Fréttablaðið - 25.10.2004, Page 18
Hnífapör frá
Boda Nova
Falleg hönnun
DUKA vandaðar
heimilis og gjafavörur
Nú er kominn tími til að raka haustlaufin úr
innkeyrslunni, setja í poka og fara með í
Sorpu. Hrein innkeyrsla er falleg innkeyrsla
og því um að gera að drífa í þessu.
Húsið númer ellefu við Klappar-
stíg í Reykjavík hefur átt sín
blóma- og hnignunarskeið á þeim
tæpu hundrað árum sem liðin eru
frá byggingu þess. Það er einkar
reisulegt og þar eru sex íbúðir og
iðnaðarhúsnæði. Nú standa yfir
miklar og gagngerar endurbætur
á því sem hófust á fyrra ári. „Hús-
ið var að hruni komið og hélt
hvorki vatni né vindi áður en ráð-
ist var í viðgerðirnar,“ segir séra
Flosi Magnússon, einn íbúa húss-
ins nú. Hann ber mikið lof á yfir-
smiðinn, Friðbert Friðbertsson,
sem hann segir völund mikinn.
„Friðbert er búinn að vinna
kraftaverk,“ segir klerkurinn.
Húsaverndarsjóður Reykjavíkur
og húsafriðunarnefnd styrkja
þessa framkvæmd sem öll er hin
faglegasta.
Upphaflega stóð steinbær á
þessari lóð og var hann kallaður
Krókur. Magnús Egilsson tómt-
húsmaður byggði hann árið 1895
en bærinn var rifinn árið 1907. Þá
reis þetta myndarlega hús sem
enn stendur en ekki er vitað hver
teiknaði það. Það er tvílyft íbúðar-
hús á kjallara og með portbyggðu
risi og kvistum. Fyrstu eigendur
þess voru Jóhannes Kr. Jóhannes-
son, Loftur Sigurðsson og Ari Ara-
son. Árið 1917 var settur inn-
gönguskúr á útitröppur við húsið
og á honum voru þaksvalir. Í sömu
úttekt er þess einnig getið að í
kjallaranum sé fornsölubúð og að
geymsluskúr hafi verið byggður á
lóðinni.
Árið 1915 keyptu Hannes Þor-
steinsson þjóðskjalavörður og
kona hans Jarþrúður Jónsdóttir
húsið af hinu svokallað Milljóna-
félagi en rétta nafn félagsins var
P.J. Thorsteinsson & Co. Nafn
félagsins er tilkomið vegna þess
að hlutafé þess átti að verða um
ein milljón króna, sem þó varð
ekki. Áðurnefnd Jarþrúður var
bráðgáfuð kona og fékkst nokkuð
við ljóðagerð. Hún hafði áður ver-
ið trúlofuð Þorsteini Erlingssyni
skáldi.
Skuggahverfið á sér líka sínar
skuggahliðar og þetta hús gæti
frá ýmsu sagt ef það mætti mæla.
En nú er bjart yfir því og stutt í að
stillansarnir hverfi. Þá kemur
þokki þess og stílfegurð berlega í
ljós.
gun@frettabladid.is
Þeir sem búa í gömlum húsum
eða á vindsælum stöðum kannast
við þegar hvessir og gnauðar og
hriktir í hurðum og gluggum.
Sumum finnst þetta notaleg hljóð
og tala um að húsið hafi „sál“ en
ýlfrið í einmana vindinum rænir
aðra svefni og ró. Ráð við þessum
hljóðum eru ekki einföld því
ástæðurnar fyrir hávaðanum
geta verið ýmsar. Loftstreymið
inni í húsinu getur átt einhverja
sök og svo ræður aldur hússins
og frumfrágangur auðvitað
miklu. En ekki er ráð að deyja
ráðalaus.
Í byggingavöruverslunum er
hægt að fá þéttilista sem festir
eru utan með hurðum og glugg-
um. Þéttilistarnir eru þrenns kon-
ar, hægt er að fá límlista sem er
þó frekar bráðabirgðalausn en
hefur þann kost að hann er ekki
varanleg breyting á húsnæðinu.
Heftilisti endist lengur, hann er
heftur inn í karminn og svo er
hægt að kalla til fagmenn til að fá
lausn í málið í eitt skipti fyrir öll
en þeir fræsa upp úr hurðakarm-
inum og festa varanlegan lista inn
í hann. Glugga er auðvitað nauð-
syn að glerja upp á nýtt ef ástand-
ið er orðið alvarlegt en hægt er að
bjarga sér fyrir horn með títt-
nefndum þéttilistum. Glugga sem
ekki eru opnanlegir er hægt að
þétta með því að sprauta kítti
meðfram þeim. Það er því engin
ástæða til að láta vindinn halda
fyrir sér vöku. ■
Þegar haustvindarnir taka að dynja á landsmönnum er lágmark að ekki gæti roks
innandyra.
Þéttilistar fást í öllum byggingavöruverslunum:
Ekki láta rokið ræna þig svefni
Kvistir og svalir setja svip sinn á húsið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Smiðirnir og feðgarnir Friðbert Frið-
bertsson og Gísli Páll Friðbertsson.
Klapparstígur 11 árið 2002.
Smáauglýsingasíminn er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is
Klapparstígur 11:
Rís úr öskustónni