Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 40
Jóhanna Þórhallsdóttir segir nýja geisladiskinn sinn síður en svo svanasöng. Hún sé rétt að hefja sinn sólóferil. „Það má segja að þetta sé ljúf- sár tregi, tónlist til þess að hlusta á í góðu tómi,“ segir Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona sem þessa dagana er að senda frá sér nýjan sólódisk, Lágnætti, en sjö ár eru liðin síðan hún sendi frá sér einn slíkan. Það þýðir þó ekki að Jóhanna hafi setið auðum hönd- um, vegna þess að hún hefur sungið inn á aðra diska, með öðru fólki, til dæmis með Fjórum klass- ískum og Six Pack Latino svo eitt- hvað sé nefnt. Á nýja diskinum eru fimmtán lög á hlýjum og djúp- um nótum og diskinn gefur Jó- hanna út sjálf. „Alltaf svo dug- leg,“ segir hún og hlær sínum djúpa, dillandi hlátri. Á diskinum eru íslensk og er- lend lög. „Þetta eru mjúkar meló- díur,“ segir Jóhanna. „Óskaplega falleg lög eftir Niels-Henning Ör- sted Pedersen og danska tón- skáldið Matta Borg. Ég er líka með lag eftir Hallbjörgu Bjarna- dóttur sem aldrei hefur heyrst, lög eftir okkar tónskáld, Atla Heimi, Hróðmar Sigurbjörnsson, Tómas R. Einarsson og Pál Torfa Önundarson. Síðan er ég með gamalt báráttulag kvenna sem ég er búin að gjörbylta. Það er lag Valgeirs Guðjónssonar við ljóð Jó- hannesar úr Kötlum, Dómar heimsins dóttir góð. Það hefur ekki verið hljóðritað áður og hljómar nú í nýrri útsetningu Að- alheiðar Þorsteinsdóttur. Einnig syng ég lög eftir eldri tónskáld eins og Árna Björnsson, Eyþór Stefánsson og Karl Ó. Runólfsson - og svo eitt kúbanskt lag.“ Jóhanna segir útgáfu disksins þjóna einhverri þörf – innri þörf. „Við þurfum alltaf að vera að gera eitthvað, ekki satt? Ég átti alltaf eftir að gera þennan disk og hef verið dálítið lengi að koma honum frá mér. Það er svo margt sem hefur þurft að hyggja að. Til dæmis textarnir. Þeir eru mikið atriði og það eru fallegir textar á þessum disk. Þetta er tónlist og textar sem hægt er að hlusta á þegar fólk vill hafa það rólegt og notalegt. En afþví að það er svo langt síðan komið hefur út diskur með mér, þá hef ég verið spurð að því upp á síðkastið hvort þetta verði minn síðasti diskur. En svo það sé alveg á hreinu, þá er það síður en svo. Ég er rétt að hefja minn sóló- feril.“ Á laugardaginn heldur Jóhanna tónleika í tilefni af út- komu disksins í sal F.Í.H. Rauða- gerði kl. 16.00. Með Jóhönnu leika píanóleikarinn Aðalheiður Þor- steinsdóttir, bassaleikarinn Tómas R. Einarsson og trommu- leikarinn Erik Qvick. Hildigunnur Einarsdóttir syngur bakraddir. sussa@frettabladid.is 28 22. október 2004 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… Úlfhamssögu sem sýnd er um þessar mundir í Hafnarfjarðar- leikhúsinu. Örfá sæti laus í kvöld.... Shall We Dance, nýrri kvikmynd með Susan Sarandon og Richard Gere, sem frumsýnd verður í SAM-bíóunum í dag... When the Sky Falls, kvik- mynd um rannsóknarblaðakon- una Sinead Hamilton sem kannar undirheima Dyflinnar, á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 23.50... Norsku gamanmyndinni Ell- ing, sem verður á dagskrá Stöðv- ar 2 klukkan 1.35 í kvöld... Nýafstaðin djasshátíð í Reykjavík þykir hafa verið einkar glæsileg og vel sótt. Engu að síður eru þeir til sem áttu ekki heimangengt þá daga sem hátíðin stóð og misstu því af góðum tónleikum. Úr þessu hafa Jazzhátíð Reykjavíkur og Ríkisútvarpið nú bætt að hluta, því RÚV tók nokkra tónleika upp og verður þeim útvarpað vikuna 22. til 28. október. Föstu- daginn 22. verða sendir út tónleikarnir Fimm fjórðu, klukkan 16.13, laugardaginn 23. klukkan 17.05 verða tónleikar Rodriguez-bræðra og Einars Vals Scheving og sunnudaginn 24. klukkan 17.00 verða svo tónleikar Reykjavík 5. Mánudaginn 25. klukk- an 22.15 verða Wolfgang Muthspiel og Beefolk, þriðjudaginn 26. klukkan 23.05 Bass Encounters með Árna Egils- syni og Niels-Henning Örsted Peder- sen. Miðvikudaginn 27. október klukkan 23.00 verður tónleikum Seamus Blake og B3 tríóis útvarpað og fimmtudaginn 28. október klukkan 23.05 verða tónleikar Cold Front, með Birni Thoroddsen á dagskrá. Kl. 20.00. Íslenski dansflokkurinn frumsýnir Screensaver eftir Rami Be’er á Stóra sviði Borgarleikhússins. menning@frettabladid.is Hugvísindaþing Háskóla Íslands haldið í dag og á morgun. Hugvísindaþing 2004 verður hald- ið í Háskóla Íslands í dag og á morgun. Páll Skúlason, rektor Há- skóla Íslands, setur þingið í Hátíð- arsal Aðalbyggingar í dag klukk- an 13.00 og lýkur því klukkan 17.00 á morgun. Á þinginu beina um sextíu fræðimenn af öllum sviðum hugvísinda (bókmennta- fræði, guðfræði, heimspeki, mál- vísindi, sagnfræði) sjónum sínum að íslenskri og erlendri menningu í nútíð og fortíð. Meðal þess sem verður fjallað um má nefna lýðræði, hugmyndir um þátttökulýðræði og kosninga- rétt barna, auk tengsla við um- hverfisvernd. Sérstök málstofa verður haldin um bankakerfið og þátt þess í nývæðingu atvinnulífs- ins. Tvær málstofur verða helgað- ar kristni og kvennahreyfingu og önnur tengslum listsköpunar og trúar. Fjallað verður um málvitund og þjóðernisvitund Vestur-Íslend- inga. Tekist verður á um það hvort Sonatorrek og kvæði Gísla Súrssonar eru heiðin eða kristinn kveðskapur lagður í munn heið- inna manna. Gerð verður grein fyrir nýjum rannsóknum á Jóns- bók og fjallað verður um íslenskt mál að fornu og nýju. Tvær málstofur verða helgað- ar þýsku á Íslandi, auk þess sem fjallað verður um táknmál og er- lend mál og ýmsar hliðar á tengsl- um þeirra við íslenskt mál. Að sögn Torfa H. Tuliniusar, sem er einn þeirra sem skipu- leggja þingið, hefur Hugvísinda- þing Háskóla Íslands verið haldið frá 1996. „Til að byrja með var það haldið á tveggja ára fresti, en nú stefnir í að þetta verði árlegur viðburður.“ Markmiðið með þinginu segir Torfi að veita fólki aðgang að því sem fræðimenn við Háskóla Íslands eru að fást við í rannsóknum sínum. „Auðvitað er það síðan líka fyrir okkur til þess að fylgjast með því sem aðrir eru að gera á okkar fræðasviðum,“ segir hann og bend- ir á að yfir sextíu fyrirlesarar verði með erindi á þinginu og það sýni gróskuna á þessu sviði. Efnistök hugvísindaþingsins eru æði fjöl- breytt og segir Torfi það ekki hugs- að þannig að fólk geti sótt alla fyrir- lestra sem í boði eru. „Þá þyrftum við að halda þingið í heila viku,“ segir hann, „eða margar helgar í röð. Það er einfaldlega ekki fram- kvæmanlegt. Fólk verður að velja, allt eftir áhugasviði hvers og eins.“ Það sem boðið verður upp á á þinginu í dag eru málstofurnar Trú og listir, Þáttur fjármála- stofnana í nývæðingu efnahags- lífs, Jónsbók, Á mótum tungu- mála; íslenska, táknmál og er- lend mál, Landið gleymist og móðurmálið og móðirin stund- um líka: Málvitund, sjálfsvitund og ættarvitund Vestur-Íslend- inga og Heiðinn kveðskapur eða kristinn: Sonatorrek og draum- vísur Gísla Súrssonar og Fifty- fifty: Jafnvíg á þýsku og íslen- sku!? Fyrir þá sem vilja kynna sér hugvísindaþingið frekar eru allar upplýsingar um það á www.hugv- is.hi.is. Einnig má finna upplýs- ingarnar á www.hi.is. ■ Íslensk og erlend menning í nútíð og fortíð ! TORFI H. TULINIUS Þingið haldið til þess að veita fólki aðgang að því sem fræðimenn eru að fást við. JÓHANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR Þetta eru mjúkar melódíur. Ljúfsára Lágnætti Djasshátíðartónleikum útvarpað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.