Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 30
T ilnefningar til Edduverðlaunanna 2004voru tilkynntar í gær, en þau verða veitt14. nóvember. Kvikmyndin Kaldaljós sem er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna hlaut flestar tilnefningarnar eða sjö alls. Þau nýmæli eru í veitingu Edduverðlaunanna þetta árið að búið er að fella niður verðlaun sjón- varpsfréttamanns ársins og flokkurinn leik- ari/leikkona ársins er ekki lengur tvískiptur eftir kyni. Þær sjö tilnefningar sem kvikmyndin Kaldaljós hlaut voru: tvær í flokki leik- ara/leikkonu ársins í aðalhlutverki þar sem feðgarnir Áslákur Ingvarsson og Ingvar E. Sig- urðsson fengu sína til- nefninguna hvor. Í flokki leik- a r a / l e i k k o n u ársins í auka- hlutverki fengu þrjár leikkonur kvikmyndarinnar tilnefningu. Í þeim hópi var dóttir Ingvars, Snæfríður. Sigurður Sverrir Pálsson var til- nefndur fyrir mynda- töku. Hilmar Oddsson var tilnefndur sem leikstjóri ársins og myndin er til- nefnd sem bíó- mynd ársins. Kvikmyndin Dís eftir Silju Hauks- dóttir hlaut þrjár tilnefningar, tvær í flokki leik- ara/leikkonu í auka- hlutverki og sem bíó- mynd ársins. Næsland eftir Friðrik Þór Frið- riksson hlaut tvær til- nefningar, í flokki hand- rita ársins og sem bíó- mynd ársins. Magnús Magnússon, sem þekktari er sem sjónvarpsmaður hjá BBC, hlaut tilnefningu fyrir handrit ársins fyrir myndina World of Soli- tude eftir Pál Stein- grímsson. Mynd Páls er jafnframt tilnefnd sem heimildarmynd ársins, auk þess sem Páll mun hljóta heiðursverðlaun Eddunnar 2004 fyrir langan og farsælan feril á sviði heimildarmynda, með sér- staka áherslu á náttúru og umhverfi. Hann er fyrsti starfandi kvikmyndagerðar- maðurinn sem hlýtur heið- ursverðlaunin. Sjálfstætt fólk á Stöð 2 hlýtur tvær tilnefningar sem og Svína- súpan á Stöð 2 og Í Brennidepli á Ríkissjónvarpinu. Það er Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍSKA) sem stendur fyrir veitingu Eddunnar, íslensku kvikmynda- og sjón- varpsverðlaunanna. Akademían var stofnuð árið 1999 og voru fyrstu Edduverðlaunin veitt það sama ár. Þetta er því í sjötta sinn sem verðlaunin eru veitt. Að ÍSKA standa Félag kvik- myndagerðarmanna, Framleiðendafélagið SÍK og Samtök kvikmyndaleikstjóra. ■ 22 26. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR Netkosning á Vísi Almenningi gefst kostur á aðhafa áhrif á veitingu Eddu- verðlaunanna. Á á visir.is er hægt að skoða tilnefningar í öllum flokkum og taka þátt í atkvæðagreiðslu. Val almenn- ings hefur 30 prósenta vægi á móti vali þúsunds meðlima akademíunnar. Þá verður einnig hægt að taka þátt í að tilnefna vinsælasta sjónvarpsmann ársins á Vísi. Einnig mun Gallup skoða hug þjóðarinnar til vinsælasta sjón- varpsmannsins. Á meðan sjónvarpsútsendingu stendur frá Edduverðlaununum 14. nóvember verður kosið með símakosningu á milli þeirra fimm sem reynast vin- sælastir samkvæmt þessum tveimur skoðanakönnun- um. Kosning á Vísi stendur til miðnættis 13. nóvember. Edduverðlaunin 2004: Kaldaljós með sjö tilnefningar Áslákur Ingvarsson fyrir Kaldaljós „Einlæg túlkun á tilfinn- ingaríkri persónu sem er í senn sterk og viðkvæm.“ Brynja Þóra Guðnadóttir fyrir Salt „Tær og heilsteypt miðlun á persónu í togstreitu milli náttúru og samfélags.“ Ingvar E. Sigurðsson fyrir Kaldaljós „Mjög sterk túlkun á persónu í djúpri sálar- kreppu.“ Jón Sigurbjörnsson fyrir Síðasti bærinn „Miðlar af þroska og færni sýn á heila ævi manns andspænis dauðanum.“ Þröstur Leó Gunnarsson fyrir Vín hússins „Miðlar í fáum en mjög skýrum dráttum tragíkómískri persónu.“ Leikari/leikkona ársins í aðalhlutverki FEÐGAR MUNU KEPPA Ingvar E. Sigurðsson og sonur hans, Áslákur Ingvarsson, eru báðir tilnefndir til Edduverðlaunanna í ár í flokki leikara/leikkvenna ársins í aðalhlutverki. Líkurnar á að Edduverðlaunin lendi á því heimili eru því meiri en hjá öðrum. Auk þeirra er dóttir Ingvars, Snæfríður Ingvarsdóttir, tilnefnd í flokki leikara/leikkvenna í aukahlutverki. Öll eru þau tilnefnd fyrir leik sinn í myndinni Kaldaljós.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.