Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 6
6 30. október 2004 LAUGARDAGUR Höfuðborgarsorpið austur fyrir fjall: Mjög spennandi kostur UMHVERFISMÁL „Þetta er mjög spennandi kostur,“ segir Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Sorpu, um þá hugmynd að allt sorp af höfuðborgarsvæðinu verði flutt austur fyrir fjall og því fargað á svæði vestan við Þorlákshöfn. Frá hugmyndum þessa efnis var greint í blaðinu í gær og jafn- framt að sveitarstjórn Ölfuss væri jákvæð gagnvart þeim. „Við á höfuðborgarsvæðinu verðum að líta til framtíðar,“ sagði Alfreð. „Urðunarsvæðið í Álfsnesi dugar ekki nema til 2014. Stjórn Sorpu er farin að líta til annarra átta. Við erum í ákveðnu samstarfi í gegnum Orkuveituna við sveitar- félögin fyrir austan fjall. Eðlilega ræðum við ýmis skyld mál, þar á meðal sorpförgunarmál. Það hefur verið rætt í stjórn Sorpu að við tökum þátt í rannsóknum á svæð- inu fyrir vestan Þorlákshöfn. Ákvörðun hefur þó ekki verið tekin um slíka þátttöku, en við munum væntanlega vera með.“ Alfreð sagði að hugmyndir um flutning höfuðborgarsorpsins austur fyrir fjall hefðu verið ræddar í stjórn Sorpu og að menn hefðu verið mjög jákvæðir. - jss BANDARÍKIN Bandaríska stórfyrir- tækið Halliburton og tengsl þess við Bandaríkjastjórn eru í brennidepli eftir að bandaríska al- ríkislögreglan, FBI, hóf rannsókn á úthlutun verkefna í Írak til fé- lagsins án útboðs til að athuga hvort glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Rannsóknin snýst að sögn lögreglu ekki að neinum sem starfar í Hvíta húsinu. John Edwards, varaforsetaefni demókrata, réðst harkalega að George W. Bush og Dick Cheney, forseta og varaforseta Bandaríkj- anna, fyrir að gæta hagsmuna stórfyrirtækja frekar en almenn- ings. „Síðustu fjögur árin hafa George W. Bush og Dick Cheney notað hvert tækifæri sem hefur gefist til að úthluta greiðum og gæta sérhagsmuna vina sinna,“ sagði Edwards. Cheney varafor- seti var háttsettur stjórnandi hjá Halliburton áður en hann varð varaforseti og hefur stjórnvöld- um verið legið á hálsi að gæta hagsmuna olíufyrirtækja á kostn- að almennings. „Þú getur ekki staðið með Halliburton, stóru olíu- félögunum og konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu og á sama tíma barist fyrir hagsmunum bandarísks al- mennings,“ sagði Edwards. Lögreglan hóf rannsókn á Halliburton eftir að starfsmaður í samningagerð Bandaríkjahers sagði þeim að ólöglega hefði verið staðið að samningagerð við Halli- burton vegna verkefna í Írak sem þeim var úthlutað án útboðs. „Þetta er versta misnotkun á út- hlutunar- og samningakerfinu sem ég hef séð,“ sagði Bunnatine Greenhouse, yfirumsjónarmaður samninga fyrir verkfræðideild hersins, í viðtali við NBC-sjón- varpsstöðina. Stjórnendur Halliburton vís- uðu ásökunum í sinn garð á bug og sögðu þær ekkert annað en áróður í kosningabaráttunni. Wendy Hall, talsmaður fyrirtækisins, benti á að eftirlitsstofnun á vegum stjórnvalda hefði komist að því að löglega hefði verið staðið að verk- efni fyrirtækisins í Írak. Fyrri rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós að Halliburton rukkaði Bandaríkjaher um of hátt verð fyrir eldsneyti og aðra þjón- ustu sem það veitti í Írak. brynjolfur@frettabladid.is Fjölskyldudeilur: Myrti tíu í erfidrykkju KÍNA, AP Kínversk ekkja sem myrti tíu gesti í erfidrykkju eig- inmanns síns hefur verið tekin af lífi. Konan eitraði fyrir gest- unum með rottueitri sem hún blandaði út í mat sem hún bauð upp á. 23 til viðbótar veiktust en hafa jafnað sig, yngstur þeirra sem lifðu eitrunina af var þriggja ára drengur. Lögreglumenn sem rannsök- uðu morðin komust að þeirri niðurstöðu að konan hefði eitrað fyrir fólkinu vegna þess að hún var reið því eftir langa og erfiða misklíð innan fjölskyldunnar. ■ NÝIR SEÐLAR Í STAÐ TÝNDRA Nýir kjörseðlar voru útbúnir í gær til að senda til tíu þúsund kjósenda sem áttu að fá þá fyrir löngu. Forsetakosningar: Flórída á suðupunkti BANDARÍKIN, AP Í Flórída er heitt í kolunum vegna klúðurs sem hefur orðið í framkvæmd utankjörfund- aratkvæðagreiðslu og ásakana fulltrúa beggja stóru flokkanna í hvors annars garðs. Dawn Roberts, yfirmaður kosn- inga í Flórída, fyrirskipaði kosn- ingastarfsmönnum í ríkinu að vinna eins hratt og mögulegt var til að greiða fyrir atkvæða- greiðslu. Þá hvatti hún kjörstjórn- ir á hverjum stað til að sjá þeim fyrir sérstökum kjörseðlum sem vafi leikur á hvort séu með kosn- ingarétt eða ekki. Þeir kjörseðlar verða ekki taldir fyrr en komist hefur verið að niðurstöðu um það. Repúblikanar segja að þegar hafi 925 dæmdir glæpamenn kosið eða óskað eftir atkvæðaseðlum til að greiða atkvæði utan kjörfundar þrátt fyrir að hafa misst kosninga- rétt. Þeir sökuðu demókrata ein- nig um að reyna að hindra repúblikana í að kjósa, nokkuð sem demókratar vísuðu á bug. ■ ■ FORSETAKOSNINGAR ■ FORSETAKOSNINGAR VEISTU SVARIÐ? 1Hvað greiddi Vinnudeilusjóður KÍmikið út í verkfallinu? 2Eftir hvern er leikritið Norður? 3Hvar liggur Arafat á sjúkrahúsi? Svörin eru á bls. 50 Forsetakosningarnar: Hverju myndi Kerry breyta? EINAR ODDUR KRISTJÁNSON, ÞINGMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKS: Þeir sem ég hef hlustað á og tek mark á vilja meina að hann breyti minnu en sumir ætla, það er það sem ég heyri þegar ég hlusta eftir því sem margir eru að segja. Ég trúi því að svo sé. Það segja margir í Bandaríkjunum að hann sé frjálslyndur en hann er í mínum huga klassískur íhalds- maður. Hvorn myndir þú kjósa? Ég held að þetta sé miklir ágætis- menn báðir. Ég hef ekki kosninga- rétt þar og mun aldrei fá. BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR, ÞINGKONA SAMFYLKINGAR: Það mikilvægasta sem hann myndi breyta er ímynd Bandaríkjanna út á við vegna þeirr- ar herskáu utan- ríkisstefnu sem Bush hefur rekið. Þá myndi hann einnig breyta stöðu mannréttindamála í Banda- ríkjunum, réttindi minnihluta- hópa yrðu til dæmis betur tryggð. Ég held að aldrei hafi verið lagt jafn mikið undir fyrir heims- byggðina og þetta lítur út fyrir að verða spennandi kosninganótt. Hvorn myndir þú kjósa? Auðvitað myndi ég kjósa John Kerry. GUNNAR ÖRLYGSSON, ÞINGMAÐUR FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS: Ég á ekki vona á miklum breyting- um í utanríkismál- um ef Kerry tekur við nema í sam- skiptum við Þjóð- verja og Frakka. Hann mun hafa góð áhrif á heims- myndina í pólitísk- um skilningi. Hann mun að öllum líkindum efla öryggisnetið og huga betur að þeim sem minna mega sín í Bandaríkjunum. Hvorn myndir þú kjósa? Ég myndi kjósa Kerry. SORPURÐUN Stjórn Sorpu er jákvæð gagnvart hug- myndum um að flytja allt sorp höfuðborg- arsvæðisins austur fyrir fjall. BANDARÍKIN, AP Michael Badnarik, forsetaefni Frjálshyggjuflokks- ins, gerir sér ekki vonir um að hafa sigur í einu einasta ríki Bandaríkjanna á kjördag. Hann og stuðningsmenn hans vona hins vegar að þeir geti haft áhrif á úr- slitin í tveimur ríkjum þar sem svo litlu munar á George W. Bush og John Kerry að fá atkvæði geta ráðið úrslitum. Frjálshyggjuflokkurinn ein- beitir sér að tveimur ríkjum, Nýju-Mexíkó og Nevada. Þangað beina þeir öllu fé sínu, atorku og auglýsingum. „Við leituðum að tveimur ríkjum þar sem við gæt- um ráðið úrslitum um það hvoru megin sigurinn lendir,“ sagði Geoffrey Neale, aðgerðastjóri Frjálshyggjuflokksins. Þeim er sama hvoru megin sigurinn lendir svo framarlega sem árangur þeir- ra í ríkjunum verður til þess að vekja athygli á Frjálshyggju- flokknum og þeim vanda sem aðr- ir flokkar en demókratar og repúblikanar standa frammi fyrir vegna þess hvernig kosningakerf- ið er byggt upp. Forsetaframbjóðandi Frjáls- hyggjuflokksins, Michael Badn- arik, er fimmtugur tölvuforritari frá Austin í Texas. hann er fjórði forsetaframbjóðandinn í sögu flokksins. Harry Browne, sem fór í framboð fyrir fjórum árum, fékk 350 þúsund atkvæði. ■ Forsetakosningar: Baráttan nær til Hawaii BANDARÍKIN, AP Íbúar Hawaii upplifa nú nokkuð sem þeir eru ekki vanir þeg- ar forsetakosningar eru annars vegar, nefnilega það að kosningastjórnir f o r s e t a e f n a n n a senda menn til að vinna þá á sitt band. Allt frá því að Hawaii varð ríki Bandaríkjanna 1959 hefur það verið eitt sterkustu ríkja demókrata sem hafa fagnað sigri þar í níu af ellefu forsetakosningum. Nú ber hins veg- ar svo við að mjótt er á munum. Dick Cheney varaforseti var sendur á staðinn fyrir repúblikana en demókratar sendu Al Gore, fyrrum varaforseta, og Alex, dóttur John Kerry, til að heilla heimamenn. ■ VEÐJA Á BUSH George W. Bush er heldur sigurstranglegri en John Kerry samkvæmt Centrebet, áströlskum veðbanka. Þar fær Bush stuðulinn 1,65 en Kerry 2,10. Sá sem veðjar rétt fær í verðlaun þá upphæð sem hann leggur undir sinnum stuðul- inn. Stuðullinn fyrir Ralph Nader er 501. Frambjóðandi Frjálshyggjuflokksins vill ráða úrslitum í tveimur ríkjum: Í hlutverki spellvirkja MICHAEL BADNARIK Forsetaefni Frjálshyggjuflokksins nýtur ekki sömu frægðar og óháði frambjóðandinn Ralph Nader en nafn hans er á kjörseðlin- um í fleiri ríkjum. M YN D /A F H EI M AS ÍÐ U M IC H AE LS B AD N AR IK NÝJUSTU KANNANIR Miðill Bush Kerry Birt Fox News 50% 45% 29. okt. TIPP 46% 46% 29. okt. Zogby 47% 47% 29. okt. GW/Battleground 51% 46% 29. okt. Washington Post 49% 48% 28. okt. JOHN EDWARDS Varaforsetaefni demókrata réðst harkalega að repúblikönum vegna lögreglurannsóknar á útboði til Halliburton, fyrirtækisins sem Dick Cheney varaforseti stjórnaði áður. SKIPTIR LITLU Aleksander Kwa- sniewski, forseti Póllands, sagðist ekki sjá að það skipti neinu fyrir samskipti Póllands og Bandaríkj- anna hvor þeirra, George W. Bush eða John Kerry, sigri. Hvernig sem færi myndu Pól- verjar reyna að eiga gott sam- starf við Bandaríkin. Ráðist að Cheney vegna Halliburton Tengsl Bandaríkjastjórnar við Halliburton eru orðin að kosningamáli eftir að lögreglan hóf rannsókn á því hvort óeðlilega hefði verið staðið að úthlutun verkefnis til þess. Varaforsetinn stjórnaði fyrirtækinu áður. DICK CHENEY Varaforseti Bandaríkjanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.