Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 6
6 26. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu: Afneitun mæðra algeng BARNAVERND Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, seg- ir almennt að þegar brotið er kyn- ferðislega gegn börnum geti það oft valdið svo miklum sársauka hjá mæðrum barnanna að þær bregðist við með afneitun. Slíkt segir hann geta komið illa út gagnvart barninu sem sé skelfi- legt en jafnframt segir hann að hægt sé að vinna með slíka hluti. Bragi segir það hlutverk barnaverndaryfirvalda, um leið og rökstuddur grunur um kyn- ferðisofbeldi á heimili vaknar, að tryggja öryggi barna á heimilinu. Grannt sé fylgst með börnunum þar til að afplánun kemur og í sumum tilfellum jafnvel farið fram á afbrotamaðurinn sé ekki undir sama þaki og börnin. Eftir dóm segir Bragi alla viðleitni til að vernda börn inni á heimilinu verða markvissari og auðveldari en það sé ávallt reynt að gera í góðri samvinnu við foreldrið sem ekki hefur gerst brotlegt. Bragi segir mikilvægt að nálgast slík mál af varfærni og hjálpa viðkom- andi foreldri að vinna á málinu og gera því grein fyrir skyldunni gagnvart barninu og öðrum börn- um sem kunna að vera í hættu. „Aðskilnaður við móður getur verið mjög skaðlegur og getur aukið enn á áfallið. Það þarf að hjálpa allri fjölskyldunni við svona aðstæður.“ - hrs Verkfræðinám: Ráðherra svarar nemendum HÍ MENNTAMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra þekktist í gær boð verk- fræðinema við Háskóla Íslands um að heimsækja þá og kynna sér skólastarfið. Nemarnir skoruðu á ráðherra að mæta í opnu bréfi sem þeir rituðu síðasta föstudag. Jafnframt óskuðu þeir eftir rök- stuðningi á ummælum hennar í fjölmiðlum um „meðalmennsku í verkfræðinámi“. Þá vildu nem- arnir vita hvar verkfræðideild Háskólans væri í framtíðaráætl- unum ráðherrans, þær hafi ekki borið á góma á ráðstefnu um menntun verk- og tæknifræðinga í september, þó að ítarlega hafi verið rætt um sameiningu Há- skólans í Reykjavík og Tæknihá- skólans. „Ég er nokkuð sáttur við svör ráðherra,“ sagði Andri H. Krist- insson, formaður VIR, félags raf- magns- og tölvuverkfræðinema. „Hún staðfesti hvað við værum öflug og ítrekaði að henni þætti mjög góður staðall á náminu hér,“ sagði hann en taldi að nokkuð hefði skort á skýr svör varðandi framtíðaráætlanir vegna verk- fræðideildarinnar. „Fram kom að grænt ljós væri komið í bæði menntamála- og fjármálaráðu- neytinu á nánari athugun á vís- indagörðum í Vatnsmýri.“ - óká Dæmdur fyrir kynferðis- ofbeldi gegn fósturdóttur Maður var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa haft samfarir og önnur kynferðis- mök við fósturdóttur sína. Þá var honum gert að greiða henni 1,2 milljónir króna í miskabætur. Móðir stúlkunnar bað dótturina ítrekað að láta málið niður falla. DÓMSMÁL Maður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa haft samfar- ir og önnur kynferðismök við fóst- urdóttur sína. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa káfað á vinkonu hennar og fyrir vörslu barnakláms. Fósturdót t i r mannsins var fjórtán ára þegar hann káfaði á brjóstum hennar innanklæða. Þá hafði hann í nokk- ur skipti samfarir við stúlkuna á sal- erni og á skrif- stofu á vinnustað sínum og í hjóna- rúmi á heimili sínu þegar hún var fimmtán ára gömul. Maðurinn er einnig dæmd- ur fyrir að hafa káfað tvisvar inn- anklæða á brjóstum fimmtán ára vinkonu fósturdótturinnar og þan- nig sært blygðunarsemi hennar. Þá er maðurinn sakfelldur fyrir vörslu barnakláms en lögregla fann í húsleit á heimili hans fjöl- margar kvikmyndir og ljósmynd- ir sem sýndu börn á klámfenginn og kynferðislegan hátt. Mannin- um var gert að greiða fósturdótt- urinni 1,2 milljónir króna í miska- bætur og til að greiða vinkonu hennar 150 þúsund krónur. Þá var honum gert að greiða eina milljón króna í málskostnað. Fósturdóttir mannsins flutti að heiman eftir að hún sagði frá kyn- ferðisofbeldinu. Hún fékk tak- markaðan stuðning fjölskyldunn- ar. Henni var meðal annars mein- að að hitta yngri systkini sín um tíma. Sálfræðingur sem hefur haft stúlkuna til meðferðar segir kynferðisofbeldið hafa valdið henni alvarlegum, tilfinningaleg- um og félagslegum erfiðleikum og geti haft að einhverju leyti áhrif á persónuleika hennar og fé- lagsmótun. Fósturfaðir og móðir stúlkunn- ar reyndu margoft að fá hana til að falla frá málinu. Fósturfaðir hennar sagði meðal annars að hún skyldi draga kæruna til baka því hann yrði aldrei sakfelldur fyrir annað en barnaklámsefnið. Móðir stúlkunnar bað stúlkuna ítrekað að láta málið niður falla og hugsa með því til yngri systkina sinna. Móðirin spurði dóttur sína jafn- framt að því hvort hún og fóstur- faðir hennar hefðu ekki gert þetta saman. hrs@frettabladid.is TÓLFTA FÓRNARLAMBIÐ Fjórtán ára stúlka varð tólf- ta taílenska fórnarlamb fuglaveikinnar sem geisað hefur í Suðaustur-Asíu, átta af tólf taílenskum fórnar- lömbum sjúkdómsins voru á barnsaldri. Alls hafa 32 látið lífið af völdum sjúkdómsins. KÓNGUR NÁÐAR FANGA Eitt af fyrstu embættisverkum Norodom Sihanouk, sem tek- ur við embætti konungs Kambódíu af föður sínum í vikunni, verður að náða tugi og jafnvel hundruð fanga. Búið er að velja áttatíu fanga sem verða náðaðir en ekki hefur verið greint frá því hvernig þeir brutu af sér. ■ EVRÓPA ■ ASÍA ,,Móðirin spurði dótt- ur sína jafnframt að því hvort hún og fóstur- faðir henn- ar hefðu bara ekki gert þetta saman. VEISTU SVARIÐ? 1Hvað þurfti SÍF að borga fyrir frans-ka fyrirtækið Labeyrie Group? 2Hvar sigldi togarinn Baldvin Þor-steinsson á bryggju? 3Hvað slösuðust margir íslenskir frið-argæsluliðar í Kabúl á laugardaginn? Svörin eru á bls. 30 SÖLVI SVEINSSON Nýr skólastjóri Verslunarskólans. Verslunarskóli Íslands: Sölvi ráðinn skólastjóri VERSLUNARSKÓLINN Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, hefur verið ráðinn í starf skólastjóra Verslunarskóla Íslands. Núverandi skólastjóri, Þorvarður Elíasson, lætur af störfum í ágúst á næsta ári. Verslunarskólinn fagnar 100 ára afmæli sínu á næsta ári. Gert er ráð fyrir að hinn nýi skólastjóri starfi í fyrstu með afmælisnefnd skólans, sem nú er að hefja störf. Þorvarður mun verða hæstráð- andi skólans, þar til hann lætur af störfum. ■ Hryðjuverk á Sínaí: Hefnd fyrir Palestínu EGYPTALAND, AP Höfuðpaur hryðju- verkamannanna sem sprengdu hót- el á Sínaískaga og kostuðu 34 ein- staklinga lífið var Palestínumaður sem lést í árásinni. Þetta er niður- staða rannsóknar egypsku lögregl- unnar. Ayad Said Saleh skipulagði árás- ina og lést ásamt egypskum sam- verkamanni sínum þegar sprengj- urnar sprungu of snemma að sögn lögreglu. Fimm Egyptar hafa verið handteknir og tveggja er leitað. Lögreglan segir Saleh hafa skipu- lagt árásina í hefndarskyni fyrir versnandi ástand í Palestínu. ■ Jólahlaðborð Að hætti Eika Veislustjóri: Flosi Ólafsson 20. 26. og 27. nóvember 3. 4. 10. og 11. desember Drekkhlaðin veisluborðin svigna undan gómsætum kræsingum úr smiðju matreiðslumeistara Hótel Arkar. Verð: 4.490,- krónur (Með gistingu kr. 8.790,- á mann í tvíbýli) Föstudagstilboð: 3.990,- krónur (Með gistingu kr. 7.990,- á mann í tvíbýli) Uppselt í gistingu 20. og 27.nóvember og 4. og 11. desember. Laust í sal. PANTIÐ TÍMALEGA. HÓTEL ÖRK SÍMI 483 4700 www.hotel-ork.is info@hotel-ork.is KRAKKA JÓLAHLAÐBORÐ 5. og 12. desember Birta og Bárður. 1.490,- krónur (líka fyrir pabba og mömmu) FÁI AÐ HEYRA DÓMASÖGU Kvið- dómendur eiga að fá að vita um fyrri afbrot einstaklinga sem sakaðir eru um þjófnað eða að beita börn kynferðislegu ofbeldi, sagði David Blunkett, innanríkis- ráðherra Bretlands. Hingað til hafa kviðdómar ekki fengið að vita af því hafi sakborningar áður verið sakfelldir fyrir sams- konar brot. LÉST Á FÓTBOLTALEIK 24 ára Dani lét lífið eftir að hann féll níu metra til jarðar úr stúku á fótboltaleik í Kaupmannahöfn. Maðurinn klifraði upp á handrið til að mótmæla dómi og féll til jarðar. BRAGI GUÐBRANDSSON Hjálpa þarf allri fjölskyldunni eftir að barn hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi. RÁÐHERRA MEÐ NEMENDUM Húsnæðisskortur verkfræðinema við Háskóla Íslands kom í ljós á fundi þeirra með menntamálaráðherra í gær, tvær stofur troðfylltust í VR-II í Reykjavík og var aðalfundurinn sýndur á skjávarpa í minni stofunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.