Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 25.10.2004, Blaðsíða 42
26 25. október 2004 MÁNUDAGUR „Ég tryggði mér strax íbúð á efstu hæðinni,“ segir Auður Anna Ing- ólfsdóttir hótelstjóri, sem keypti fyrstu íbúðina í fyrsta eiginlega há- hýsinu á Austurlandi, er stendur við Kelduskóga á Egilsstöðum. Kaupin voru gerð í janúar árið 2003 og „þá var ekki einu sinni komin hola,“ eins og Auður orðar það. Húsið er sjö hæðir og var formlega tekið í notkun nýlega er Malar- vinnslan hf. afhenti nýjum eigend- um tvær fyrstu íbúðirnar. Samtals er þar 21 íbúð, eða þrjár á hverri hæð. Þær eru af tveimur stærðum og auk þess eru sérgeymslur fyrir hverja íbúð í kjallara hússins og sameiginlegar geymslur. Íbúð Auðar er 90 fermetrar að stærð og hún verður tilbúin eftir tvær vikur eða svo. „Ég var að láta breyta nokkrum atriðum eftir mínu höfði og þess vegna dregst þetta aðeins,“ segir Auður salla- róleg og finnst ekkert liggja á þótt hún hlakki til að flytja inn. Hún kveðst hafa búið á Héraði í sex ár en hafa alist upp í Reykjavík. „Mér finnst forréttindi að búa hér og langar ekki til Reykjavíkur aftur,“ segir hún afdráttarlaust. Hún segir nýja háhýsið standa á fallegum stað, rétt við aðalútivistarsvæði Egilsstaðabúa, Selskóga. „Svo er þetta hæfilega langt frá miðbæn- um og ekkert mál að hlaupa í kaup- félagið,“ segir Auður. Hún kveðst fagna því að verða í viðhaldsfríu húsnæði og ekki spilli að hafa út- sýni yfir hið rómaða Fljótsdalshér- að, allt til Snæfells. Fasteigna- og skipasala Aust- urlands hefur sölu íbúða í húsinu með höndum og þegar hefur ríf- lega þriðjungur þeirra verið seld- ur. Þær verða afhentar eigendum sínum á næstu vikum. ■ Blokkin við Kelduskóga á Egilsstöðum trónir hátt yfir aðrar byggingar í hverf- inu. Auður A. Ingólfsdóttir hótelstjóri keypti fyrstu íbúðina í háhýsinu við Kelduskóga og fékk blóm af því tilefni þegar húsið var formlega tekið í notkun. Með henni á mynd- inni eru Hilmar Gunnlaugsson hjá Fasteigna- og skipasölu Austurlands og Hannah og Steven Gibbson. M YN D /Á G Ú ST Ó LA FS SO N . Sími 590 9500 Borgartún 20, 105 Reykjavík www.thingholt.is Anna Sigurðardóttir lögg. fasteignasali OPIÐ VIRKA DAGA 9.00-18.00, FÖSTUDAGA 9.00-17.00 OG Á LAUGARDÖGUM 12.00-14.00 Þorarinn Kópsson Framkv.stjóri Sigurbjörn Skarphéðins. Lögg. fast.sali Kjartan Kópsson Sölumaður Margrét Kjartansdóttir Ritari Páll Valdimar Kolka Sölumaður Skúli A. Sigurðsson Sölumaður Þóra Þrastardóttir Sölumaður Skúli Þór Sveinsson Sölumaður Anna Sigurðardóttir Lögg. fast.sali 3JA HERB. ASPARFELL 111 REYKJAVÍK 93,4 fermetra þriggja herbergja íbúð á 6 hæð í lyftuhúsi, ásamt bílskúr. B.B.Mat: 12.339.000, Fasteignamat: 10.999.000, Ásett verð: 13.000.000, 3JA HERB. LANGAHLÍÐ 105 REYKJAVÍK 103 fm, þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð, með aukaherbergi í risi. B.B.Mat: 11.538.000 Fasteignamat: 11.194.000 Ásett verð 14.500.000 2JA OG 3JA HERB. 3JA HERB. GRANDAVEGUR 107 REYKJAVÍK 100 fermetra þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð. B.B.Mat: 11.006.000, Fasteignamat: 11.776.000, Ásett verð: 15.400.000, SUMARBÚSTAÐIR TORREVIEJA SPÁNI RAÐHÚS 1 Hæð: opið eldhús með góðri innréttingu, stofa og gestasalerni. 2 Hæð: Gott hjónaherbergi þaðan er gengið út á sval- ir, gestaherbergi með flísum á gólfi, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Með húsinu fylgir hlutdeild sundlaug. Kaupendaþjónusta ---------------------- Ertu að leita að íbúð á ákveðnu svæði? Þá bjóðum við hjá þingholt upp á frábæra þjónustu, við einfaldlega leitum fyrir þig á þeim stað sem að þú vilt vera í þeim húsum sem að þú vilt búa og allt þér að kostnaðarlausu. Með kveðju starfsfólk Þingholts. Sími 590 9500 EINBÝLI KLETTAGATA 220 HAFNARFJÖRÐUR 350 fermetra níu herbergja einbýlishús. B.B.Mat: 37.936.000, Fasteignamat: 28.373.000, Ásett verð: 39.000.000, EINBÝLI LAUFÁSVEGUR 101 REYKJAVÍK 265 fermetra sjö herbergja einbýlishús á þremur hæðum. B.B.Mat: 35.214.000, Fasteignamat: 32.351.000, Ásett verð: 55.000.000, EINBÝLI HÁALEITISBRAUT 108 REYKJAVÍK 291,1 fermetra 11 herbergja einbýlishús á tveim hæðum: B.B.Mat: 32.673.000 Fasteignamat: 26.485.000 Ásett verð: 57.000.000 RAÐ- OG PARHÚS RAÐHÚS ÖGURÁS GARÐABÆ 146,6 Fer- metra 5 herbergja raðhús. B.B.mat: 20.927.000, Fasteignamat: 17.858.000, Ásett verð: 24.900.000, 4RA TIL 7 HERB. KRUMMAHÓLAR 111 REYKJAVÍK 126,9 fermetra sex herbergja tveggja hæða íbúð á sjöttu hæð í lyftuhúsi. B.B.Mat: 15.286.000, Fasteignamat: 13.740.000, Ásett verð: 15.900.000, VERÐMETUM EIGNIR VEGNA LÁNTÖKU. ARNARHRAUN 220 HAFNARFIRÐI 82,4-113,5 fermetra, tveggja og þriggja her- bergja íbúðir með sérinngang í nýstand- settu húsi. Ásett verð: 14,7-16,4 millj. Fyrsta háhýsi Austurlands: Ekkert mál að hlaupa í kaupfélagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.