Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 38
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 29 milljarða. Í Neskaupstað. Þrír. 30 26. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR Nýr íslenskur veiðiþáttur fer í loftið um miðjan nóvember á sjón- varpsstöðinni Sýn. Þátturinn heit- ir Veitt með vinum og sjá fyrir- tækin Dejavu og Þeir Tveir um gerð þáttanna. Karl Lúðvíksson eða Kalli Lú eins og flestir þekkja hann er umsjónarmaður þáttanna og framleiðir þá einnig. „Í þáttunum er lauslega verið að kenna á svæðin sem eru til um- fjöllunar í hverjum þætti. Það er einnig farið yfir hin helstu ráð og bent á góða staði og það er okkar von að fólk læri eitthvað af þátt- unum. Einnig er farið yfir nauð- synlegan búnað og kennd brögð sem ekki allir kunna,“ segir Kalli um þættina sem eru sex talsins og eru teknir upp í Veiðivötnum, Laxá í Kjós, Soginu, Elliðaá, Norð- urá og Langá. Kalli segir þættina vera skemmtilega og allir ættu að hafa gaman af. „Þetta eru alls ekkert alvarlegir þættir sem aðeins veiðiáhugamenn kunna að meta, þvert á móti. Þættirnir eru léttir og við sýnum líka þá hlið veiðinn- ar þegar ekki mokveiðist og það er eitthvað sem allir lenda í.“ Þættirnir innihalda einnig falleg- ar tökur undir vatnsyfirborðinu sem flestir ættu að hafa gaman af. „Þetta eru mjög fallegar tökur og við náðum góðum skotum af fisk- göngu þar sem við komumst gríð- arlega nálægt fiskunum sem voru lítið sem ekkert styggir,“ segir Kalli sem er hættur í útvarpinu eftir sex ár á Fm 95,7. Veiðiþættirnir verða sýndir í vetur og endursýndir í vor. Einnig stefna framleiðendur að því að gefa þættina út á DVD næsta sumar. hilda@frettabladid.is – hefur þú séð DV í dag? Íslenskar lesbíur láta frjóvga sig í Danmörku Georg Haraldsson var aðeins einu spjaldi frá því að komast í úrslit á heimsmeistaramótinu í Carcasso- ne sem haldið var í Essen í Þýska- landi nú um helgina. Georg, sem er Íslandsmeistari í spilinu, hafn- aði í þrítugasta sæti af 64 kepp- endum. Þetta er annað árið í röð sem heimsmeistaramótið er haldið en stefnt er að því að halda mótið ár- lega í kringum stærstu spilasýn- ingu heims sem fram fer í Essen. Carcassonne er fjölskylduspil með mjög einföldum reglum. Þátttakendurnir mynda land- svæði umhverfis borgina Carcas- sone með því að leggja niður spjöld til skiptis. Svæðið stækkar í hverri umferð og keppendurnir þróa og auka við vegi, akra, borg- ir og klaustur. Þá geta þeir einnig spilað út leikmönnum sem verða ýmist bændur, ræningjar, munkar eða riddarar og vinna sér þannig inn stig. ■ Georg þrítugasti á heimsmeistaramótinu ÍSLANDSMEISTARINN Georg Haraldsson, fyrir miðju, varð Íslandsmeistari í Carcassone og vann sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu. Á myndinni eru systkinin María Kristín og Gunnar Geir Gunnarsbörn sem urðu í öðru og þriðja sæti á Íslandsmótinu. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 ...fær Stephan Stephensen, betur þekktur sem President Bongo í hljómsveitinni gus gus, fyrir að styðja sitt félagslið af alvöru! HRÓSIÐ Lárétt: 1 eyðileggja, 6 hátíð, 7 fisk, 8 veisla, 9 skel, 10 sonur, 12 auðug, 14 beisk, 15 stafur, 16 belti, 17 títt, 18 úr viðjum. Lóðrétt: 1 jarðsprungur, 2 upphaf, 3 verkfæri, 4 atorkusamt, 5 fæða, 9 for, 11 hnöttur, 13 glatt, 14 sunna, 17 ármynni. LAUSN. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » Dótið? Vestax QFO plötuspilari Sem er? Plötuspilari fyrir plötu- snúða. Aðeins 500 eintök verða framleidd af þessum hágæða- grip. Spilarinn brýtur upp hið hefðbundna form sem plötu- snúðar notast við, það er með tvo plötuspilara og hljóðblandara (mixer) á milli. Tækið Vestax QFO virðist ákaflega stórt við fyrstu sýn en er í raun álíka stórt og aðrir plötuspilarar. Vestax QFO er með innbyggðan mixer sem gerir snúðnum kleift að eiga við hljóð- in áður en hann sendir þau út á dans- gólfið. Á spilaranum eru tveir inngang- ar sem þýðir að hægt er að tengja geislaspilara eða önnur tæki við hann og nota í miðjum klíðum. Framleið- endur ganga svo langt að lýsa plötu- spilaranum sem hljóðfæri enda er hann hlaðinn við- bótum. Mótorinn? Mótor plötuspilarans er rafknúinn. Á spil- aranum eru tveir start/stopp takkar, hann spilar bæði plötur á 33 og 45 snúningahraða og hann spilar lög afturábak svo fátt eitt sé nefnt. Á gömlu Technis SL 1200 og 1210 spilurunum sem hafa verið hvað vinsælastir hjá plötusnúð- um var hægt að hægja og hraða talsvert á lög- um. Á nýju Vestax spilurunum er hægt að hægja og hraða lögum um allt að 50%. Það auðveldar plötusnúðum að blanda saman lögum sem hafa mishraða takta. Armurinn sem nálin er fest á er mjög stöðug- ur. Fyrir vikið er hægt að djöflast á plötum, til að klóra (skratsa), án þess að eiga það á hættu að nálin hoppi fram og til baka eins og hætt var við á eldri spilurum. Hvar fæst hann? Spilarinn verður sem fyrr seg- ir aðeins seldur í 500 eintökum. Hægt er að nálgast hann á vefslóðinni vestaxstore.com, sem er framleiðandi spilarans, og kostar hann þar um hundrað þúsund í íslenskum krónum. | DÓTAKASSINN | Lárétt: 1granda, 6jól, 7 ál, 8át,9aða, 10bur, 12rík,14súr, 15ká,16ól,17 ótt,18laus. Lóðrétt: 1gjár, 2rót,3al,4dáðríkt,5 ala,9aur, 11kúla,13kátt,14sól,17ós. KALLI LÚ Veiðiþáttur fyrr- verandi útvarps- mannsins Kalla Lú ber heitið Veitt með vinum og fer í loftið um miðjan nóvem- ber. ÚTVARPSSTJARNA: ER HÆTT Í ÚTVARPINU OG FRAMLEIÐIR NÝJAN SJÓNVARPSÞÁTT Kalli Lú veiðir með vinum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.