Fréttablaðið - 25.10.2004, Page 14

Fréttablaðið - 25.10.2004, Page 14
14 25. október 2004 MÁNUDAGUR HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SESSELJA MAGNEA MATTHÍASDÓTTIR „Það kemur fyrir að fólk hringir hingað og vill koma á framfæri sínu hugmynd- um um hvernig leysa eigi kennaradeil- una,“ segir Sesselja Magnea Matthías- dóttir, sem hefur ýmis störf með hönd- um hjá Ríkissáttasemjara, meðal annars að svara í síma og hella upp á könnuna fyrir þaulsætnar samninganefndir. „Ann- ars eru það mest fréttamenn sem hringja hingað til að athuga hvernig við- ræðurnar gangi,“ segir hún. „Ég get trúað að það fari að minnsta kosti 2-3 kaffipakkar hérna á góðum degi, stundum meira. En eftir að vatns- vélin var sett upp hérna hefur kaffi- drykkjan minnkað. Það segir sig sjálft að vatnið er miklu hollara fyrir fólk heldur en kaffið. Hefur ekki kaffidrykkj- an alltaf orsakað streitu?“ Maggý, eins og hún er alltaf kölluð, seg- ir að kakóið sé líka mjög vinsælt hjá fólkinu sem sækir ríkissáttasemjara heim. Þá sé einnig boðið upp á vélar- kaffi, svart eða með mjólk. En uppáhell- ingur með gamla laginu verði líka að vera til staðar. „Auðvitað skapast ósjálfrátt spenna í loftinu ef samningaviðræður eru á við- kvæmu stigi. En maður vill helst standa fyrir utan það. Okkur tekst það ágæt- lega.“ Maggý er að byrja sitt áttunda starfsár hjá Ríkissáttasemjara 1. nóvember. „Ég kann alltaf jafn vel við þetta starf. Hér er alltaf eitthvað um að vera, þótt hér séu ekki samningafundir. Þá er bara unnið í einhverju öðru. Hér liggur alltaf nóg fyrir.“ -jss Fimmtán hendur á loft Meiri- og minnihlutar í stjórnmálum koma sér sjaldnast saman um mál. Í atkvæða- greiðslum er vaninn að meirihluti felli flest sem frá minnihlutanum kemur og minnihlutinn segir oftast nei eða situr hjá þegar kosið er um tillögur meirihlutans. SVEITARSTJÓRNARMÁL Gjörvöll borg- arstjórn Reykjavíkur var sam- mála á fundi sínum á þriðjudag og heyrir það til sérstakra tíðinda þar sem yfirleitt er gjá, jafnvel hyldjúp, á milli andstæðra fylk- inga á þeim bænum. Borgarfull- trúarnir fimm- tán greiddu allir sem einn atkvæði með tillögu um áskorun til rík- isstjórnarinn- ar um að vinna í góðu sam- starfi við sveitarfélögin að því að efla t e k j u s t o f n a þeirra. Upp- haflega bar M a r g r é t Sverrisdóttir, Frjálslynda flokknum og óháðum, tillöguna fram en Árna Þór Sig- urðssyni, Reykjavíkurlistanum, þótti ástæða til að umorða hana og í kjölfar þess var hún samþykkt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, segir það koma fyrir nokkrum sinnum að allir séu sammála í borgarstjórn og rifjar upp að fyrir um tveimur árum hafi meiri- og minnihluti sam- þykkt tvær tillögur hans sjálfs, annars vegar um opnun sjóminja- safns í borginni og hins vegar um að borgin félli frá kauprétti á félagslegum íbúðum á fyrir fram ákveðnu verði. Í staðinn fá selj- endur markaðsverð fyrir íbúðirn- ar. „Það er nú ekki alltaf bullandi ágreiningur,“ segir Vilhjálmur og bendir að auki á að innan nefnda og ráða borgarinnar, t.d. í borgar- ráði, séu mál oft afgreidd ein- róma. Engu að síður heyrir til undantekninga að mál séu af- greidd með fimmtán samhljóða atkvæðum í borgarstjórninni sjálfri og þurfti Vilhjálmur t.d. að fara tvö ár aftur í tímann til að rifja upp það skipti sem það gerð- ist síðast. En ekki eru allir alltaf á móti, oft kjósa stjórnarandstæð- ingar að sitja hjá. „Við gerum það þegar þurfa þykir, t.d. í málum sem varða fjármál, þau eru þá al- gjörlega á ábyrgð meirihlutans. Þetta tíðkaðist líka þegar við sjálfstæðismenn vorum í meiri- hluta, þá sat minnihlutinn oft hjá,“ segir borgarfulltrúinn. -bþs VETURINN KOMINN Sjö stiga frost var á Hveravöllum á hádegi í gær en vindur hægur. Í fyrsta sinn í langa tíma er fylgst með veðrinu þar um slóðir með sjálfvirkum hætti. Hveravellir eru í 641 metra hæð yfir sjávarmáli. 29 AF BÆ 29 þingmenn sáu ekki ástæðu til að vera við atkvæða- greiðslu þegar fyrstu og einu lög þess þings sem nú stendur yfir voru samþykkt. Fjalla þau um varnir gegn mengun hafs og stranda. Gildi jafnréttislaga Fanný Gunnarsdóttir Formaður Jafnréttisráðs Gerð jafnréttisáætlana Ingunn H. Bjarnadóttir Sérfræðingur á Jafnréttisstofu Jafnréttisáætlanir á markaði María Ágústsdóttir Viðskiptalögfræðingur Fyrirtæki og jafnrétti Ragnar Árnason Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins Jafnréttisstefna Reykjavíkurborgar Hildur Jónsdóttir Jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar Jafnréttisáætlanir í fyrirtækjum Lind Einarsdóttir Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs ALCAN Ávarp félagsmálaráðherra Árni Magnússon Fundarstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson Varaformaður Jafnréttisráðs jafnréttisáætlanir Grand Hótel 26. okt. kl. 14.00 – 16.30 M Á L Þ I N G U M Skráning fer fram á www.jafnretti.is eða á Jafnréttisstofu í síma 460 6200 Árni Magnússon Lind Einarsdóttir Hildur Jónsdóttir Ragnar Árnason María Ágústsdóttir Ingunn H. Bjarnadóttir Fanný Gunnarsdóttir Þórhallur Vilhjálmsson E N N E M M / S IA / N M 13 7 5 2 „Bandaríkjamenn eiga alla mína sam- úð fyrir að hafa kosið yfir sig þennan Bush,“ segir Signý Jóhannesdóttir, for- maður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglu- firði, þegar hún er spurð um afstöðu sína til Bandaríkjaforseta og forseta- kosninganna sem fram undan eru í Bandaríkjunum. „Ég fæ þá tilfinningu að hann sé fljót- fær og ekki nægilega vel gefinn. Ég held líka að hann hafi vonda ráðgjafa,“ segir Signý. „Ég er frekar vinstrisinnuð og mikið fyrir samtryggingu og samhjálp en það er ekki mikið fyrir henni að fara í Bandaríkjunum. Dóttir mín er við nám í Bandaríkjunum og er að reyna að reka alla vini sína til að skrá sig sem kjósendur. Ég er því með lítið útibú í Bandaríkjunum þar sem verið er að reyna að hafa áhrif,“ segir Signý. Aðspurð segist hún ekki telja það breyta miklu fyrir bandarískt þjóðfélag ef John Kerry, frambjóðandi demókrata, nái kjöri. „Stjórnmál í Bandaríkjunum eru svo ólík því sem við eigum að venj- ast hérlendis. Það er þó alveg á hreinu að hann getur ekki orðið verri. Áherslur hans eru örlítið meira í átt til samhjálp- ar, enda hefur Kerry verið að tala um alla þá Bandaríkjamenn sem hafa verið að missa heilbrigðistryggingar undan- farið. Hann leggur eilítið meiri áherslu á velferðarkerfið,“ segir Signý. SIGNÝ JÓHANNESDÓTTIR Bandaríkjamenn eiga alla mína samúð SJÓNARHÓLL KÍLÓIÐ AF ÝSUFLÖKUM MEÐ ROÐI KOSTAR UM 826 KRÓNUR Um er ræða meðalverð nokkurra fiskbúða í Reykjavík. HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? Hægri hönd ríkissáttasemjara ■ VEÐRIÐ ■ ALÞINGI BORGARSTJÓRN REYKJAVÍKUR Öll dýrin í skóginum voru vinir á þriðjudaginn var. Að minnsta kosti í einu máli. VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Meirihlutinn var sam- þykkur tveimur tillög- um hans fyrir tveimur árum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.