Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 4
4 30. október 2004 LAUGARDAGUR Samkeppnisráð: Skeljungur greiði sektina að fullu VERÐSAMRÁÐ Olíufélögin þrjú buðu öll Samkeppnisstofnun aðstoð við að ljúka rannsókn verðsamráðs- ins. Stjórnarmenn Essó riðu á vaðið nokkrum mánuðum eftir húsleit Samkeppnisstofnunar í húsakynnum olíufélaganna árið 2001. Í kjölfarið óskuðu Olís og Skeljungur einnig eftir að veita aðstoð. Fyrirtæki sem veita upplýsing- ar sem fela í sér mikilvæga viðbót við þau sönnunargögn sem Sam- keppnisstofnun hefur þegar í fór- um sínum geta fengið sekt lækk- aða. Fyrsta fyrirtækið sem leitar samstarfs við Samkeppnisstofnun og uppfyllir skilyrði fyrir lækkun sektar getur fengið hana lækkaða um 30-50%, annað fyrirtækið um 20-30% og önnur fyrirtæki um allt að 20%. Það var mat sam- keppnisráðs að Essó hafi látið Samkeppnisstofnun í té upplýs- ingar sem réttlætti að sektarupp- hæð félagsins sé lækkuð um 45% og verði 605 milljónir króna. Sekt- arupphæð Olís lækkar um 20% og verður 880 milljónir. Samkeppnis- ráð mat þá aðstoð sem Skeljungur kvaðst tilbúinn til að veita, fela ekki í sér viðbót við þau sönnun- argögn sem þegar voru fyrir hendi. Því mun félagið greiða sekt upp á 1,1 milljarð króna að fullu. - ghg Um 500 tilvik um ólögmæt samráð Umfangsmestu rannsókn samkeppnisyfirvalda er lokið. Olíufélögin sektuð fyrir ólögmæt samráð. Félögin skiptu á milli sín fyrirtækjum og svæðum. VERÐSAMRÁÐ Með ákvörðun sam- keppnisráðs um ólögmætt samráð olíufélaganna lauk umfangsmestu rannsókn sem samkeppnisyfir- völd hafa tekist á hendur. Hún hófst með húsleit í aðalskrifstof- um olíufélaganna 18. desember 2001, eftir að Samkeppnisstofnun fékk vísbendingu um að ýmis háttsemi félaganna stangaðist á við samkeppnislög. Þá var lagt hald á mikið af gögnum og fljót- lega komu í ljós sterkar vísbend- ingar um að olíufélögin hefðu haft með sér samráð um langt skeið. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að forstjórar félaganna þriggja hafi hist í september 1991 til að koma sér saman um tilboð vegna útboðs Herjólfs í Vest- mannaeyjum á olíuviðskiptum. Á næstu misserum hafi þeir hist nokkrum sinnum og rætt ýmis mál sem vörðuðu verðlagningu, álagningu, tilboð og fleira. Á árun- um 1990 til 1993 hafi myndast grunnurinn að því margþætta ólögmæta verðsamráði sem ein- kenndi reksturinn að minnsta kosti þar til í desember 2001. Til að framkvæma samráðið hafi olíufélögin átt í tíðum og skipulögðum samskiptum sín á milli. Fyrir utan fundi forstjór- anna hafi verið skipst á orðsend- ingum og upplýsingum sem vörð- uðu samráð í tölvupósti, símtölum eða símbréfum. Í samantekt Sam- keppnisstofnunar, sem er ekki tæmandi, koma fram um 500 til- vik ólögmæts samráðs. Olíufélögin bera því við að vegna ónógrar kynningar á sam- keppnislögum hafi stjórnendum þeirra ekki verið ljóst að þeir væru að brjóta samkeppnislög. Þetta stenst ekki skoðun að mati samkeppnisráðs því gögn sýni að skipulega hafi verið reynt að hylma yfir samráðin. Það hafi meðal annars verið gert með orð- sendingum um að menn skyldu eyða tölvupósti eftir lestur. Þá hafi átt að afhenda samráðsgögn „yfir borð“ í stað þess að senda þau með símbréfi. Eldsneytiskostnaður vegur þungt í rekstrarkostnaði ýmissa atvinnugreina og nemur um fjór- um prósentum af útgjöldum al- mennings. Að mati samkeppnis- ráðs höfðu olíufélögin samvinnu um að hækka álagningu í þessum viðskiptum. Félögin hafi einnig haft samvinnu um að draga úr af- slætti og leggja gjöld á viðskipta- vini. Ýmiss konar önnur samráð hafi verið milli félaganna, jafnvel voru höfð samráð um jólagjafir til starfsmanna og styrki vegna sjó- mannadagsins. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að frá gildis- töku samkeppn- islaganna árið 1993 hafi olíufé- lögin haft með sér samráð um gerð tilboða. Þegar við- skiptavinirnir hafi freistast til þess að lækka hjá sér eldsneytiskostnað hafi olíufélögin búið svo um hnút- ana að tilraunir þeirra urðu ár- angurslitlar. Samráð um gerð til- boða hafi átt að viðhalda markað- skiptingu félaganna og treysta af- komu þeirra. Samkeppnisráð tekur dæmi af Landhelgisgæslunni og Reykja- víkurborg sem áttu í mörg hund- ruð milljóna króna viðskiptum við olíufélögin. Þau hafi hins vegar komið sér saman um hvaða verð þau myndu bjóða og hvert þeirra fengi söluna. Samkomulag hafi verið um að það félag sem fengi söluna skipti hagnaði af sölunni með hinum olíufélögunum. Sam- ráð sem þetta var meðal annars viðhaft í viðskiptum við ÍSAL, dómsmálaráðuneytið, Vegagerð- ina og Norðurál. Olíufélögin gripu til margs konar aðgerða í því skyni að skip- ta á milli sín markaðinum að mati samkeppnisráðs. Lengst af tímabilinu hafi verið í gildi samningur sem kvað á um að olíufélögin myndu hvorki stuðla að né koma á viðbótarsölustöðum né smásöludælum á ákveðn- um stöðum nema að fengnu samþykki hinna félaganna. Á grundvelli þessa samn- ings hafi olíufélögin skipt með sér markaðinum, með- al annars í tengslum við samrekstur bensínstöðva víða um land. Þau hafi séð til þess að ekki kæmi til samkeppni á milli þeirra á tilteknum stöðum og sporn- að í sameiningu gegn því að við- skiptavinir úti á landi nytu af- slátta eða lækkaðs verðs þegar tekin var upp sjálfsafgreiðsla á bensínstöðvum. Dæmi um það væri samkomulag um að Skelj- ungur skyldi sitja einn að rekstri bensínstöðvar í Grindavík um fimm ára skeið. Þá hafi olíufélög- in skipt með sér einstökum við- skiptavinum. Sem dæmi eru nefnd fyrirtæki eins og SR-mjöl, útgerðarfélagið Jökull á Raufar- höfn, ÍSAL og Kísiliðjan. ghg@frettabladid.is Viðskiptaráðherra: Fagnar lokum rannsóknar VERÐSAMRÁÐ Ólöglegt samráð verð- ur ekki látið viðgangast að sögn Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún segist vera ánægð með að rannsókn Sam- keppnisstofnunar skuli vera lokið. „Þetta er mikil rannsókn og sú mesta í okkar sögu. Niðurstaðan er skýr. Þarna hefur verið sannað að ólöglegt samráð var haft milli fyrirtækja. Enda hafa fyrirtækin sjálf viðurkennt það.“ Valgerður vildi ekki tjá sig um einstök málsatriði enda telur hún víst að málið fari til úrskurðar- nefndar samkeppnismála og lík- lega þaðan til dómstóla. - ghg Á Þórólfur Árnason að leiða R- listann í næstu kosningum? Spurning dagsins í dag: Er verkfalli kennara lokið? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 38,7% 61,3% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Samkeppnisráð: Kristinn sló tóninn VERÐSAMRÁÐ Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, setti fyrstur fram það viðhorf að ekki væri æskilegt að stunda of harða samkeppni á olíu- markaðinum. Þetta kemur fram í nið- urstöðu samkeppn- isráðs. Skömmu eftir að Kristinn tók við sem for- stjóri um mitt ár 1990, sló hann þann tón sem að mati ráðsins ein- kenndi alla samkeppni á olíu- markaði í rúman áratug þar á eft- ir. Nýir forstjórar tóku við hjá Essó árið 1991 og í Olís árið 1993. Telur samkeppnisráð að þessir nýju stjórnendur hafi ákveðið að nýta nýfengið viðskiptafrelsi til að takmarka samkeppni milli fé- laganna í þeim tilgangi að bæta hag þeirra á kostnað almennings og annarra fyrirtækja. Kristinn Björnsson vildi ekki tjá sig um málið. - ghg Lögmaður Skeljungs: Áfrýja úrskurði VERÐSAMRÁÐ „Það eru lagaleg at- riði í ákvörðun ráðsins sem þarfn- ast útskýringa og svo teljum við sönnunarkröfur engan veginn uppfylltar,“ segir Hörður Felix Harðarson, lögmaður Skeljungs. „Við töldum að ekki hefði verið gætt að andmælarétti og auk þess séu meint brot orðin fyrnd. Á þetta var hins vegar ekki fallist.“ Þá segir Hörður ekki forsendur til að tengja sektir við veltu eins og samkeppnisráð geri. Hann segir að ákvörðuninni verði skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála innan fjögurra vikna. Þá hefur nefndin sex vikur til að ljúka málinu. - ghg SKELJUNGUR Skeljungur bauðst til að aðstoða við rann- sókn á verðsamráði olíufélaganna. Sam- keppnisráð taldi enga viðbót felast í að- stoðinni og gerir því félaginu að greiða sektina að fullu. HÚSLEIT HJÁ OLÍU- FÉLÖGUNUM Fjöldi fólks tók þátt í húsleit Samkeppnisstofnunar í að- alskrifstofum olíufélaganna 18. desember 2001. Niður- staða samkeppnisyfirvalda liggur nú fyrir. NIÐURSTÖÐUR SAMKEPPNISRÁÐS Er í tveimur bindum, alls 996 blaðsíður. KRISTINN BJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.