Fréttablaðið - 25.10.2004, Síða 10

Fréttablaðið - 25.10.2004, Síða 10
25. október 2004 MÁNUDAGUR – hefur þú séð DV í dag? Landsbankinn sóaði slysa- bótunum mínum í deCode – Öryrki eftir þungt höfuðhögg – Treysti á ráð Landsbankans – Bankinn stórgræddi á Hinriki Um helgina var haldin á Þingvöll- um ráðstefna Norræna samvinnu- ráðsins í málefnum fólks með þroskahömlun. Sérstök áhersla var lögð á stöðu fólks með þroska- hömlun í þróunarríkjum, en þar líður þessi hópur fólks víða mik- inn skort. Halldór Gunnarsson, formaður Þroskahjálpar, segir hinar Norðurlandaþjóðirnar standa framarlega í þróunaraðstoð en nú sé komið að Íslendingum að sýna samstöðu í verki. „Fatlað fólk, þroskahamlaðir og fjölskyldur þeirra í þriðja heiminum eru sá hópur fólks sem er verst settur í heiminum. Við viljum vekja athygli á skyldum Ís- lendinga, því ef við ætlumst til að aðrir styðji okkur í okkar baráttu verðum við að gefa eins og við getum til annarra,“ segir hann. Sérstakur gestur á ráðstefn- unni nú var Diane Richler, forseti Inclusion International, sem er heimssamband systursamtaka Landssamtakanna Þroskahjálpar. - þlg Þróunaraðstoð: Íslendingar gefi meira HÓTEL VALHÖLL Ráðstefna Norræna samvinnuráðs- ins í málefnum fólks með þroska- hömlun fór fram á Hótel Valhöll á Þingvöllum um helgina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Nú þegar átta dagar eru tilkosninga í Bandaríkjunumríkir enn mikil spenna um hver muni halda um stjórnvölinn í valdamesta ríki heims næstu fjög- ur árin. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um stríðið í Írak og það hvor frambjóðendanna sé betur til þess fallinn að vernda Bandaríkin gegn hryðjuverkum. Þrátt fyrir mun á málflutningi frambjóðendanna í þessum málum má telja líklegt að forsetakjörið ráði meiru um framvindu ýmissa innanríkismála en hvernig málum vindur fram í Írak. Frambjóðendurnir tveir eru með ólíka sýn í skattamálum og boða ólíkar lausnir í atvinnumál- um. Þá eru þeir ósammála um hvernig taka eigi á því að 45 milljónir manna njóta ekki sjúkratrygginga. Einna mestur er þó munurinn þegar kemur að afstöðu þeirra til dauðarefsinga og fóstur- eyðinga, tveggja málefna sem hafa löngum valdið deilum í Bandaríkjunum. ■ Umdeildar skattalækkanir Ef undan er skilin innrásin í Írak og stríðið gegn hryðju- verkum hefur skattalækkanir borið einna hæst í stjórnar- tíð George W. Bush. Hann segir að skattalækkanirnar hafi verið nauðsynlegar til að koma efnahagslífinu af stað eftir mikinn samdrátt, fyrir utan að peningunum sé betur komið hjá einstaklingunum sem vinna fyrir þeim heldur en stjórnmálamönnum. John Kerry hefur gagn- rýnt skattalækkanir Bush harkalega og segir þær fyrst og fremst gagnast þeim ríku og að auki hafi verið óábyrgt að lækka skatta við núverandi kringumstæður því það eigi þátt í mesta fjárlagahalla í sögu Bandaríkjanna. Hann segist því ætla að afturkalla skattalækkanir á alla þá sem hafa meira en 200 þúsund dollara, eða fjórtán milljónir króna, í laun á ári. BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING FORSETAKOSNINGAR Í BANDARÍKJUNUM Á öndverðum meiði um dauðarefsingar Bush var um sex ára skeið ríkisstjóri í Texas, því ríki Bandaríkjanna þar sem flestar aftökur eiga sér stað. Hann er fylgjandi þeim og náðaði engan þeirra dauða- dæmdu manna sem áfrýjuðu málum sínum. Kerry er andvígur dauðarefsingum nema ef um hryðjuverka- menn er að ræða og segir ævilangt fangelsi þyngri refs- ingu en dauðadóm. Hann vill fresta aftökum meðan rannsakað er hvernig dauðarefsingunni hefur verið beitt. Hjónaböndin umdeildu Þegar Hæstiréttur Massachusetts, heimaríki Kerrys, úrskurð- aði að lög sem bönnuðu hjónabönd samkynhneigðra stöng- uðust á við stjórnarskrá ríkisins varð réttindabarátta samkyn- hneigðra að einu helsta deilumáli Bandaríkjamanna. Bush er andvígur hjónaböndum samkynhneigðra og með- mæltur því að breyta stjórnarskránni svo þau verði bönnuð alls staðar í Bandaríkjunum. Hann er andvígur því að sam- kynhneigðir fái að ættleiða börn. Kerry er andvígur hjónaböndum samkynhneigðra en andvíg- ur stjórnarskrárbreytingunni og segir réttast að hvert og eitt ríki ráði þessu. Hann vill annað sambúðarform sem tryggir samkynhneigðum pörum stærstan hluta þeirra réttinda sem hjón njóta. GEORGE W. BUSH Bandaríkjaforseti hefur keppst við að lýsa keppinauti sínum sem vinstrisinnaðri eyðslukló. JOHN KERRY Forsetaefni demókrata hefur sakað forsetann um að ana út í stríð og hyggja ekki nóg að störfum fólks. Þvers og kruss í félagsmálum Þrátt fyrir að George W. Bush og John Kerry hafi deilt hvað harðast um stríðið í Írak og atvinnumál kemur munurinn á þeim einna best í ljós þegar litið er til afstöðu þeirra til ýmissa félags- og réttlætismála.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.