Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 57
FÖSTUDAGUR 22. október 2004 Mister O eftir Lewis Trondheim er þögul myndasaga (þ.e.a.s. það er enginn texti í henni) um lítinn hnöttóttan kall sem heitir Mr. O. Líklega vegna þess að hann er hnöttóttur. Ekki vitum við hvaðan Mr. O kemur. Eða hvert hann er að fara. Það eina sem við vitum er að Mr. O þarf nauðsynlega að komast yfir stærðarinnar gljúfur sem á leið hans verður. Mr. O er of lítill til að geta hoppað yfir gljúfrið, þannig að nú reynir á litla hnöttót- ta heilann hans. Á hverri síðu í þessari ofurein- földu bók sjáum við mismunandi tilraun söguhetjukrílisins til að komast yfir gljúfrið. Alltaf mis- tekst honum greyinu. En alltaf flettir maður á næstu síðu til að sjá hvað hann reynir næst og hvort honum takist það hugsan- lega að þessu sinni. Og þó svo að maður haldi með honum og vilji að honum takist þetta, þá hlær maður nánast alltaf þegar hann hrapar niður í gljúfrið og deyr. En eins og margar góðar tvívíðar skrípafígúrur birtist Mr. O sprell- lifandi á næstu síðu, tilbúinn í slaginn. Hér er á ferðinni sami frásagnarháttur og er notaður í Road Runner teiknimyndunnum frá Warner Bros. Teiknimyndir sem, meðan ég man, eru sýndar allt of sjaldan hér á landi. Lewis Trondheim er einn af helstu húmoristum myndasögu- geirans í dag. Hann á að baki sög- urnar Hoodoodad og Harum Skar- um sem eru bráðfyndnar hryll- ingsráðgátur. Bækur Trondheims eiga það sameiginlegt að þær fá mann til að hlæja upphátt. Teiknistíll hans er einfaldur, og þá sérstaklega í Mr. O þar sem allar fígúrur eru varla flóknari en broskarlar. En þar liggur einmitt snilldin. Hann dregur hinar ólík- legustu tilfinningar úr minimal- ísku andliti trítilsins okkar og ekki er laust við að maður vor- kenni honum þegar nær enda dregur. Hugleikur Dagsson Um og Ó MISTER O Niðurstaða: Bækur Trondheims eiga það sam- eiginlegt að þær fá mann til að hlæja upphátt. Teiknistíll hans er einfaldur, og þá sérstaklega í Mr. O þar sem allar fígúrur eru varla flóknari en broskarlar. [ MYNDASÖGUR ] UMFJÖLLUN J-Lo með tvennu Jennifer Lopez hefur lýst því yfir að hún ætli ekki að taka upp dúett með eiginmanni sínum Marc Ant- hony. Söngkonan segist ekki vilja syngja lag með þriðja eiginmanni sínum en segist sátt við að hann ætli að stýra upptökum á næstu plötu. Það er mikið fram undan hjá J-Lo þar sem hún hefur lýst því yfir að ekki ein heldur tvær plötur séu væntanlegar frá henni. „Ég ætla að gefa eina út á ensku og eina á spænsku. Þetta er fyrsta spænska platan mín og ég er mjög spennt yfir henni. Ég held að ég hafi þroskast mest við að gera þessa plötu, frá því að ég byrjaði í tónlistarbransanum. Marc stýrir upptökum á spænsku plötunni en það eru engir dúettar á þeirri plötu.“ Seinast þegar Jennifer vann með unnusta sínum, sem þá var Ben Affleck, endaði það með hörmungum í myndinni Gigli en sú mynd floppaði algjörlega. - sra ■ FÓLK JENNIFER LOPEZ Segist ekki ætla að syngja dúett með eiginmanni sínum Marc Anthony.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.