Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 44
Kjötbærinn er fyrsta bók Kristín- ar Eiríksdóttur en hún hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir ljóð sín á undanförnum misserum og sigraði til dæmis í ljóðakeppni Fréttablaðsins og Eddu útgáfu í vor með ljóðinu Sálin er rakki sem á skilið að þjást. Kristín segir Kjötbæinn vera illskilgreinan- lega. Hún er prósabók en ljóðið er þó ekki langt undan. „Þetta er saga og líka ljóða- bók,“ segir Kristín, sem mynd- skreyttir bók- ina einnig en teikningarnar eru hluti af verkinu sem heild. „Þetta er allt mjög tengt m y n d l i s t a r - v e r k e f n u m sem ég hef unnið,“ segir Kristín, sem er á lokaári sínu í m y n d l i s t a r - deild Listahá- skóla Íslands þar sem hún fæst við skúlptúra og innsetningar og stefnir á útskrift í vor. „Annars held ég að það sé best að sleppa öllum skilgreiningum en bókin sver sig í ætt við punktroman eins og þær heita í Danmörku. Þetta er skáldsaga sem er öll klippt í sundur í stutta búta. Þegar bútunum er svo raðað sam- an myndast eyður fyrir lesand- ann að fylla upp í.“ Kristín er búin að fást við Kjötbæinn með hléum í þrjú ár en hugmyndin að sögunni kviknaði hjá henni þegar hún las punktromana í Danmörku. „Mér fannst þetta mjög heillandi form fyrir bók og teiknaði þessa sögu alveg upp með það í huga. Ég vann svo í ýmsu öðru inni á milli og lét hana liggja lengi áður en ég sneri mér að henni aftur. Það er mikill tími í henni og ég ákvað því að gefa mér góðan tíma til að vinna hana. Það gerist margt á milli prósanna þó þeir liggi saman þannig að sagan gerist á löngum tíma.“ í Kjötbænum segir frá stúlkun- ni Kötu, sem býr í blokk, hlustar á þungarokk, dansar skottís við standlampann, teiknar myndir af Kalvin sínum og glímir við skín- andi jakuxa, milli þess sem hún reynir að ráða í auglýsingarnar í dagblöðunum. Kristín vill ekki bæta miklu við þetta þegar hún er innt eftir inni- haldi bókarinnar. „Það er mjög erfitt að tala um söguna þar sem þetta er mjög opin bók og ég vil endilega að fólk geti túlkað hana út frá sínum forsendum. Ég er þó með alveg fastmótaða hugmynd um hvað sé að gerast þarna en það er allt í lagi þó lesendur sjái eitt- hvað allt annað enda set ég eyð- urnar inn fyrir þá viljandi.“ ■ 32 22. október 2004 FÖSTUDAGUR DORIS LESSING Breska skáldkonan fæddist í Persíu á þessum degi árið 1919. Getið í eyðurnar Kristín Eiríksdóttir: Sigraði í ljóðakeppni Fréttablaðsins í vor og sendir nú frá sér sína fyrstu bók. „Ég hef sannreynt það að eftir því sem ég verð eldri því betra verður líf mitt.“ - Ellikerling hefur ekki mikil áhrif á Doris Lessing. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Jón Óskar myndlistarmaður er 50 ára. Bergþór Pálsson óperusöngvari er 47 ára. ANDLÁT Þóra Þorsteinsdóttir, Laufrima 12a, lést 12. október. Hans Henrik Schröder, Lautasmára 51, Kópavogi, lést 16. október. JARÐARFARIR 10.30 Sigurbjörg M. Benediktsdóttir, Hraunbæ 103, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 13.30 Guðný Svandís Guðjónsdóttir, Ara- hólum 4, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 13.30Hallgrímur Árnason Aðalsteinsson, Skarðshlíð 32c, Akureyri, verður jarðsunginn frá Munkaþverárkirkju. 13.30 Kristín Stefánsdóttir, Hamrabergi 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju. 13.30 Ólafur M. Magnússon, húsasmíða- meistari, Hafnarfirði, verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju. 14.00 Anna Ólöf Helgadóttir verður jarð- sungin frá Ísafjarðarkirkju. 14.00 Árni Magnússon, frá Hjalteyri, verð- ur jarðsunginn frá Möðruvalla- kirkju. 14.00 Árni Magnússon, áður Garðavegi 5, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 15.00 Gróa Sveinbjörg Guðmundsdóttir, Lindargötu 61, Reykjavík, verður jarðsungin frá Safnaðarkirkju Fíla- delfíu. KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR Dvaldi sem skiptinemi í Berlín í eina önn og þar bjó hún þegar hún sigraði í ljóðakeppni Fréttablaðsins og Eddu útgáfu. „Það var alveg frábært að vera í Berlín og ég sendi bara ljóð inn að gamni mínu og átti aldrei von á því að komast svona langt.“ Franski heimspekingurinn og rithöf- undurinn Jean-Paul Sartre hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels á þess- um degi árið 1964 en afþakkaði þau umsvifalaust. Hann fékkst við tilvistarheimspeki í verkum sínum; ritgerðum, skáldsögum og leikrit- um, og lagði áherslu á að hver og einn skapaði lífi sínu merkingu þar sem lífið væri merkingarlaust í sjál- fu sér. Sartre kynntist lífsförunaut sínum, Simone de Beauvoir, á námsárun- um og þau eyddu löngum stundum á kaffihúsum þar sem var skrafað, skrifað og drukkið kaffi í lítratali. Fyrsta skáldsaga Sartre kom út árið 1938 og ári síðar var hann kallaður í herinn þegar seinni heimsstyrjöld- in braust út. Hann eyddi ári sem stríðsfangi en barðist síðar með frönsku andspyrnuhreyfingunni. Árið 1943 gaf hann út Being and Nothingness, eitt lykilverka sinna, þar sem hann lagði áherslu á fé- lagslega ábyrgð hins frjálsa einstak- lings. Hann og Beauvoir tóku virkan þátt í starfi róttæklinga og studdu kommúnista í stúdentaupp- reinsnunum 1968. Á síðari árum ferils síns einbeitti Sartre sér að rannsóknum á þekktum bókmennt- arisum á borð við Baudelaire, Jean Genet og Flaubert. Heilsu hans og sjón hrakaði mikið á efri árum hans og hann lést árið 1980. 22. OKTÓBER 1964 Jean-Paul Sartre afþakkaði Nóbelsverðlaunin á þessum degi. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1797 Andre-Jacques Garnerin stekkur með fallhlíf úr um það bil 3000 feta hæð. Þetta er fyrsta skráða fall- hlífarstökkið. 1954 Þýskalandi er boðin aðild að NATO. 1962 John Kennedy, forseti Bandaríkjanna, ávarpar þjóð sína í útvarpi og sjón- varpi og tilkynnir að hann hafi gert herskip út af örk- inni til að stöðva ferðir skipa til Kúbu. 1968 Geimfarið Apollo 7 hrapar í Atlantshafið eftir að hafa farið 163 hringi umhverfis jörðina. 1995 50 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna er fagnað með metþátttöku leiðtoga vold- ugustu ríkja heims. 1998 Sameinuðu þjóðirnar til- kynna að yfir 2 milljónir barna hafa dáið í stríðsátök- um frá árinu 1987. Sartre afþakkar Nóbelinn Ástkær móðir mín og amma, Helga Ásgeirsdóttir Bergstaðastræti 45, Reykjavík Elísabet og Róbert. andaðist miðvikudaginn 20. október. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 25. október kl. 15.00. Skákþing Íslands hefst á morgun en þar tefla krakkar sem fæddir eru 1989 og síðar í drengja- og telpnaflokkum. Skákþingið fer fram í höfuðstöðvum Íslands- banka að Kirkjusandi. Fimm umferðir verða tefldar á laugardaginn á milli klukkan 13 og 18 og á sunnudaginn fara fram fjórar umferðir frá klukkan 13-17. Skráning á skákstað mun standa yfir frá 12.30 til 12.55 á laugardag- inn. Mótið er einnig úrtökumót vegna Norðurlandamótsins í ein- staklingskeppni barna fæddra 1994 og síðar. Tveir efstu í þessum ald- ursflokki vinna sér rétt til þátttöku í Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi í byrjun næsta árs. ■ Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra ætlar að halda smá opn- unartölu í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 13 í dag vegna sýningar- innar Skáldað í tré sem haldin er af Félagi trérennismiða á Íslandi. „Þetta er 10 ára félagskapur með 200 manns innanborðs um allt landið og fögnum við nú 10 ára afmæli félagsins með þessari sýningu,“ segir Karl Helgi Gísla- son félagsmaður, sem sjálfur er með verk á sýningunni. „Ég sýni þarna stærstu skál sem rennd hefur verið á Íslandi, en hún er um einn metri,“ segir Karl Helgi og vill benda á að þetta sé sölu- sýning. Þetta er fimmta sýning Félags trérennismiða á Íslandi og eiga 17 félagsmenn listmuni á sýningunni. Allir eru hlutirnir gerðir úr lifandi efnivið náttúr- unnar og gefa þeir hugmynd um þá fjölbreytni sem finnst í verk- um trérennismiða. Sumir sækja fyrirmyndir í þjóðlegan arf og renna rokka, snældur og aska á meðan aðrir láta frumlegheit og listsköpun ráða ferðinni og má sjá afrakstur þess í ýmsum skál- um og skúlptúrum. Á laugardag og sunnudag verður sýnikennsla í Iðnskólanum í Reykjavík í tré- rennismíði og eru allir velkomn- ir. Upplýsingar er að fá hjá Karli Helga í síma 897 2280. ■ SKÁLDAÐ Í TRÉ Sýning félags trérennismiða á Íslandi í Ráðhúsi Reykjavíkur stendur til 4. nóvember. HENRIK DANIELSEN Danski stórmeis- tarinn tekur á móti þeim krökkum sem vilja undirbúa sig fyrir mótið í Rimaskóla klukkan 11. Krakkaskákþing Stærsta skál á Íslandi KJÖTBÆRINN Kristín gaf sér góðan tíma til að vinna bókina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.