrauði. ■ Hér hefur Eiríkur raðað réttunum á diska en á samt eftir að elda fiskinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 800 g nautalund eða annar góður vöðvi 80 g smjör 2 greinar ferskt timjan 1 grein ferskt rósmarín salt og pipar úr kvörn Vöðvanum er skipt í 4 hluta og steiktur á háum hita í smjörinu. Timjan- og rósmaríngreinum bætt út í pönnuna. Steikingartími fer eftir smekk. Saltið og piprið, takið pönnuna af loganum/hellunni og látið steikina jafna sig. Portvínssósa 4 dl gott nautasoð sem búið er að sjóða niður (fæst í flestum matvöruverslunum) 100 g skalotlaukur 1 dl portvín 1/2 dl balsamico 40 g smjör örlítið salt Skalotlaukurinn brúnaður í smjöri. Balsamico bætt út í og soðið niður um 3/4 , því næst portvíninu á sama hátt. Soðinu bætt út í og soðið þar til hæfilega þykkt. Þar næst er sósan sigtuð og bætt við salti ef þörf krefur. Grænmeti Rótargrænmeti er skorið í fallega bita og steikt í smjöri við lágan hita. Því næst er örlitlu hunangi bætt út í, hitinn hækkaður og steikt þar til græn- metið hefur fengið gullna áferð. Bætið svo við kjúklingasoði (eða vatni og smá kjúklingakrafti), smá timjan og 1/2 lárviðarlaufi og sjóðið þar til rétturinn er tilbúinn. Nautasteik með gljáðu rótargrænmeti og púrtvínssoðsósu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.