Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 55
43FÖSTUDAGUR 22. október 2004 fös 22.okt kl. 16:13 Fimm fjórðu - jazzþáttur lau 23.okt kl. 17.05 Rodriguez bræður með Einari Val Scheving sun 24.okt kl. 17.00 Reykjavík 5 og hljómsveit mán 25.okt kl. 22.15 Beefolk og Wolfgang Muthspiel þri 26.okt kl. 23.05 Bass Encounters með Árna Egilssyni mið 27.okt kl. 23.00 Seamus Blake og B3 tríóið fim 28.okt kl. 23.05 Cold Front með Birni Thoroddsen www.ruv.is/jazzhatid - geymið auglýsinguna Ríkisútvarpið Rás 1 sendir út frá Jazzhátíð Reykjavíkur 2004  Danssveitin „SÍN“ leikur fyrir dansi á Ránni í Keflavík.  Svali á Sólon. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.30 Sigmar Arnar Steingríms- son flytur erindi um rannsóknir á kóralsvæðum við Ísland með neðansjávarmyndavélum. Erindið verður flutt í fundarsal Haf- rannsoknarstofnunar á 1. hæð Skúlagötu 4. ■ ■ FUNDIR  15.00 Þjóðarblómsfundur verður í Salnum í Kópavogi, þar sem nið- urstöður skoðanakönnunar um þjóðarblómið verða kynntar að viðstöddum forseta Íslands og landbúnaðarráðherra. Konur úr Domus Vox syngja, og Kristbjörg Kjeld leikkona les ljóð. Allir vel- komnir. ■ ■ OPIÐ HÚS  20.00 Hilmar Örn Hilmarsson alls- herjargoði mætir á opið hús í Al- þjóðahúsinu, þar sem fjallað verður um ásatrú. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Gleðin ræður ríkjum á Kaffi List í kvöld þegar dj musician, öðru nafni Pétur Eyvindsson, heldur þar útgáfupartí. Hann var að senda frá sér sinn fyrsta geisla- disk, sem hlaut nafnið My Friend Is a Record Player. Á disknum er dúndrandi diskó- sveifla, sem fær jafnvel stiðbusa- legustu hlunka til þess að ranka við sér úti á dansgólfinu. „Já, yfirleitt hefur það verið þannig þar sem ég spila að fólk hefur misst stjórn á sér í gleði. Fólk missir sig í stuðið,“ segir Pétur. Hann hefur verið að búa til raf- tónlist í meira en áratug, ýmist einn síns liðs eða með félaga sínum Rúnari Magnússyni í dúettinum Vindva mei. Nafnið dj musician hefur hann notað í fjögur ár, og gjarnan spilað undir því nafni á opnunum listsýninga eða öðrum uppákomum sem tengjast myndlistarmönnum. „Það er nú ekki af því að ég sækist eftir því,“ tekur hann fram, „heldur þekki ég svo mikið af listamönnum sem hafa dregið mig inn í það.“ Eitt lagið á nýja disknum er helgað Eyjólfi Sverrissyni fót- boltakappa, sem lengi vel spilaði með Herthu Berlin. „Upphaflega byrjaði ég að gera þessa stuðmúsík í tengslum við upplifun mína á hetjuskap í kringum fótbolta. Mér finnst þessi hetjudýrkun svo fyndin,“ segir Pétur brosandi út að eyr- um, en flýtir sér að bæta við til að fyrirbyggja misskilning: „... og heillandi“. Hann á í fórum sínum drög að annarri plötu, þar sem viðfangs- efnið yrði þýska landsliðið í knattspyrnu. Draumurinn er að koma þessum disk út árið 2006 og koma fram á Herthu-leik- vanginum í Berlín þegar keppt verður þar í heimsmeistaramót- inu í knattspyrnu. Þetta er sami leikvangur og byggður var nas- istum til dýrðar fyrir Ólympíu- leikana árið 1936. „Þetta er mín frægðar- fantasía. Hugmyndin er sú að ég keyri um hlapabrautina í hesta- kerru, svona eins og Róm- verjarnir voru með, og spili teknó fyrir áhorfendur.“ ■ Menn ranka við sér á dansgólfinu DJ MUSICIAN Pétur Eyvindsson, öðru nafni dj musician, fagnar útkomu fyrstu plötu sinnar á Kaffi List í kvöld. ■ TÓNLEIKAR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.