Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 13
Það var broslegt að heyra í Halldóri Björnssyni forseta Starfgreinasambands Íslands í kvöldfréttum RÚV 11. okt. Þar fór hann mikinn og lýsti furðu sinni á því að félagar hans á Eskifirði skyldu ekki vilja sýna Starfsgreinasambandinu samstöðu og neita að landa úr togaranum Sólbaki EA-7. Árið 2000 átti Bifreiðastjórafélagið Sleipnir í harðvítugum vinnu- deilum við atvinnurekendur sem lauk með undirritun kjarasamnings í júlí 2001. Þá var Bsf. Sleipnir með beina að- ild að Alþýðusambandi Íslands en var vikið úr ASÍ ári síðar eða árið 2002. Þegar ekkert gekk að semja hjá Sleipni þótti nokkrum aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands ástæða til þess að hafa af- skipti, óumbeðnir, af vinnu- deilu félagsins og fóru að semja við vinnuveitendur okk- ar þvert ofan í okkar kjaravið- ræður og gerðu nokkur félög kjarasamninga við Samtök at- vinnulífsins. Sleipnir mót- mælti þessum samningum harðlega bæði á fundum og bréflega við Starfsgreinasam- bandið og ASÍ og fengu að lok- um það svar frá ASÍ að „ekki væri sérstök ástæða til að- gerða af hálfu miðstjórnar“; það væri öllum frjálst að gera kjarasamning við hvern sem er hvort sem aðrir kjarasamn- ingar væru í gildi eða ekki. Þegar Halldór fór í þetta um- rædda viðtal hefur hann senni- lega verið búinn að gleyma því að við óskuðum eftir samstöðu hjá honum og hans félögum, en í stað þess að verða við okk- ar bón stóð hann manna fremst í því að sundra sam- stöðunni meðal bifreiðastjóra. Getur hann furðað sig á sam- stöðuleysi annarra verka- manna þegar hann sjálfur hef- ur staðið að jafn mikilli sundr- ungu eins og að framan er greint? Svar mitt er að minns- ta kosti nei. Í framhaldinu hafa flest fyrirtæki sem við höfðum gert samninga við, gert það að skilyrði við ráðn- ingu bifreiðastjóra að þeir séu ekki félagsmenn í Sleipni. Þessi yfirlýsing Halldórs Björnssonar og mótmæli mið- stjórnar ASÍ kemur stjórn Sleipnis spánskt fyrir sjónir og fer ég hér með fram á það við ASÍ að það svari því opin- berlega hvað það er sem hafi orðið til þessarar afstöðu- breytingar. Er framferði á borð við það sem ASÍ gagnrýn- ir nú löglegt ef það eru aðilar að ASÍ sem fremja gerning- inn? ■ ÞRIÐJUDAGUR 26. október 2004 ÓSKAR STEFÁNSSON FORMAÐUR BSF. SLEIPNIS UMRÆÐAN Halldór og samstaðan

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.