Fréttablaðið - 25.10.2004, Qupperneq 16
Mæt og virt baráttukona, kenn-
ari og fyrrum borgarfulltrúi,
Elín G. Ólafsdóttir, skrifaði
grein hér á dögunum þar sem
hún lagði út af ævintýrinu um
Unga litla sem hélt að himinninn
væri að hrynja og lét skolla
ginna sig inn í greni sitt með
fyrirsjáanlegum endalokum.
Skilaboð Elínar til kennara eru:
standið saman, trúið ekki fagur-
gala lágfótu, allt sanngjarnt fólk
styður ykkur.
Sjálfur er ég væntanlega
ekki í hópi þeirra sanngjörnu:
frá fyrsta degi hef ég látið í ljós
þá skoðun mína – kannski full
eindregið stundum – að réttur
barna til skólagöngu sé æðri
rétti kennara til verkfalls, nema
um algjöra neyð sé að ræða, og
þá í mesta lagi í nokkra daga.
Það að kenna börnum er ekki
sambærilegt við að pakka inn
vöru eða flaka fisk: maður notar
ekki stál og hníf við kennslu,
svo að vísað sé til söngs kennara
í Garðabæ á baráttusamkomu. Í
kennslu eru í húfi verðmæti
sem ekki verða mæld í krónum
og aurum og eru þar með
ósegjanlega miklu mikilvægari
en til dæmis þegar verkfall sjó-
manna skellur á: líf og þroski
ungra manneskja.
Umræðan um verkfallið
hefur of mikið snúist um hags-
muni þeirra fullorðnu: vandræði
foreldranna (sem ég er þó ekki
að gera lítið úr), lítið svigrúm
sveitarfélaganna, væntingar
kennaranna. Allt bliknar þetta
hjá því að börn eru svipt skóla-
göngu sinni: hægt er að vinna
upp peningaskort og redda hlut-
um en börnin geta ekki endur-
heimt þann tíma í skólanum sem
þau hafa misst. Þeir dagar eru
liðnir og koma aldrei aftur.
Harkan í þessu verkfalli er of
mikil og hefur skaðað orðspor
merkrar stéttar. Sagt er að
kennarar séu ekki of sælir af
launum sínum (hver sem þau
eru: það munar næstum hundr-
að þúsund krónum á upplýsing-
um um þau eftir því hver talar)
ñ látum svo vera, vitaskuld eiga
kennarar að fá gott kaup: en það
eitt og sér er bara ekki nógu góð
ástæða til að fara í verkfall
gagnvart börnum í fimm vikur.
Endastöðinni er löngu náð. Ég
treysti mér ekki til að tala fyrir
munn alls sanngjarns fólks en
mig langar að biðja deiluaðila að
hafa hér eftir hagsmuni barn-
anna að leiðarljósi.
Í Speglinum í Ríkisútvarpinu
var í vikunni viðtal við einn full-
trúa kennara í samninganefnd
sveitarfélaganna í kjölfarið á
málefnalegri og beittri gagnrýni
Hafsteins Karlssonar skóla-
stjóra í Salaskóla í Kópavogi á
vinnubrögð deiluaðila, sem
vakið hefur mikla athygli. Í um-
mælum fulltrúans kom fram að
ástæðan fyrir því að viðræðu-
nefndir deiluaðila hefðu ekkert
hist í allt sumar væri sú að svo
mikið hefði skilið á milli. Það
var fróðlegt svar. Það tók því
ekki að tala saman því að svo
mikið skildi á milli. Með leyfi:
eru samningaviðræður þá ekki
til að leita lausna? Af svarinu
hlaut maður að ráða að stefnt
hefði verið að verkfalli allar
götur frá því í fyrra, samninga-
nefndin hefði ekki talið um neitt
að ræða fyrr en réttur „þrýst-
ingur“ væri farinn að skapast.
Í sama viðtali var fulltrúinn
úr samninganefndinni spurður
um hinar langvinnu viðræður um
svokallaða vinnutímatilhögun,
hvers vegna í ósköpunum kenn-
arar mættu ekki bara í vinnuna
eins og annað fólk klukkan átta
og væru til fjögur og fengju
greitt í samræmi við það. Gerðu
þá hitt og þetta þennan tíma en
hættu að tæta viðfangsefni sín
niður í flókna launaliði eins og nú
virðist vera: ég á að fá þetta kaup
fyrir að sitja fundi í x tíma á
viku, þetta fyrir að kenna x tíma
á viku, þetta fyrir að búa til
glærur, þetta fyrir að semja
próf... Ekkert benti til þess að
viðmælandi Spegilsins skildi
þann þankagang sem bjó að baki
spurningunni um venjulega 40
stunda vinnuviku kennara eins
og annarra.
Ævintýri eru til í margvísleg-
um gerðum og sjálfur þekki ég
svolítið aðra gerð af sögunni um
Unga litla en Elín nefnir þótt
sorglegur endirinn sé að vísu sá
sami: Einu sinni fékk Ungi litli
þá hugmynd að himinninn væri
að hrynja og hann yrði að forða
sér í skjól. Hann lagði af stað í
leiðangur og fékk alla með sér
sem hann hitti – það var prúð og
samtaka fylking sem þrammaði
beint inn í greni refsins. Ég hélt
alltaf að mórall sögunnar væri
að gera ekki of mikið veður út af
hlutunum, reyna að temja sér
raunsæi og að hóphugsun, múg-
æsing, geti leitt út í ógöngur og
loks – sem ekki er síst um vert –
að leggja ekki út í leiðangur án
þess að vita hvernig hann muni
enda. ■
E f eitthvað eitt hefur fært Íslendingum þau lífskjörsem þjóðin býr við í dag er það sú gæfa að mennta-hugsun náði að festa rætur meðal þjóðarinnar áður en
hún varð í raun bjargálna.
Þessi hugsun einkenndi ekki einungis forkólfa samfélags-
ins, heldur sveif andi hennar yfir stórum hluta samfélagsins.
Fjöldi íslensks alþýðufólks fékk í senn tækifæri og hafði
metnað og löngun til að afla sér menntunar. Þannig eignaðist
þjóðin á undraskömmum tíma menntaða millistétt sem verið
hefur og mun verða hryggjarstykki samfélagsins.
Samhliða uppbyggingu eigin menntakerfis hafa Íslending-
ar notið aðgengis að menntakerfi annarra þjóða. Lánasjóður
íslenskra námsmanna var ódýr aðgöngumiði samfélagsins að
menntun meðal nágrannaþjóða okkar. Meðgjöf þessara þjóða
er töluverð. Einkum hafa frændur okkar á Norðurlöndum
lagt drjúgt af mörkum til menntunar þjóðarinnar með ókeyp-
is menntun fyrir fjölda Íslendinga.
Menntun Íslendinga víða um lönd hefur skapað hér suðu-
pott hugmynda þar sem mætast straumar ólíkra þjóða.
Margir eru þeirrar skoðunar að sá fjölþjóðlegi bakgrunnur
sem einkennir forystu margra íslenskra fyrirtækja sé lykill-
inn að velgengni þeirra í sífellt alþjóðlegra viðskiptaum-
hverfi. Önnur ríkjandi skoðun er sú að fjárfesting nútímans
í menntun þeirra kynslóða sem nú vaxa úr grasi muni ráða
úrslitum um efnahagslega stöðu þjóðarinnar til framtíðar.
Hátt menntunarstig, skýrar almennar leikreglur og frjáls-
lynd viðhorf til athafnalífsins eru þrír lyklar að framtíðar-
velgengni þjóðarinnar. Enginn þessara þátta er sjálfgefinn
og um alla þarf að standa vörð.
Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, velti fyrir sér
gildismati þjóðarinnar á tímum kennaraverkfalls við útskrift
Háskólans um helgina. Niðurstaða Páls er sú að við van-
metum gildi menntunar fyrir okkur sjálf og þjóðfélagið í
heild um leið og við ímyndum okkur ranglega að við getum
haldið uppi góðu menntakerfi með lægri tilkostnaði en mögu-
legt er í reynd.
Háskólarektor segir þetta háskalega vanmat benda til
þess að við höfum ekki enn gert okkur ljósa grein fyrir
menntabyltingunni sem gengur yfir heiminn.
Orð Háskólarektors eru þörf áminning um að lengi býr að
fyrstu gerð. Sá ávinningur sem íslenskt samfélag hefur í dag
af góðri menntun landsmanna er ávöxtur metnaðar fyrri
kynslóða. Sú kynslóð sem nú ræður ríkjum í samfélaginu
verður metin síðar í þeim efnum.
Menntun er vítt hugtak. Menntunin nær ekki einungis til
þekkingar og færni, heldur einnig til grundvallarverðmæta í
mannlegri tilveru; hvernig við skynjum okkur í samhengi við
umheiminn. Núverandi Háskólarektor hefur verið iðinn við
að benda á gildi andlegra verðmæta og mikilvægi þess að
halda þeim til haga við mat á gildi menntunar.
Hér ber því allt að sama brunni. Lífskjör framtíðarinnar,
auk almennrar farsældar samfélagsins, hanga á þeirri spýtu
að við lítum á menntun sem forgangsmál og vísustu leiðina
til þess að skapa samfélag sem er ríkt af gæðum. Slík rök
hljóta að vega þungt þegar leitað er lausna á deilumálum
líðandi stundar. ■
25. október 2004 MÁNUDAGUR
SJÓNARMIÐ
HAFLIÐI HELGASON
Háskólarektor hefur réttmætar áhyggjur af
viðhorfum til menntunar.
Hættulegt vanmat
FRÁ DEGI TIL DAGS
HIN VINSÆLU
HEILSUÁTAKSNÁMSKEIÐ
Ný námskeið að hefjast
Skráning í síma 554 5488 eða 564 1766
sjk@sjk.is
Einnig er boðið upp á stafagöngu og gönguhópa
fyrir börn,
unglinga og fullorðna
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is
SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Vanhæfir fréttamenn
Stuðingsyfirlýsing Félags fréttamanna á
Ríkisútvarpinu við kennara hefur farið
fyrir brjóstið á Boga Ágústssyni, yfir-
manns fréttasviðs
stofnunarinn-
ar. Hefur
hann látið
þau boð út
ganga að
stjórnar-
menn fé-
lagsins skuli
ekki fjalla um
kennaradeil-
una.
Róbert Marshall, formaður Blaða-
mannafélagsins, sem er fréttamaður á
Stöð 2, vildi að stjórn félagsins ályktaði
um Sólbaksmálið en ekki náðist sam-
staða um það mál. Róbert verður svo
ekki umsjónarmaður Annáls ársins á
Stöð 2 í fyrsta skipti í mörg ár og er
ástæðan sú að hann hafi tekið svo af-
dráttarlausa afstöðu í fjölmiðlamálinu
að hann sé vanhæfur til að stýra ann-
álnum.
Jón Ásgeir kynnir Davíð
Bresk blöð hafa að undanförnu mikið
fjallað um strandhögg íslenskra fyrir-
tækja á breskum markaði. Er gjarnan
sagt að „víkingarnir“ séu komnir aftur.
Hafa sjónir blaðanna einkum beinst að
Baugi, Kaupþingi og Bakkavör. Velta
blöðin fyrir sér hvernig á því standi að
íslensku fyrirtækin séu svona öflug og
er niðurstaða þeirra sú að það sé að
þakka miklum hagvexti á Íslandi sem
rekja megi til skynsamlegrar hagstjórn-
ar undanfarinn áratug, einkavæðingar,
skattalækkana og
frjálsræðis í fyrir-
tækjalöggjöf. Það
má því segja að
enginn kynni ár-
angur Davíðs
Oddssonar betur
á alþjóðavett-
vangi en Jón
Ásgeir Jó-
hannesson
og félagar
hans.
gm@frettabladid.is
Í DAG
KENNARAVERKFALLIÐ
GUÐMUNDUR
ANDRI
THORSSON
Ævintýri eru til í marg-
víslegum gerðum og
sjálfur þekki ég svolítið aðra
gerð af sögunni um Unga litla en
Elín nefnir þótt sorglegur endir-
inn sé að vísu sá sami: Einu
sinni fékk Ungi litli þá hugmynd
að himinninn væri að hrynja...
,,
Fylking á ferð
SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS