Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI LAUGARDAGUR VÍSINDAMENNING Á ÍSLANDI Háskóli Íslands og Vísindafélag Íslendinga halda ráðstefnu um vísindamenningu í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag klukkan eitt. Meðal fyrirlesara eru Páll Skúlason og Sigríður Þorgeirsdóttir. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 30. október 2004 – 297. tölublað – 4. árgangur ● barnagæslunni lýkur Krakkarnir kveðja Verkfalli frestað: ▲ SÍÐA 50 BORGARSTJÓRI Í SAMRÁÐUM Skýrsla Samkeppnisráðs segir Þórólf hafa tekið þátt í samráðum olíufélaga um olíu- sölu til Reykjavíkurborgar. Sjá síðu 2 ALVARLEGA SLASAÐUR EFTIR ÁREKSTUR Ökumaður lítils jeppa slas- aðist alvarlega eftir að hafa ekið utan í fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt og skollið framan á fóðurflutningabíl á Suður- landsvegi. Sjá síðu 2 MJÖG SPENNANDI KOSTUR Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Sorpu, segir þá hugmynd að allt sorp af höfuðborgar- svæðinu verði flutt austur fyrir fjall vera mjög spennandi kost. Sjá síðu 6 HALLIBURTON Í KASTLJÓSIÐ Tengsl Bandaríkjastjórnar við stórfyrirtækið Halliburton eru orðin að kosningamáli. Varaforsetinn Dick Cheney starfaði áður hjá fyrirtækinu. Sjá síðu 6 Jóhann Jóhansson Gefur út Virðulega forseta SÍÐA 26 ▲ Jean-Jaques Annaud Fer sínar eigin leiðir SÍÐUR 34 & 35 ▲ Kvikmyndir 46 Tónlist 44 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 40 Sjónvarp 48 ● bílar Crazy Bastard bíllinn Haraldur Jónsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS KJARABARÁTTA Ólga er meðal stórs hóps kennara sem beinlínis vinnur gegn miðlunartillögu ríkissátta- semjara og vill fella hana. Sam- kvæmt viðmælendum Fréttablaðs- ins telur þessi hópur tillöguna vera hreina móðgun við stéttina og kjarabaráttuna sem hún hefur staðið í undanfarnar sex vikur. Heimildir Fréttablaðsins herma að forystumenn svæðafélaga kenn- ara víðsvegar um land séu mjög ósáttir við tillöguna og að sú óá- nægja sé smám saman að smita út frá sér til almennra félagsmanna. Einn angi af þessari óánægju krist- allaðist á trúnaðarfundi svæðafé- laganna á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudagskvöldið þegar sam- þykkt var ályktun um að ef miðlun- artillaga kæmi fram ætti ekki að fresta verkfalli. Ályktunin var send samninganefnd kennara en Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands, segir hana hafa borist til nefndarinnar eftir að hún hafði tekið ákvörðun um að fresta verkfallinu. Samkvæmt heimildum blaðs- ins telur samninganefndin sig hafa komist eins langt og mögu- legt sé í samningaviðræðunum nema lagt verði út í mjög langt verkfall. Jafnvel það langt að verkfallssjóður dugi ekki til að brúa bilið. Ef nefndin hefði talið sig getað gert betur hefði hún aldrei samþykkt að fresta verk- fallinu. Vegna þessa er nokkur pirringur í nefndinni út í þá sem tala gegn miðlunartillögunni. Sérstaklega þar sem það verða ekki þeir sem axla ábyrgðina ef verkfallið skellur aftur á og dregst á langinn. Miðlunartillaga ríkissátta- semjara er nánast eins og tillag- an sem hann bar á borð viðsemj- enda á föstudaginn fyrir viku síð- an. Sú tillaga fól í sér tæplega 26 prósenta kostnaðarhækkun fyrir sveitarfélögin en miðlunartillag- an felur í sér rétt rúmlega 26 pró- senta kostnaðarhækkun. Sjá síður 8 og 10 - th Vilji hjá kennurum að fella tillöguna Forystumenn svæðafélaga kennara víða um land eru mjög ósáttir við tillögu ríkissáttasemjara. Hópur kennara telur tillöguna vera móðgun við stéttina og kjarabaráttu undanfarinna vikna. ÍSLENSKU FRIÐARGÆSLULIÐARNIR KOMU HEIM FRÁ KABÚL Í GÆR Þeir Stefán Gunnarsson, Haukur Grönli og Steinar Örn Magn- ússon slösuðust í sjálfsmorðsárás á Chicken Street í Kabúl fyrir viku þar sem bandarísk kona og ellefu ára stúlka létu lífið. Sjá síðu 2 SKÚRIR EÐA ÉL Skýjað með köflum og stöku skúrir syðra en slydduél eða él nyrðra. Hiti 0-4 stig norðanlands en 4-7 stig syðra. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Samdráttur í Keflavík: Varnarliðið verst frétta STJÓRNMÁL Varnarliðið á Keflavík- urflugvelli hyggst ekki svara neinu um fréttir þess efnis að mikill samdráttur sé yfirvofandi á Keflavíkurflugvelli og bandaríski flugherinn taki yfir stjórn flug- vallarins af flotanum eins og kom fram í blaðinu Stars and Stripes, sem gefið er út af bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Í blaðinu kom fram að einungis 26 sjóliðar verði eftir á landinu árið 2006, þegar flugherinn hefur tekið yfir starfsemi stöðvarinnar. Friðþór Eydal blaðafulltrúi vís- aði til yfirlýsingar aðstoðarmanns utanríkisráðherra frá því á fimmtudag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi heldur ekki ræða málið í gær: „Þetta mál er í athugun á milli yfirvalda í Bandaríkjunum og hér, og það er í réttum farvegi.“ ■ VERÐSAMRÁÐ Olíufélögin Essó, Skelj- ungur og Olís þurfa að greiða 2,6 milljarða króna sektir vegna langvarandi og skipulagða samráða um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Samkeppnisráð komst að þessari niðurstöðu á fimmtudag. Lögbrotin stóðu yfir í að minnsta kosti níu ár og áætlar Samkeppnisstofnun að samfélags- skaði af þeim nemi yfir 40 milljörð- um króna. Olís og Skeljungur hafa áfrýjað niðurstöðunni til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála. Samkeppnisráð telur fjárhags- legan ávinning olíufélaganna af samráðunum hafa verið um 6,5 milljarðar króna. Georg Ólafsson, forstjóri Sam- keppnisstofnunar, segir að sektin sé í efri mörkum þess sem stofnuninni sé heimilt. „Við töldum okkur ekki hafa rök til að fara neðar, enda telj- um við ávinning olíufélaganna af samráði 6,5 milljarðar króna. Sektir sem þessar þurfa að vera háar til að hafa forvarnargildi og til að ná því til baka sem hefur verið haft af þjóðfélaginu. sjá síður 2 og 4 - ghg Olíufélögin og samkeppnisráð: 2,6 milljarðar króna í sektir Sv hornið og Akureyri Me›alnotkun fjölmiðla Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups mars og ágúst '04 Meðallestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi. Uppsafnað yfir viku í tímaritum. Eitt líf – njótum fless Fylgir Fréttabla›inu í dag!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.