Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 10
KJARABARÁTTA Miðlunartillagan leiðréttir ekki kjör kennara á þann hátt sem samninganefnd Kennnarasambands Íslands von- aðist eftir að sögn Eiríks Jónsson- ar, formanns sambandsins. „Það gefur augaleið að þegar maður setur fram ákveðna kröfu og nær henni ekki fram þá nær maður ekki eins góðum samningi og maður ætlaði sér,“ segir Eiríkur. „Þegar við réðum sjálf at- burðarásinni þá stóðum við á okkar kröfu. Eftir að það er ljóst að hvorugur aðilinn hreyfir sig þá nýtir sáttasemjari sér ákvæði í lögum um að leggja fram miðlun- artillögu. Þá er komið að þeirri stund að hinn almenni félagsmað- ur taki afstöðu.“ Eiríkur segir að það hafi verið niðurstaða samninganefndarinnar að setja í hvoruga áttina pressu á félagsmenn. „Ef einstaklingurinn segir já það verður tillagan að kjarasamn- ingi, ef hann segir nei þá er það atkvæði um að halda áfram í verk- falli sem getur orðið mjög langt. Þá er það hann sem er að taka ákvörðun um hvort hann vill vera launalaus í verkfalli áfram.“ Aðspurður hvort hann sé bjart- sýnn á að miðlunartillagan verði til þess að leysa kjaradeiluna segir Eiríkur: „Ég hef ekki hug- mynd um það. Ég bara treysti á að hver og einn kennari kynni sér innihaldið og geri það upp við eigin samvisku hvort hann segir já eða nei.“ - th 10 30. október 2004 LAUGARDAGUR GLAÐUR KENNARI Hreiðar Oddsson, kennari í Digranesskóla, var glaðbeittur þegar ljósmyndari Frétta- blaðsins kíkti í heimsókn. Kennarar komu aftur til starfa í gær eftir sex vikna verkfall. KJARABARÁTTA Vetrarfríi grunn- skólanna í Reykavík, sem átti að hefjast á miðvikudaginn og standa út vikuna, verður aflýst. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fræðslunefndar borgarinn- ar í gær. „Mér finnst það alveg kolvit- laus skilaboð til barnanna að koma beint úr verkfalli í frí,“ segir Stefán Jón Hafstein, for- maður fræðslunefndar. Hann segir ljóst að einhverjir kennarar hafi skipulagt frí á þess- um tíma og ef þeir telji sig ekki geta breytt því fái þeir vissulega að taka fríið. Þeim sé það fullkom- lega heimilt. Hann segist hins vegar ekki gera ráð fyrir því að margir kennarar fara í frí eftir þetta langa verkfall. Þrír skólar í borginni höfðu ekki skipulagt að taka vetrarfrí, það eru: Hagaskóli, Hvassaleitis- skóli og Ísaksskóli. Allir aðrir skólar höfðu skipulagt frí og hefur skólastjórum þeirra verið falið að útfæra það nákvæmlega hvernig þeir muni bregðast við til að halda uppi sem eðlilegustu skólastarfi. Stefán Jón segir að allir kennarar sem mæta til vinnu í vetrarfríinu fái borgaða yfir- vinnu. Aðspurður hvað það kostar borgaryfirvöld segir hann: „Í svona tilfellum spyr maður ekki hvað þetta kostar. Það er bara að kýla á það.“ ■ Formaður Kennarasambandsins segist ekki hafa hug- mynd um hvort tillagan verði samþykkt: Enginn þrýstingur á félagsmenn Svæðafélög vildu ekki fresta verkfalli: Samþykktin barst seint KJARABARÁTTA Formenn allra svæðafélaga kennara á höfuð- borgarsvæðinu samþykktu ein- róma á fundi á fimmtudagskvöld- ið að ef miðlunartillaga kæmi fram skyldi verkfalli ekki frestað heldur gengið til atkvæða um hana eins fljótt og mögulegt væri. Þetta kom fram í fréttum Ríkisút- varpsins í gær. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir þetta rangt. „Formenn allra svæðafélag- anna voru ekki á fundi í gær,“ segir Eiríkur. „Einn af þeim er í samninganefndinni þannig að hann var í Karphúsinu. Það er rétt að það var trúnaðarfundur en samþykkt þess fundar kom til okkar eftir að við höfðum tekið okkar afstöðu.“ - th Þriggja daga vetrarfríi grunnskólanna í borginni verður aflýst: Kennarar fá borgaða yfirvinnu STEFÁN JÓN HAFSTEIN Formaður fræðsluráðs borgarinnar segir það gríðarlegan létti að verkfalli skuli hafa verið frestað. Hann segist vona að miðlunartillagan verði síðan samþykkt. EIRÍKUR JÓNSSON Formaður Kennarasambandsins segir að samninganefndin hafi ákveðið að setja í hvoruga áttina pressu á félagsmenn. STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að hann fagnaði því að ríkissáttasemjari hefði lagt fram miðlunartillögu. Hann sagðist telja að í henni fælist umtalsverð kjarabót fyrir kennara. „Ég vil óska kennurum, börnunum og okkur öllum til ham- ingju. Það er mikill léttir í þjóðfé- laginu að þetta er orðin stað- reynd.“ Halldór segist sannfærður um að kennarar samþykki tillögu sáttasemjara. Hann segir laga- setningu ekki vera á borðinu, felli kennarar miðlunartillöguna. „Nú er aðalatriðið að skólar komist í gang á ný. Ég held að það vilji enginn verkfall. Það eru allir kennarar ánægðir með að komast til starfa á ný. Nú er aðalatriðið að koma þessu í gegn.“ Halldór segir að ríkisstjórnin hafi verið í sambandi við ríkis- sáttasemjara á hverjum degi. „Eftir fund með deilendum á mánudag varð okkur ljóst að eina leiðin til lausnar væri að miðlunartillaga væri lögð fram. Það þýddi hins vegar ekki nema verkfalli væri aflýst og það væru líkur til að hún yrði samþykkt.“ Halldór segist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda ef tillagan verði felld og verkfall hefjist aft- ur eftir tíu daga „Í þessari tillögu felst ekki aðeins mikil kjarabót fyrir kennara heldur einnig mikil viðurkenning á þeirra störfum. Það er engin ástæða til að ætla það að tillagan verði ekki sam- þykkt.“ - ás Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra: Fagnar frestun kennaraverkfalls HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Forsætisráðherra var glaður í bragði þegar hann kom á fund Landssambands útvegs- manna í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.