Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 20
20 30. október 2004 LAUGARDAGUR Á lokaspretti kosningabaráttunnar um forsetaembættið í Bandaríkjunum einbeita aðalkeppinautarnir Bush og Kerry sér að því að vinna hylli kjósenda í fáeinum „sveifluríkjum“ þar sem úrslitin eru tvísýnust. Auðunn Arnórsson skoðar hér stöðuna. Nú um helgina verða bæðiGeorge W. Bush forseti og áskorandinn John Kerry með stóra kosningafundi í Flórídaríki, en eins og í kosning- unum fyrir fjórum árum gæti far- ið svo að það sem þar kemur upp úr kjörkössunum (eða út úr kosningavélunum) ráði úrslitum um hver fær lyklavöldin að Hvíta húsinu næstu fjögur árin. Í bandarískum fjölmiðlum er talað um að stuðningsmannalið Bush og Kerrys beiti nú bæði bók- staflega öllum tiltækum ráðum til atkvæðasmölunar. Auglýsinga- flóðið er meira en nokkru sinni og tónninn í þeim með því neikvæð- asta sem sést hefur og mikið er um hræðsluáróður. Samkvæmt skoðanakönnunum eru úrslitin tvísýnust í fimm ríkj- um: Flórída, Pennsylvaníu, Ohio, Wisconsin og Minnesota. Í fimm ríkjum til viðbótar er nokkurt bil á billi frambjóðendanna en þó ekki útilokað að úrslitin verði á annan veg, í þessum hópi eru Nýja-Mexíkó og Michigan. Í 40 ríkjum þykir sigur annars hvors nær vís. Reyndar bendir flest til að þessar kosningar verði ekki síður tvísýnar en þær síðustu, þegar Al Gore fékk hálfri milljón fleiri atkvæði en Bush á landsvísu en færri kjörmenn kjörna, eftir að málarekstur um endurtalningu at- kvæða í Flórída hafði staðið yfir í 36 daga og lauk með því að Bush fékk alla kjörmenn þess ríkis út á 537 atkvæða meirihluta. Kosn- ingasérfræðingar hafa reiknað út að það séu 33 mismunandi leiðir – mislíklegar en þó allar raunhæfar – til að Bush og Kerry hljóti báðir nákvæmlega jafnmarga kjör- menn, 269. Gerist það fellur það í skaut fulltrúadeildar Bandaríkja- þings að kjósa forseta en öldunga- deildarinnar að velja varaforseta. Sveifluríkin mikilvægu Auk Flórída, fjórða fjölmennasta ríkis Bandaríkjanna, hafa keppi- nautarnir lagt mesta áherslu á hin tvö fjölmennustu „sveifluríkin“, Pennsylvaníu og Ohio. Að sögn kosningasérfræðinga er líklegast að sá vinni sem nær meirihluta at- kvæða í tveimur af þessum þrem- ur ríkjum. Sagan kvað sýna að enginn repúblikani hafi komist í forsetastólinn án þess að vinna í Ohio. Í skoðanakönnunum síðustu vikurnar hefur Bush mælst með lítið eitt meira fylgi en Kerry í Flórída en munurinn hefur mælst minni í Ohio og Pennsylvaníu. Í þessum tveimur ríkjum hefur Kerry haft dálítið forskot. Sam- kvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar sem Los Angeles Times birti á fimmtudag var forskot Bush í Flórída orðið nokkuð meira meðal líklegra kjósenda, eða um átta prósentustig (Bush 51, Kerry 43), en í Ohio mældist Kerry með um sex prósentustiga forskot (Kerry 50, Bush 44). Í Pennsyl- vaníu mældist fylgi þeirra hins vegar hnífjafnt (48% hvor). Íbúar Ohio kjósa 20 kjörmenn, Pennsyl- vaníu 21 og Flórída 27. Bush fékk nauman meirihluta talinna at- kvæða í Flórída og Ohio í kosning- unum 2000, en Al Gore í Pennsyl- vaníu. Af þeim ríkjum sem færðu Bush alla sína kjörmenn síðast eru Ohio og Flórída þau fylki sem Kerry leggur mesta áherslu á að vinna á sitt band nú. Sérstaklega hefur kveðið rammt að atkvæðasmölun fram- bjóðendanna í Flórída enda er reiknað með að þar geti heildar- kjörsóknin orðið allt að 75%, sem er mun meira en gengur og gerist í kosningum í Bandaríkjunum. Jeb bróðir í Flórída Fyrir kosningafundi helgarinnar hafði Bush forseti farið í 13 heim- sóknir til Flórída á síðastliðnu hálfu ári, þar á meðal til að skoða eyðilegginguna sem fellibylirnir Charley, Ivan, Frances og Jeanne skildu eftir sig, en ekki er nema rúmur mánuður síðan sá síðast- nefndi gekk yfir og eirði engu. Bush og hans menn gengu eftir það út frá því sem vísu að mynd- irnar af forsetanum, komandi færandi hendi, myndu tryggja honum stuðning þakklátra kjós- enda (Flórídabúum hefur verið heitið vel á annan tug milljarða dala úr sambandsríkiskassanum til enduruppbyggingar). Forset- inn gæti því einbeitt sér að hinum sveifluríkjunum þar sem staðan væri tvísýnni. En eins og áður segir hafa flestar kannanir sýnt að forskot Bush sé það naumt í Flórída að ekkert sé öruggt þar fyrr en að talningu lokinni – og hugsanlegum málaferlum í fram- haldi af henni. Í kosningabarátt- unni í Flórída hefur Bush einnig notið fulltingis Dicks Cheney varaforseta, ráðgjafa síns Karls Rove og fleiri, auk þess sem það spillir ekki fyrir honum að vita af bróður sínum Jeb í ríkisstjóra- embættinu. Demókratar biðla til blökkumanna Kerry hefur heimsótt Flórída alls 25 sinnum þessa síðustu sex mán- uði, tíðast síðustu vikurnar. Hann hefur fengið allar helstu kanónur eigin flokks til liðs við sig á kosn- ingafundi í Flórída ñ Bill Clinton, Al Gore, John Edwards og fleiri, þ.á m. Jesse Jackson. Með hjálp Jacksons reyna demókratar að ná til sem flestra blökkumanna í Flórída og hvetja þá til að láta ekkert aftra sér frá því að nýta kosningarétt sinn, en óánægja hefur kraumað meðal þeirra allt frá því í kosningunum 2000. Deilurnar um framkvæmd þeirra stóðu að töluverðu leyti um að blökkumenn hefðu verið útilokað- ir frá því að greiða atkvæði í sín- um kjördæmum, m.a. á þeirri for- sendu að þeir væru á sakaskrá þótt lög kvæðu á um að aðeins þeir sem dæmdir hefðu verið fyrir alvarlega glæpi misstu við það kosningaréttinn. Því leggja demókratar mikla áherslu á að í þetta sinn verði séð til þess að allir þeir blökkumenn í ríkinu sem kæra sig um að kjósa geri það líka. Í ávarpi á kosningafundi í Miami í vikunni sagði Bill Clinton: „Munið að við unnum í þessu ríki í tvö síðustu skiptin; síðast töldu þeir það ekki. Við getum unnið aftur!” Málaferli þegar hafin Málaferli sem töfðu kosningaúr- slitin í Flórída fyrir fjórum árum hófust þá fyrst eftir kjördag. En í þetta sinn hafa báðir flokkar heil- an her lögfræðinga – sagt er að þeir séu a.m.k. 10.000 talsins í hvoru liði – sem leita að hverri glufu í löggjöf og framkvæmd kosninganna, einkum og sér í lagi í sveifluríkjunum. Lögfræðing- arnir efna umsvifalaust til mála- ferla ef þeir telja það gagnast sínum frambjóðanda. Nú þegar liggja fyrir á þriðja tug málsókna í ríkjunum þar sem úrslitin eru tvísýnust. Skoðanakannanir hafa ennfremur sýnt að meirihluti bandarískra kjósenda reiknar fastlega með því að til málaferla komi um úrslitin eftir kjördag. Til dæmis um málaferli sem nú þegar hefur verið beitt reyndu repúblikanar í Ohio að fá dóm- JOHN F. KERRY Síðasta hálfa árið hefur Kerry heimsótt Flórída alls 25 sinnum. GEORGE W. BUSH Fyrir kosningafundi helgarinnar hafði Bush forseti farið í 13 heimsóknir til Flórída síðastliðna sex mánuði. Ráðast úrslitin aftur í Flórída? FRÉTTASKÝRING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.