Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 26. október 2004 Hljóðfærahúsið Laugavegi 176 105 Reykjavík www.hljodfaerahusid.is info@hljodfaerahusid.is Sími 525 5060 er allt sem þú þarft! Ibanez rafmagnsbassi Ibanez magnari Ibanez taska Neglur Takm arka ð mag n! Fyrs tir k oma , fyrst ir fá ! Bassastillir Bassasnúra Bassaól Ibanez bassataska Allur pakkinn! 4.166 kr. í 12 mánuði vaxtalaust eða 49.992 kr. staðgreitt. Sævar Þór og Þórhallur Dan ekki áfram hjá Fylki: Uppstokkun í Árbænum FÓTBOLTI „Ég átti ekki von á öðru en að skrifa undir nýjan samning og halda mínu striki með liðinu,“ seg- ir Sævar Þór Gíslason, knatt- spyrnumaður. Knattspyrnudeild Fylkis hefur ákveðið að endur- nýja ekki samninga við hann og Þórhall Dan Jóhannsson og kom það þeim báðum í opna skjöldu. „Ég viðurkenni fúslega að ég varð bæði sár og hissa. Það var ekki einu sinni haft fyrir því að svara gagntilboði mínu heldur strax skellt í lás eins og þetta hafi allan tímann verið áætlunin. Ég veit reyndar ekkert hvað vakir fyrir stjórn Fylkis en þetta er undarlegt að sýna leikmönnum sem hafa leikið í fjölda ára með liðinu þessa framkomu.“ Þórhallur Dan Jóhannsson tók í sama streng. „Þeir buðu mér fyrst samning þar sem ég lækkaði í launum og ég skaut fram gagntil- boði en því var ekki svarað heldur aðeins þakkað fyrir samstarfið.“ Mörg félög hafa þegar haft samband við þá félaga en hvorug- ur þeirra vill gefa upp nöfn að svo stöddu. Vitað er að FH hefur mik- inn hug á að fá Sævar til liðs við sig og Valsmenn hafa sýnt Þór- halli mikinn áhuga. ■ BJARKI GUNNLAUGSSON Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, áfram í KR. KR-ingar endurnýja samninga: Kristján og tví- burarnir áfram FÓTBOLTI Stjórn KR-Sports gekk í gær frá samningum við mark- vörðinn Kristján Finnbogason og tvíburana Arnar og Bjarka Gunn- laugssyni. Samningur Kristjáns við KR er til tveggja ára en Arnar og Bjarki skrifuðu báðir undir eins árs samning. Nokkur óvissa var með mál Kristjáns en Valur og Grindavík höfðu bæði áhuga á að fá hann í sínar raðir en höfðu ekki erindi sem erfiði. Arnar og Bjarki voru lengi vel orðaðir við sitt heimafé- lag, ÍA, en það er ljóst núna að bið verður á endurkomu þeirra á Skagann. Jónas Kristinsson, for- maður KR-Sports, sagðist vonast til þess að ganga frá fleiri samn- ingum á næstu dögum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.