Fréttablaðið - 25.10.2004, Page 6

Fréttablaðið - 25.10.2004, Page 6
6 25. október 2004 MÁNUDAGUR Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri á Raufarhöfn: Hærri laun kennara draga úr þjónustu KJARADEILA Verði gengið að ítrustu kröfum kennara verður að skera niður þjónustu á móti, segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitar- stjóri á Raufarhöfn, um stöðu sveitarfélagsins til að mæta hækkandi launum kennara. Guðný Hrund segist helst sjá leið- ir með því að hætta eða draga úr tónlistarkennslu eða hafa íþrótta- húsið minna opið en nú er. Miklar aðhaldsaðgerðir hafa verið á Raufarhöfn og hafa þær líka beinst gegn skólastarfi. „Það var ekki annað hægt,“ segir sveitarstjórinn. „Það eru engir peningar til og þess vegna verð- um við að skera niður til að mæta auknum útgjöldum. Á eftir kenn- urum koma leikskólakennarar og aðrir starfsmenn. Ég hef ekki miklar áhyggjur. Þegar þessu lýk- ur kemur í ljós hver vandinn verð- ur og við honum verður brugðist.“ Guðný Hrund segir verkfall kennara ekki eins þungbært í fá- menninu þar sem krakkarnir hafa greiðari aðgang að foreldrunum vegna þess hve stutt er á milli heimila og vinnu. - sme Stjórnleysi í útgáfu leyfa til fiskeldis Brotalamir eru á leyfisveitingum til fiskeldisstöðva. Kerfið þykir mjög flók- ið og hægvirkt. Fyrirtæki nýta sér gloppur í kerfinu til að minnka kostnað. FISKELDI Einungis 40 prósent starf- andi fiskeldisstöðva eru með rekstrarleyfi og af 83 starfandi stöðvum virðast aðeins 70 vera með starfsleyfi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Valdimars Inga Gunnarssonar um stöðu og framtíðaráform í íslensku fisk- eldi. Skýrslan var unnin fyrir landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðuneytið. Ástæðan fyrir þessum brota- lömum er að leyfisveitingakerfið er bæði flókið og hægvirkt, segir í skýrslunni. Dæmi eru um að um- sóknir hafi verið í vinnslu í meira en ár. Valdimar Ingi telur að ís- lenska kerfið sé flóknara en kerf- ið í Noregi, Kanada og Skotlandi. Telur hann þetta meðal annars stafa af því að starfsleyfi og rekstrarleyfi eru aðskilin og að þrjú ráðuneyti, fjórar stofnanir og heilbrigðiseftirlit sveitarfélag- anna komi við sögu við leyfisveit- ingarnar. Komið hafa upp vandamál vegna þess hversu kerfið er flók- ið. Í Rauðuvík í Eyjafirði sóttu til dæmis tvö fyrirtæki um starfs- leyfi á sama svæði til tveggja mis- munandi stofnana. Brim fiskeldi ehf. sótti um leyfi hjá Umhverfis- stofnun en Norðurskel ehf. til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Valdimar Ingi segir einnig dæmi um að stofnanir biðji um mismunandi gögn áður en þau gefi út starfsleyfi og það verði að teljast óeðlilegt. Ódýrara er að sækja um starfsleyfi fyrir eldi undir 200 tonnum og hefur það haft þær af- leiðingar að sums staðar hafa fyrirtæki sótt um starfsleyfi fyr- ir nokkrar 200 tonna fiskeldis- stöðvar í sama firðinum. Þannig hafa fyrirtæki komist hjá því að borga hærra gjald og kostnað við að tilkynna framkvæmd til Skipulagsstofnunar. Til þess að bæta úr þessari stöðu leggur Valdimar Ingi til að eitt fagráðuneyti hafi yfirumsjón með útgáfu leyfa til fiskeldis. Telur hann að þannig sé hægt að tryggja markvissari stjórnun, samhæfingu og yfirsýn. Einnig leggur hann til að útbúinn verði leiðbeiningarbæklingur til að staðla og samræma umsóknar- ferlið. Að lokum telur hann brýnt að gera viðeigandi laga- og reglu- gerðarbreytingar til að auðvelda skipulagningu strandsvæða. trausti@frettabladid.is KOMNIR HEIM Rússinn Gennady Padalka, til vinstri, og Bandaríkjamaðurinn Mike Fincke brosandi skömmu eftir komuna til jarðar. Rússneskt geimfar til jarðar: 6 mánaða dvöl lokið KAZAKHSTAN, AP Rússneska geim- farið Sojúz, með Rússa og Bandaríkjamann innanborðs, lenti í Kasakstan í gær eftir sex mánaða dvöl í geimnum. Geimfaranir, sem heita Gennady Padalka og Mike Fincke, voru við störf í alþjóð- legu geimstöðinni en þeir hófu för sína þangað í apríl síðast- liðnum. Fóru þeir meðal annars í fjórar geimgöngur. Einn Rússi til viðbótar var með í heimferð- inni, en hann hafði dvalið átta daga í geimstöðinni. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ MIÐ-AUSTURLÖND VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða bílategund er vinsælust meðalbílaþjófa í Reykjavík? 2Hvaða dag var „kvennafrídagurinnmikli“? 3Hvenær er áætlað að taka nýjan ogbetri Laugardalsvöll í notkun? Svörin eru á bls. 30 Fuglaflensa í Belgíu: Smitaðir ernir fundust BELGÍA, AP Belgíska lögreglan handtók í gær taílenskan mann sem reyndi að smygla inn í landið tveimur örnum sem voru smitaðir af hinni skæðu fuglaflensu. Heilbrigðisyfirvöld í landinu telja að maðurinn sé í smithættu en ekki er talið að hann nái að smita annað fólk. Fólk sem var í sömu flugvél og hinir smituðu fuglar hefur verið hvatt til að fara í læknisskoðun. Alls hafa rúmlega 30 manns látist af völdum fuglaflensu í Taílandi og Víetnam. ■ BÍLVELTA VIÐ KÁRAHNJÚKA Bíll valt á Fljótsdalsheiði á Kára- hnjúkavegi í hálku um hálfníuleyt- ið á sunnudagsmorgun. Bíllinn var pick-up jeppi og voru tveir farþeg- ar fluttir á sjúkrahúsið á Egilsstöð- um til eftirlits en ekki lítur út fyrir að þeir hafi hlotið alvarlega áverka. Ökumaður og farþegar voru erlendir starfsmenn við framkvæmdirnar við Kárahnjúka. BÍLVELTA NÆRRI BÚÐARDAL Bíl- velta varð um hádegisbil á sunnu- dag við Stóra-Vatnsholt í Hauka- dal. Hálka var á veginum og varð til þess að ökumaður missti stjórn á bifreiðinni. Fimm voru í bílnum, tveir fullorðnir og þrjú börn og voru sem betur fer allir í bílbelt- um. Ökumaðurinn var fluttur til Reykjavíkur og var talið að hann hefði hlotið háls- eða bakáverka. REIÐUR BALLGESTUR GISTIR FANGAGEYMSLUR Drukkinn ball- gestur á fyrsta vetrardagsballi í Dalabúð í Búðardal var ekki alls kostar sáttur við að ballinu skyldi ljúka og hafði mikinn hug á að tuskast við lögregluna, sem sá sér þann kost vænstan að stinga hon- um í fangageymslur til morguns. Maðurinn svaf af sér skapofsann og mun hafa vaknað í sólskins- skapi og var hann þá sendur heim. Mansal á Grikklandi: Handtökur vegna vændis AÞENA, AP Lögreglan í Grikklandi hefur handtekið sex manns úr tveimur vændishringjum fyrir mansal. Fólkið er sakað um að hafa smyglað stúlkum frá Litháen og Rússlandi til landsins og neytt þær til að stunda vændi. Annar vændishringurinn var starfræktur í höfuðborginni Aþenu og á ferðamannastaðnum Ródos. Hinn var eingöngu starfræktur í Aþenu. Talið er að þúsundir ungra kvenna, flestar frá austurhluta Evr- ópu, séu fluttar með ólöglegum hætti til Grikklands á hverju ári. Stúlkurnar eru ginntar yfir með lof- orði um lögmæta atvinnu. ■ FISKELDI Á AUSTFJÖRÐUM Ódýrara er að sækja um starfsleyfi fyrir eldi undir 200 tonnum. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi sótt um starfsleyfi fyrir nokkrar 200 tonna fiskeldisstöðvar í sama firðinum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ELDFLAUGARÁRÁS Einn særðist þegar Ísraelar skutu eldflaug á hóp Palestínumanna í Khan Youn- is-flóttamannabúðunum á suður- hluta Gazasvæðisins. ARAFAT MEÐ FLENSU Erlendir læknar segja að Jasser Arafat, leiðtogi Palestínu, sé með flensu. Arafat veiktist í síðustu viku og óttuðust margir að hann væri orðinn alvarlega veikur. Svo reyndist ekki vera og er hann nú á batavegi. GUÐNÝ HRUND KARLSDÓTTIR Henni þykir kennarar ekki hafa mikla sam- úð meðal fólks. SPRENGJUÁRÁS „Það er alltaf slæmt að heyra af mannfalli og slysför- um, hvort sem það eru Íslending- ar eða útlendingar sem eiga í hlut,“ segir Stefán Pálsson, for- maður Félags herstöðvaandstæð- inga, um sjálfsmorðsárásina í Kabúl þar sem þrír Íslendingar særðust. Stefán segir umfjöllun um þetta í erlendum miðlum sýna að íslenska friðargæslan sé ekkert annað en vísir að íslenskum her. Friðargæsluliðar klæða sig og hegða sér sem her og vinnur innan um hermenn annarra þjóða. „Þetta má ekki heita her hérna heima, það stendur eitthvað í mönnum. Enda er það mjög sér- stakt að ríkisstjórn Íslands hafi tekið jafn afdrifaríka ákvörðun eins og að koma upp einhvers konar ígildi hers án þess að um það hafi farið fram nokkur um- ræða á þingi eða í samfélaginu,“ segir Stefán. Hann segir að verið sé að kalla hlutina röngum nöfn- um og því hafi alþjóðlegar hjálp- arstofnanir og samtök verið að vara við. Þannig sé verið að gera raunverulegt hjálparstarf og frið- argæslu hættulegri. Skýr skil verði að vera á milli friðargæslu og hjálparstarfs og herliðs. - hrs Stefán Pálsson um íslensku friðargæsluna: Ekkert annað en vísir að her STEFÁN PÁLSSON Stefán segir sérstakt að ríkisstjórn Íslands hafi tekið jafn afdrifaríka ákvörðun eins og að koma upp einhvers konar ígildi hers án þess að um það hafi farið fram nokkur umræða á þingi eða í samfélaginu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.