Fréttablaðið - 25.10.2004, Qupperneq 17
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 28
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 90 stk.
Keypt & selt 22 stk.
Þjónusta 53 stk.
Heilsa 16 stk.
Skólar & námskeið 2 stk.
Heimilið 6 stk.
Tómstundir & ferðir 6 stk.
Húsnæði 14 stk.
Atvinna 18 stk.
Tilkynningar 6 stk.
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a,
hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is www.frjalsi. is
H
im
in
n
o
g
h
a
f
Frjáls íbúðalán, 4,2% vextir
Hólmgeir Hólmgeirsson
rekstrarfræðingur er lánafulltrúi
á viðskiptasviði
Ragnheiður Þengilsdóttir
viðskiptafræðingur er lánafulltrúi á viðskiptasviði.
Lánstími 5 ár 25 ár 40 ár
4,2% vextir 18.507 5.390 4.305
*Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta
Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.*
Við setjum engin skilyrði um hvar þú ert með þín bankaviðskipti
Lánin eru verðtryggð og bera fasta 4,2% vexti sem eru endurskoðaðir
á fimm ára fresti. Hægt er að greiða upp án uppgreiðslugjalds þegar vextir
koma til endurskoðunar. Engin hámarksupphæð og er lánstími allt að 40 árum.
Krafa er gerð um fyrsta veðrétt íbúðarinnar. Lánshlutfall er allt að 80%
á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.
Hægt er að nota lánin til íbúðarkaupa, til að stokka upp fjármálin
eða í eitthvað allt annað.
Mest lesna fasteignablað landsins.
Er þín fasteign auglýst hér?
Góðan dag!
Í dag er mánudagur 25. október,
299. dagur ársins 2004.
Reykjavík 8.53 13.12 17.30
Akureyri 8.45 12.56 17.06
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
fasteignir@frettabladid.is
Velta á fasteignamarkaði
hefur náð sögulegu hámarki
síðastliðnar fjórar vikur sam-
kvæmt fréttum KB banka. Velt-
an á umræddum tíma nemur
nítján milljörðum. Í hverri viku
að undanförnu hefur veltan
verið 4,8 til 4,9 milljarðar. Á
undan þessari hækkun hafði
veltan verið hæst í júní á þessu
ári en þá var veltan í einni viku
nærri því 4,9 milljarðar.
Mikil end-
urfjár-
mögnun hefur átt sér stað síð-
astliðnar vikur samhliða fast-
eignaviðskiptunum. Flest fast-
eignalánin eru lán Íbúðalána-
sjóðs en markaðshlutdeild
sjóðsins er um 65 prósent af
fasteignalánum.
Fasteignaverð á Ísafirði hefur
hækkað nokkuð undanfarna
mánuði. Verð stærri eigna hef-
ur hækkað um tíu til tólf pró-
sent. Sala á stærri eignum, eins
og einbýlishúsum og raðhús-
um, hefur aukist nokkuð og
hófst sú aukning fyrri part
sumars. Mun þetta vera
betra en sú algera stöðn-
un sem hefur verið á
fasteignaverði undan-
farin tíu ár.
Fasteignasölur
101 Reykjavík 6
Akkurat 15
Ás fasteignasala 12-13
Draumahús 18-19
Eignalistinn 22
Eignaval 27
Eik 17
Fasteignam. Grafarv. 10
Fasteignamiðlun FM 11
FMH fasteignasala 23
Fyrirtækjas. Íslands 16
HB fasteignasala 8
Hraunhamar 24-25
ÍAV 9
Kaupendaþjónustan 21
Lyngvík 4
Lyngvík Kópavogi 7
Neteign 5
Nethús 20
Remax 14
Remax Stjarnan 27
Þingholt 26
Liggur í loftinu
Í FASTEIGNUM
Á góðum stað í Árbænum er til sölu glæsi-
legt og vel um gengið 247 fermetra raðhús
á þremur hæðum. Í húsinu er 20 fermetra
innbyggður bílskúr. Við húsið er heitur
pottur og tvennar svalir eru á húsinu.
Á fyrstu hæð er komið inn í forstofu
með flísum á gólfi. Þaðan er gengið inn í hol
þar sem eru tveir skápar og parkett. Í eld-
húsi er snyrtileg innrétting, flísar á milli
efri og neðri skápa, áfast borð og parkett á
gólfi. Hægt er að ganga úr eldhúsi í borð-
stofu. Stofa og borðstofa eru rúmgóðar og
bjartar með parketti. Þaðan er útgangur út
á stórar suðursvalir og af svölum er gengið
niður í garð sem er hellulagður að hluta.
Þar er heitur pottur. Á milli hæða er falleg-
ur steyptur parkettlagður stigi.
Á annarri hæð er gangur með parketti á
gólfi, rúmgott hjónaherbergi með skápum
á heilum vegg og parketti á gólfi. Úr svefn-
herberginu er útgangur á góðar suðursval-
ir með mjög fallegu útsýni. Þá eru á hæð-
inni tvö rúmgóð herbergi með skápum og
parketti. Baðherbergið er með baðkari, inn-
réttingu við vask, flísum á gólfi og veggj-
um. Sjónvarpsherbergi, með parketi á
gólfi, er auðveldlega hægt að breyta í
fjórða herbergið. Í stigaholi er loftgluggi.
Stórt þvottahús með flísum á gólfi er á
þessari hæð og lúga upp á risloft.
Í kjallara er gangur með parketti, salerni
með flísum á gólfi og rúmgott herbergi með
flísalagðri sturtu. Í dag er herbergið notað
sem æfingaherbergi. Rúmgott her-
bergi/skrifstofa með glugga og inni af því er
forstofa með útgangi út í garð. Þá er kjallara-
herbergi sem er innréttað sem bar, þar er
u-laga sófi, teppi á gólfi og fallega múraðir
veggir. Þrjár stórar geymslur eru í kjallara.
Hiti er í bílastæði og stéttum við inn-
gang. Húsið er til sölu hjá 101 Reykjavík
fasteignasölu. ■
Tvennar svalir eru á húsinu og heitur pottur í hellulögðum garði.
Á besta stað í Árbænum:
Einbýli á þremur hæðum