Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 22. október 2004 41 [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ WIMBLEDON Gagnrýnandi Fréttablaðsins er sáttur við Wimbledon en varar þó þá sem þola ekki tennis við henni. Wimbledon „ Af þessu öllu verður ágæt mynd, rómantísk, nokkuð fyndin, talsvert barnaleg á köflum – eins og breskra rómantískra gamanmynda er jafnan háttur – en yfir meðallagi í leik og söguþræði. Pör voru þónokkur í bíó. Myndin er ekki við hæfi þeirra sem þola ekki tennis.“ GS Dodgeball „Hefst þá hin skemmtilegasta atburðarás sem heldur manni brosandi allan tímann, það vantar ekki. Og spenntum. En maður liggur aldrei afvelta af hlátri, eins og maður bjóst við að maður myndi gera. Ben Stiller er auðvitað fyndinn sem vaxtar- ræktartröllið og orð-óheppni hans í mannlegum samskiptum er einkar spaugileg, en það vantar samt hina ótrúlegu fyndnu og beittu brandara sem maður bjóst við að efniviðurinn og leikarahópur- inn myndi færa manni. Ágætis mynd og skemmti- leg, en undir væntingum.“ GS Næsland „Það er margt vel gert í Næslandi enda enginn skort- ur á fagmönnum sem koma að framleiðslunni. Kvik- myndatakan er flott, sviðsetningin á köflum snilld, leikararnir standa sig upp til hópa prýðilega og tón- listin er fín en samt er eitthvað að klikka þannig að eftir stendur áferðarfalleg mynd sem er ekkert sér- staklega skemmtileg og ristir ekki djúpt.“ ÞÞ Collateral „Í raun er hér um klassíska baráttu góðs og ills að ræða. Að þessu sinni fer hún fram í leigubíl, á milli ní- hilista sem fer um stórborgina drepandi fólk eins og engill dauðans og er skítsama, og leigubílstjóra sem trúir enn á drauma og hið góða í lífinu. Og spennan er klassísk: hvort aflið verður hinu yfirsterkara? Colla- teral er mjög vel leikin, innihaldsrík í söguþræði, upp- full af bitastæðum smáatriðum, vel skrifuð og vel út- færð. Hvað getur maður sagt meira?“ GS Man on Fire „Þrátt fyrir tómahljóðið í söguþræðinum má vel hafa gaman af Man on Fire, sérstaklega ef maður er veikur fyrir hefndardrama og nýtur þess að sjá óþokka þjást en í bestu atriðum myndarinnar níð- ist Creasy heldur ruddalega á óvinum sínum.“ ÞÞ Girl Next Door „En myndin kemur bara nokkuð skemmtilega á óvart á vitsmunalega sviðinu, og það er hennar styrkur. Og hún er líka nokkuð fyndin og tónlistin er góð. Svo eru líka ágætis pælingar í henni, til dæmis um siðferði og pólitík.“ GS Anchorman Ef bíó á að leysa einhverjar lífsgátur þá er þessi mynd auðvitað tímaeyðsla. Það er ekkert merkilegt í henni. En ef fólk vill akkúrat sjá eitthvað þannig – svona sæmilegan fíflaskap með kæruleysislegu yfirbragði – er hægt að mæla með þessari. GS PETER JACKSON Er byrjaður að vinna að endurgerð myndarinnar King Kong frá árinu 1933. Hér er hann ásamt aðalleikurum myndarinnar, þeim Naomi Watts sem fer með hlutverkið sem Fay Wray lék í upprunalegu útgáfunni, Adrien Brody og grínleikaranum Jack Black, sem útilokar ekki að nýja King Kong-myndin verði besta mynd allra tíma. FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) The Manchurian Candidate Internet Movie Database 6.8 /10 Rottentomatoes.com 79% = Fersk Metacritic.com 73 /100 Shall We Dance? Internet Movie Database 5.5 /10 Rottentomatoes.com 48% = Rotin The Gathering Internet Movie Database 5.8 /10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.