Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 21
stóla til að ógilda þúsundir ný- skráninga kjósenda í kjördæmum þar sem vitað er að demókratar njóta mikils fylgis. Í sveifluríkj- unum felst reyndar ein helsta sig- urvon Kerrys í því hve margir nýir kjósendur eru nú skráðir til leiks; af hinum u.þ.b. 11 milljón- um skráðu kjósendum Flórída er meira en tíundi hver nýskráður frá því í síðustu kosningum. Repúblikanar saka demókrata um að standa fyrir tugþúsundum ólögmætum kjósendaskráningum og demókratar saka repúblikana um að ætla að stilla upp her eftir- litsmanna á kjörstöðum, í því skyni að fæla líklega Kerry-kjós- endur frá því að greiða atkvæði. Að baki ásakana beggja liggur það mat, að úrslitin séu að miklu leyti undir nýjum kjósendum komin. Að sögn sérfræðinga bendir flest til að Kerry njóti þess ef nýir kjósendur skila sér vel á kjörstað. Gerir Nader aftur útslagið? Á fimmtudag kom Kerry tvisvar við í Ohio, um kvöldið í félagi við Bruce Springsteen, og Bush tróð þar upp í 18. sinn á árinu í gær, þá með Arnold Schwarsenegger, kvikmyndastjörnu og ríkisstjóra í Kaliforníu, sér við hlið. En jafnvel þótt kjósendur skili sé vel á kjörstað í Flórída, Ohio og hinum sveifluríkjunum og auki þar með líkurnar á sigri Kerrys er annað sem spillt gæti fyrir mögu- leikum hans; Ralph Nader er á kjörseðlinum í Flórída og hann hefur mælst þar með um 2% fylgi. Framboð Naders uppfyllti ekki í öllum ríkjum Bandaríkjanna skil- yrðin fyrir því að fást skráð á kjörseðilinn og á þetta við bæði um Ohio og Pennsylvaníu. En þessi 2% í Flórída gætu hugsan- lega gert útslagið, ef reiknað er með því að þau skiluðu sér annars til Kerrys. Margir stuðningsmenn Kerrys hafa þrýst á Nader að hætta við framboðið, án árangurs. Til dæmis fór sextugur Kaliforn- íumaður, Jerry Rubin, í hungur- verkfall til að mótmæla framboði Naders, sem hann telur að hluta til ábyrgan fyrir því að Bush komst til valda í síðustu kosning- um. Hamrað á öryggismálunum Á endaspretti kosningabaráttunn- ar hafa bæði Bush og Kerry eink- um reynt að höfða til kjósenda sem enn eru á báðum áttum; ekki síst kjósenda sem finnst almennt ekki rétt að „skipta um mann í brúnni“ á meðan landið stendur í stríði en eru heldur ekki ánægðir með frammistöðu Bush en að sama skapi ekki sannfærðir um að Kerry standi sig betur í að tryggja öryggi landsins. Því hefur Kerry lagt mikla áherslu á örygg- ismál á síðustu kosningafundum og gagnrýnt forsetann t.d. harka- lega vegna hvarfs mikils magns sprengiefnis úr fórum hers Sadd- ams Hussein í Írak, en uppvíst varð um hvarf vopnanna nú ný- lega. Demókratar hafa í þessari kosningabaráttu, sem fyrr, veðjað á að kosningarnar vinnist á miðj- unni og reynt að höfða til óákveð- inna kjósenda. Bush rak kosninga- baráttu sína fyrir fjórum árum á svipuðum forsendum, með því m.a. að leggja áherslu á fé- lagslega ábyrga íhaldsstefnu („compassionate conservatism“). En í þetta sinn, þremur árum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. septem- ber og einu og hálfu ári eftir inn- rásina í Írak, veðja repúblikanar aftur á móti á að þessar kosningar verði ekki þær fyrstu í sögunni þar sem Bandaríkjamenn felli sitjandi forseta á meðan landið stendur í stríðsrekstri. ■ 21LAUGARDAGUR 30. október 2004 GETA JÓLIN BYRJAÐ BETUR? -enn er hægt að planta 50% afsláttur af öllum haustlaukum Burkni 299 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 63 20 1 0/ 20 04 Haustlaukaútsala Heildsölumarkaður -allt að 90% afsláttur á jólaljósum og seríum 3 erikur 999 kr. Nóvember kaktus 499 kr. Verðdæmi Verð áður Verð nú Ljósaslanga 5 m 1.990 kr. 599 kr. 40 ljósa útisería 5.999 kr. 990 kr. Gluggamyndir m. ljósi 1.990 kr. 790 kr. Óvenju mikilli kjörsókn er spáð Það er mat sérfræðinga að kjörsókn verði óvenju mikil í þessum forsetakosningum vestra. Giskað hefur verið á að fleiri en 26 millj- ónir kjósenda, af alls um 120 milljónum skráðra kjósenda, muni greiða atkvæði utan kjörfundar, ýmist með póstkosningu eða á kjör- stöðum. Hinn formlegi kjörfundur hefst annars að venju á miðnætti aðfaranótt þriðjudags í smábænum Dixville Notch í New Hamps- hire. Atkvæðasmalar beggja frambjóðenda, einkum þó Kerrys, hafa hvatt fólk til að nýta sér möguleikann á að greiða atkvæði snemma, utan kjörfundar. Allt bendir til að margir kjósendur hyggist hlýða þessu kalli. Rammt hefur kveðið að atkvæðasmölun frambjóðendanna í Flórída enda er reiknað með að þar geti heildarkjörsóknin orðið allt að 75 prósent, sem er mun meira en gengur og gerist í kosningum í Banda- ríkjunum. ,, UMDEILDAR RAFRÆNAR KOSNINGAVÉLAR. Starfsmaður kjörstjórnar í Flórída hugar að umdeildum kosningavélum með snertiskjám. Gagnrýnendur vélanna óttast bilun í hugbúnaði þeirra og ef svo fari muni atkvæði tapast og þar með endurtalning vera útilokuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.