Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.10.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 26.10.2004, Qupperneq 1
● hefst í dag Íslenska óperan: ▲ SÍÐA 26 Hádegis- tónleikaröð ● hættur í útvarpinu Kalli Lú: ▲ SÍÐA 32 Veiðir með vinum ● skrifuðu undir eins árs samning Landsbankadeildin: ▲ SÍÐA 19 Arnar og Bjarki áfram hjá KR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR MÁLÞING UM JAFNRÉTTI Jafnrétt- isráð gengst fyrir málþingi um gerð jafn- réttisáætlana klukkan tvö í dag. Málþing- ið er haldið á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 26. október 2004 – 293. tölublað – 4. árgangur FRIÐARGÆSLULIÐAR HEIM Ís- lensku friðargæsluliðarnir sem slösuðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl koma heim á föstudag. Sjá síðu 2 DÆMDUR Í FANGELSI Maður var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við fósturdóttur sína. Móðir stúlkunnar bað dótturina ítrekað að láta málið niður falla. Sjá síðu 6 BROTTHVARF RÆTT Þúsundir lög- reglumanna gættu öryggis nærri þinghús- inu þegar Ariel Sharon hvatti ísraelska þing- menn til að samþykkja brotthvarf frá Gaza. Nokkrum stundum áður voru fjórtán Palestínumenn drepnir í árás Ísraelshers á Gaza. Sjá síðu 8 TANNLÆKNAR HÁTT YFIR TAXTA Hæsta álagning sem vitað er til að tann- læknir noti er um 100% umfram gjaldskrá heilbrigðisráðherra. Meðaltalshækkun er 15 til 20%. Tryggingayfirtannlæknir segir að hækkanir hjá tannlæknum hafi ef til vill dregið úr heimsóknum fólks. Sjá síðu 10 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 18 Sjónvarp 28 Samfylkingarkonur: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Stafganga í hádeginu ● heilsa VIÐSKIPTI Úrvalsvísitalan lækkaði í gær um 113 stig og hefur fallið aldrei verið hærra í stigum talið. Það er hins vegar úr háum söðli að falla því Úrvalsvísitalan er nú ná- lægt sögulegu hámarki. Hlutfalls- lækkunin í gær er sú ellefta mesta síðan Úrvalsvísitalan var fyrst reiknuð i ársbyrjun 1993. Undanfarna daga hefur verið nokkur þrýstingur á hlutabréfa- verð eftir gríðarlega hækkun það sem af er ári. Sérfræðingar benda á að áform fyrirtækja um að setja enn fleiri hlutabréf á markað kunni að ráða nokkru um lækkun- ina í gær. Þórður Pálsson, forstöðumaður greiningardeildar KB banka, seg- ir lækkunina í gær ekki koma á óvart. Hann nefnir aukið framboð auk þess sem hlutabréfaverð á Ís- landi sé mjög hátt um þessar mundir. Samanlagt markaðsverðmæti fyrirtækjanna fimmtán sem mynda Úrvalsvísitöluna lækkaði um 29 milljarða króna í gær. - þk Sjá síðu 14 „VIÐ VILJUM SKÓLA“ hrópuðu nemendur úr Vesturbæjarskóla fyrir utan stjórnarráðið í gær þegar deilendur í kennaradeilunni ræddu við þrjá ráðherra ríkisstjórnarinnar. „Við erum að mótmæla verkfalli, við viljum fara aftur í skólann, við verðum bara heimskari af því að sitja heima!“ sögðu börnin við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Hann svaraði að bragði: „Það er alveg rétt hjá ykkur að koma að mótmæla, þið hafið fullan rétt á því.“ ÉL NORÐAN OG AUSTAN Bjart með köflum sunnan og suðvestan til. Hiti frá frostmarki að 5 stigum, hlýjast syðst. Sjá síðu 4. Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Sv hornið og Akureyri Me›alnotkun fjölmiðla Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups mars og ágúst '04 Meðallestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi. Uppsafnað yfir viku í tímaritum. Reykjavíkurborg: Fötluð börn fá gæslu VERKFALL Rúmlega 60 fötluðum börnum í Reykjavík hefur verið boðið að nýta frístundaheimili Íþrótta- og tómstundaráðs í verk- falli kennara. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hafði veg að skipulagningunni, að sögn Stefáns Jóns Hafstein, for- manns fræðsluráðs Reykjavíkur: „Stuðningsfulltrúi verður með börnunum. Þau fá gæslu og þeim mun vonandi líða vel,“ segir Stef- án. Börnin eigi við misjafna fötlun að stríða en hún sé alvarleg hjá mörgum þeirra. - gag Aftur í Karphúsið án nokkurra lausna Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir kennara og sveitar- félaga í Karphúsið eftir fund með forsætisráðherra. Nefndirnar mæta með opnum huga en án lausnar. VERKFALL „Menn koma fullkomlega óbundnir til fundarins,“ segir Ásmundur Stefánsson ríkissátta- semjari sem boðað hefur samn- inganefndir kennara og sveitarfé- laganna í Karphúsið eftir fund með forsætisráðherra. Ekki stóð til að funda fyrr en 4. nóvember nema annar hvor deilenda hefði eitthvað fram að bjóða. Hvorugur þeirra segir svo vera. Þeir mæti að beiðni ríkis- sáttasemjara sem hyggst hvorki leggja miðlunartillögu á borð deilenda né drög að tillögu eins og á fimmtudag. Hann segir forsætis- ráðherra ekki hafa boðað að lög verði sett á verkfallið heldur snú- ist fundurinn um stöðuna í kjara- viðræðunum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ekki ljóst hvort eitthvað nýtt sé í stöðunni eða hvort fundurinn með forsætisráðherra hafi verið settur til að friða þjóðina: „Ég varaði við því eftir fundinn í stjórnarráðinu í gærmorgun að ekki væri gott ef menn sætu inni í Karphúsinu án þess að eitthvað væri á borðinu sem gæti leitt eitthvað jákvætt af sér.“ Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður launanefndar sveitarfé- laganna, segir nefndina ganga með opnum huga til fundarins. Sveitar- félögin geti þó ekki teygt sig lengra en ríkissáttasemjari mælti með í samningsdrögum sínum. - gag Sjá síðu 4 Úrvalsvísitalan: Metlækkun á markaði FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar Á SAMNINGAFUNDI Samningafundur á „hálfsmánaðarafmæli“ verkfallsins. Verkfallið hefur nú staðið í rúmar fimm vikur. KERRY OG CLINTON Frambjóðandinn og forsetinn fyrrverandi komu saman fram á kosningafundi. Clinton í slaginn: Reyna að hræða fólk BANDARÍKIN, AP Repúblikanar reyna að hræða óákveðna kjós- endur frá John Kerry og reyna að hræða stuðningsmenn hans frá því að kjósa, sagði Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, þegar hann kom fram á kosningafundi með Kerry í gær. Clinton hóf þar þátttöku sína í kosningabarátt- unni eftir langa sjúkralegu. Kerry var jafnvel harðorðari í garð repúblikana. „Ótrúlegur van- máttur þessa forseta og þessarar ríkisstjórnar hefur skapað hættu fyrir hermenn okkar og kallað meiri hættu yfir þjóðina en ástæða er til,“ sagði hann um George W. Bush Bandaríkjafor- seta og stjórn hans. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.