Fréttablaðið - 25.10.2004, Qupperneq 13
13MÁNUDAGUR 25. október 2004
www.sonycenter.is Sími 588 7669
Skýrari mynd en þú
átt að venjast!
*Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard
skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist
með jöfnum greiðslum yfir samningstímann.
Digital Comb Filter
tryggir að þú sérð öll
smáatriðin í myndinni
skýrar. Sjáðu muninn.
Mynd í mynd.
Þú horfir á tvær
stöðvar í einu, og
missir ekki af neinu.
Borð í kaupbæti
sem er hannað undir
sjónvarpstækið að
andvirði 24.950.
32” Sony sjónvarp KV-32CS76
• 100 Hz Digital Plus • 3 Scart tengi
• Stafræn myndleiðrétting (DNR)
• Virtual Dolby Surround BBE
• Forritanleg fjarstýring fylgir
12 mánaða greiðslur
vaxtalaust.
Þú veist hvað þú borgar
mikið á mánuði.
Verð 131.940 krónur
eða 10.995 krónur á mánuði vaxtalaust*
32”
VINSÆLDIR Baldur Jónsson, markaðs-
stjóri Mjólkursamsölunnar, segir
sölu á skyr.is drykknum hafa farið
af stað með miklum hvelli og hefur
drykkurinn slegið út aðrar vörur
fyrirtækisins hvað viðkemur góð-
um viðtökum. Ekki hefur tekist að
anna eftirspurn, sem er langt um-
fram áætlanir og er drykkurinn
víða uppseldur í verslunum.
Ástæðuna fyrir viðtökunum
segir Baldur vera vel heppnaða
vöru auk þægilegra umbúða og að
drykkurinn sé afurð beint frá
skyr.is sem hefur verið gríðarlega
vinsælt. Nú í byrjun vikunnar
stefnir í að umbúðir undir drykk-
inn klárist en í síðustu viku var
bilið brúað með því að fljúga með
umbúðirnar til landsins frá
Hollandi. Baldur segir umbúðir
vinsælla vörutegunda vera fram-
leiddar á Íslandi en áður en vin-
sældir koma í ljós eru umbúðirnar
framleiddar í útlöndum. Reykja-
lundur framleiðir fjölda umbúða
fyrir Mjólkursamsöluna og má
búast við að umbúðir fyrir nýja
drykkinn verði framleiddar þar
innan skamms. ■
HELTEKINN AF SORG
Eduard Shevardnaze, fyrrverandi forseti
Georgíu, var heltekinn af sorg við jarðarför
eiginkonu sinnar, Nanuli, í borginni Tíblisi í
gær. Hún lést á miðvikudag eftir veikindi.
SEÐLAR SKOÐAÐIR
Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna skoða
kosningaseðla í Afganistan, en uppi eru
ásakanir um að brögð hafi verið í tafli.
Kosningar í Afganistan:
Karzai forseti
KABÚL, AP Hamid Karzai, leiðtogi
bráðabirgðastjórnar Afganistans,
verður að öllum líkindum næsti
forseti landsins. Verður hann þar
með sá fyrsti sem kosinn er í
Afganistan með lýðræðislegum
hætti. Fyrstu tölur bentu í gær til
að um yfirburðasigur hans væri
að ræða.
Helstu andstæðingar Karzai í
kosningunum hafa haldið því
fram að brögð hafi verið í tafli og
lagt fram kvartanir til kosninga-
stjórnar í landinu. Verður hún að
störfum í einhverja daga í viðbót
til að kanna ásakanirnar. Ekki
verður því hægt að tilkynna um
nýjan forseta fyrr en að aflokinni
rannsókn. ■
COLIN POWELL
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræðir um
kjarnorkumál við Norður-Kóreumenn.
Kjarnorkumál N-Kóreu:
Samninga-
ferlið í upp-
lausn
JAPAN, AP Norður-Kóreumenn hóta
að rifta með öllu samningaferli
um kjarnorkuáætlun landsins ef
Bandaríkjamenn ganga ekki að
skilmálum þeirra.
Sex lönd sitja saman við samn-
ingaborð, þar á meðal Suður-Kórea,
Japan og Kína. Colin Powell, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, var í
Japan um helgina þar sem ætlunin
var að ræða samningaferlið sem
fram undan er.
Ekki hefur verið fundað í deil-
unni um kjarnorkuáætlun Norður-
Kóreu lengi, þrátt fyrir áætlanir
um samningafund í síðasta mán-
uði. Bandaríkjamenn krefjast
þess að Norður-Kóreumenn láti
með öllu af meintum kjarnorku-
vopnaáætlunum sínum. ■
Sala skyr.is drykksins fór af stað með hvelli:
Skyr.is drykkurinn víða uppseldur
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
ÞRÁINN PÉTURSSON, SÖLUFULL-
TRÚI MJÓLKURSAMSÖLUNNAR
Umbúðir fyrir skyr.is drykkinn eru
framleiddar af hollensku fyrirtæki en
búast má við að Reykjalundur fram-
leiði umbúirnar innan skamms.