Fréttablaðið - 25.10.2004, Qupperneq 1
Sv hornið og Akureyri
Me›alnotkun fjölmiðla
Konur
Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups mars og ágúst '04
Meðallestur dagblaða.
Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi.
Uppsafnað yfir viku í tímaritum.
● með nýrri stúku
Eggert Magnússon:
▲
SÍÐA 20
Lofar ódýrari
miðum
● þreyttir krakkar
Kennaraverkfall:
▲
SÍÐA 30
Fullar félags-
miðstöðvar
● aðfaranótt fimmtudags
Stjörnuskoðunarfélag:
▲
SÍÐA 30
Tunglmyrkvi
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
MÁNUDAGUR
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
OG ENN ER HANN AÐ NORÐAN...
Með dálitlum éljum norðanlands en
nokkuð björtu syðra. Sjá síðu 4
25. október 2004 – 292. tölublað – 4. árgangur
● hús ● fasteignir
Endurbyggir
Klapparstíg 11
Friðbert Friðbertsson:
SÍF KAUPIR Í FRAKKLANDI SÍF
kaupir franskt fyrirtæki fyrir 29 milljarða
króna. Um leið hættir félagið starfsemi í
Bandaríkjunum. SÍF framtíðarinnar er evr-
ópskur matvælarisi á sviði kældra matvæla.
Félagið verður endurfjármagnað frá grunni.
Sjá síðu 2
VERÐUR ÁFRAM Á SJÚKRAHÚSI
Íslendingur fékk sprengjubrot í fót og neðri
hluta líkamans við sprengjuárásina í Kabúl.
Skrifstofustjóri Íslensku friðargæslunnar,
segir ekki meiri ógn þó Íslendingarnir séu
klæddir sem hermenn. Sjá síðu 4
STJÓRNLAUSAR LEYFISVEITING-
AR Brotalamir eru á leyfisveitingum til
fiskeldisstöðva. Kerfið þykir mjög flókið og
hægvirkt. Fyrirtæki nýta sér gloppur í kerf-
inu til að minnka kostnað. Sjá síðu 6
HESTURINN SLÆR Í GEGN Íslenski
hesturinn sló í gegn á stórsýningu og
keppni í Bretlandi, að sögn Jónasar R. Jóns-
sonar, umboðsmanns íslenska hestsins.
Sjá síðu 8
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
Kvikmyndir 30
Tónlist 30
Leikhús 30
Myndlist 30
Íþróttir 22
Sjónvarp 32
SPRENGJUÁRÁS Eyrún Björnsdóttir,
eiginkona Stefáns Gunnarssonar,
íslenska friðargæsluliðans sem
slasaðist í Kabúl á laugardag,
segist hafa það þokkalegt eftir að
hún náði í Stefán og gat talað við
hann. Sprengjuárásin átti sér
stað á laugardagsmorgun en hún
náði ekki tali af honum fyrr en í
fyrrinótt.
Eyrún segir að tekin verði
ákvörðun í vikunni um hvort Stef-
án verði sendur heim. „Ég vonast
til þess að hann komi bara heim,“
sagði Eyrún í viðtali við Frétta-
blaðið í gær. Stefán og Eyrún eiga
tvö börn, tíu ára gamla stelpu og
sextán ára strák, og segir hún þau
sakna pabba síns mikið og hafa
áhyggjur af honum.
„Mér fannst þetta heldur
óraunverulegt á laugardaginn.
Mér varð alvarleikinn ljós þegar
ég sá fréttirnar um kvöldið,“
sagði Eyrún. Afgönsk stúlka og
bandarísk kona létust í árásinni.
Stefán fékk sprengjubrot í fót og
neðri hluta líkama og slasaðist
mest þriggja Íslendinga sem
urðu fyrir sprengjuárásinni. ■
KJARADEILA Samninganefndir
grunnskólakennara og sveitar-
félaganna funda með Halldóri Ás-
grímssyni forsætisráðherra
klukkan tíu fyrir hádegi. Ráð-
herra verða kynnt sjónarmið
deilenda og farið verður yfir stöð-
una. Óvíst er hvort ræddar verði
hugmyndir um að vísa deilunni í
gerðardóm.
Lára V. Júlíusdóttir, hæstarétt-
arlögmaður og sérfræðingur í
vinnudeilum, telur gerðardóm
koma til greina. „En niðurstaða
dómsins færi náttúrlega eftir því
uppleggi sem hann fengi,“ sagði
hún og benti um leið á þann mögu-
leika að ríkissáttasemjari legði
fram miðlunartillögu. „Slík tillaga
yrði þá lögð undir alla félags-
menn, ekki bara samninganefnd-
ina. Ég hef hins vegar ekki heyrt
neinn nefna miðlunartillögu í
þessu sambandi, en það er vafa-
laust vegna þess að sáttasemjari
telur það alveg vonlaust.“ Lára
taldi ólíklegt að lög yrðu sett á
verkfallið, bæði hefði þjóðin feng-
ið ofanígjafir frá Alþjóðavinnu-
málastofnuninni fyrir slík afskipti
og slík afgreiðsla gæti orðið tíma-
frek í þinginu. „En ef menn eru í
alvöru að hugsa um einhverja
kjaradómsleið sýndist manni að
þeir ættu að reyna að setjast niður
og velta fyrir sér forsendum.“
Eiríkur Jónsson, formaður
Kennarasambands Íslands, segir
hugmyndir um gerðardóm ekki
hafa verið ræddar í hópi kennara.
Hann vill ekki útiloka þá leið en
bendir á að huga þurfi að mörgu.
„Til dæmis hvort dómurinn á að
taka á öllum pakkanum eða bara
launaliðnum. Forsendurnar sem
dómnum yrði gert að starfa eftir
liggja ekki fyrir,“ segir hann.
Samninganefnd kennara fundar
klukkan eitt, en að sögn Eiríks
hafði verið boðað til þess fundar
áður en forsætisráðherra boðaði
deilendur til sín.
Birgir Björn Sigurjónsson, for-
maður samninganefndar sveitar-
félaganna, sagðist ekki hafa miklar
væntingar til fundarins með for-
sætisráðherra og taldi hann frekar
til upplýsingar fyrir ráðherra. Þá
átti hann ekki sérstaklega von á að
gerðardómsleiðina bæri á góma.
„Mér sýnist sú umræða meira í
fjölmiðlum,“ segir hann, en leiðin
hefur ekki verið rædd á vettvangi
sveitarfélaganna. „Sjálfur hefði ég
ekki haldið að þetta væri fær leið.
Oftar en ekki þýðir gerðardóms-
leið að að minnsta kosti annar
deilenda er óánægður, ef ekki báð-
ir,“ segir hann og telur að ekki yrði
síður flókið að ná saman um for-
skrift til kjaradóms en um forsend-
ur kjarasamnings. - óká
Gerðardómur ófær nema
deilendur komi sér saman
Kennarar útiloka ekki gerðardóm en formaður launanefndar sveitarfélaganna telur þá leið
ólíklega til árangurs. Forsætisráðherra hefur boðað deilendur til fundar og kennarar funda
sjálfir. Lög á deiluna eru talin ólíkleg.
GLAÐST YFIR BOLTANUM Áhangendur Manchester United fögnuðu innilega seinna marki liðsins í leikslok gegn Arsenal á veitinga-
staðnum Ölveri í Glæsibæ í gær. Manchester United vann leikinn 2-0 á Old Trafford-leikvanginum.
SÍF kaupir Labeyrie:
29 milljarða
króna kaup
VIÐSKIPTI Lokafrágangur á kaupum
SÍF á franska matvælafyrirtækinu
Labeyrie fyrir 29 milljarða króna
var unninn um helgina. Samkvæmt
kaupverðinu er Labeyrie fjórum
sinnum dýrara fyrirtæki en SÍF.
Samhliða kaupunum var tekin
ákvörðun um sölu á dótturfélagi SÍF
í Bandaríkjunum og fjórðungshlut
SÍF í Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna. Labeyrie framleiðir kældar
matvörur fyrir smásölu. Helstu
framleiðsluvörur eru reyktur lax,
andalifur og rússneskar pönnukök-
ur og smurréttir. Fyrirtækjaráðgjöf
KB banka sá um kaupin á Labeyrie.
SÍF verður í kjölfarið endurfjár-
magnað að fullu með nýju sam-
bankaláni og 21 milljarðs hlutafjár-
aukningu. KB banki hyggst fjár-
festa í félaginu fyrir rúma fimm
milljarða króna. Sjá síðu 2
EINELTI TIL UMRÆÐU Klukkan
12.15 í dag flytur Ragnar Ólafsson fyrirlest-
urinn „Viðbrögð þolenda við einelti í skól-
um og á vinnustað“ á vegum Rannsókna-
stofnunar í hjúkrunarfræði við Háskóla Ís-
lands. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu
103 í Eirbergi við Eiríksgötu 34 í Reykjavík.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
Eyrún Björnsdóttir, eiginkona Stefáns Gunnarssonar:
Varð alvarleikinn ljós í kvöldfréttum
STEFÁN GUNNARSSON
Eiginkona Stefáns varð rólegri þegar hún
heyrði í Stefáni í fyrrinótt. Hún segir hann
hafa borið sig þokkalega vel.