Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 22
V erkfalli kennara hefur verið frestað eftir að skólastarf ígrunnskólum hefur legið niðri í sex vikur, einmitt álíkalangan tíma og samninganefndir deiluaðila tóku sér í sumarleyfi frá kjaraviðræðum. Kennarar mættu til starfa í gær og á mánudaginn koma 45 þúsund börn aftur í skólann eftir að hafa verið án þeirrar menntunar sem þau eiga rétt á í 30 daga af þeim 180 sem kennsla stendur að meðaltali á einu skólaári í grunnskólanum. Einn sjötti hluti skólaársins er farinn í súginn. Reyndar verður að teljast furðulegt hversu sinnulítið sam- félagið hefur verið yfir því að öll þessi börn hafi verið án fræðs- lu svo vikum skiptir. Áhyggjur fólks hafa fyrst og fremst snú- ist um að börnin hafi verið án gæslu meðan foreldrar sinntu vinnu sinni. Hitt hefur mun minna verið rætt að öll þessi 45 þús- und börn og unglingar voru án fræðslu. Á þeim voru brotin grundvallarmannréttindi, rétturinn til menntunar. Þetta virðist þó hafa valdið fólki, meira að segja foreldrum allra þessara barna og unglinga, minni áhyggjum en hitt að hafa ekki gæslu fyrir börnin. Helst hefur orðið vart við áhyggjur af því að ung- lingarnir í elstu bekkjum grunnskólans, sem eiga að þreyta samræmd próf á þessu skólaári eða því næsta, hafi verið án menntunar. Að vísu gegnir skólinn ákveðnu gæsluhlutverki og því hlutverki að vera kjölfesta í daglegu lífi nemendanna. Ekki má heldur gera lítið úr skaðlegum áhrifum þess að brjóta upp daglega rútínu, að börn og unglingar hafi lítið fyrir stafni og fáar daglegar skyldur. Grundvallarhlutverk skólanna verður þó alltaf að mennta börnin í víðasta skilningi þess orðs. Getur verið að í íslensku samfélagi sé fyrst og fremst litið á grunnskólann sem gæslu- eða dvalarstað nemenda meðan for- eldrar þeirra sækja vinnu? Er það hugsanlega ástæðan fyrir því að ekki hefur náðst þjóðarsátt um að kennarar fái laun í sam- ræmi við þá ábyrgð sem þeim er falin og þá menntun sem þeir hafa sótt sér? Getur verið að þetta viðhorf til grunnskólans sé ástæða þess að um leið og nefndar eru mannsæmandi kjarabæt- ur fyrir kennara komi aðrar stéttir og krefjist kjarabóta í sam- ræmi við hugsanlegar kjarabætur kennara? Grunnskólinn er ein af grundvallarstofnunum velferðarsam- félagsins og kennarar gegna lykilhlutverki í grunnskólanum. Starf grunnskólakennara er því eitt af mikilvægustu störfum samfélagsins. Þetta virðist því miður hafa gleymst á síðustu áratugum og vissulega má velta því fyrir sér hvers vegna virð- ingin fyrir grunnskólanum hefur farið þverrandi. Sveitarfélögin hafa að mörgu leyti sýnt mikinn metnað eftir að þeir tóku við grunnskólunum fyrir rúmum átta árum. Lík- lega hefur framþróun í grunnskólum ekki verið jafnhröð og á þessum átta árum, allar götur síðan þeim var komið hér á fót í upphafi. Skólastjórnendur og kennarar hafa gegnt lykilhlut- verki í þessari þróun. Vonandi sér þess stað í þeim launum sem kennurum eru boðin í miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem borin verður undir atkvæði samningsaðila í næstu viku. ■ 30. október 2004 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR Verkfall kennara vekur til umhugsunar hver viðhorf samfélagsins eru til grunnskólans. Aftur í skólann FRÁ DEGI TIL DAGS Getur verið að í íslensku samfélagi sé fyrst og fremst litið á grunnskólann sem gæslu- eða dvalarstað nemenda meðan foreldrar þeirra sækja vinnu? ,, SMS LEIKUR EINTAK Á 199 KRÓNUR? Sendu SMS skeytið BTL TBF á númerið 1900 og þú gætir unnið! 12. hve r vinnur! Ótal auka- vinning ar! Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið Kem ur 5 .nóv . PC CD-ROM PC CD-R OM INNIHELDUR ÍSLENSKU DEILDINA! ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Risarækjur Mörgum hefur þótt kynlegt að sjá Orkuveitu Reykjavíkur undir forystu Alfreðs Þorsteins- sonar fjárfesta í framleiðslu á risarækjum. Margir spyrja: Ætti ekki skó- smiðurinn að halda sig við leistann? Orku- veitan að ein- beita sér að heita vatninu og rafmagninu? Eru ekki risa- rækjur frekar verkefni fyrir einkaaðila en opinbert þjónustufyrir- tæki? Alfreð og menn hans svara því til að nýleg lög um Orkuveituna heimili hvers konar starfsemi sem nýtt geti þekkingu eða búnað fyrir- tækisins og benda á að sérstök áhersla sé í því sambandi lögð á ný- sköpun. Á móti er bent á að Alfreð hafi sjálfur látið lauma klausunum með þessu orðalagi inn í lögin þegar þeim var breytt. Slóttugur karl ef satt er! Stolnar kökur Alfreð lætur gagnrýni á rækjufram- leiðslu Orkuveitunnar sem vind um eyru þjóta. Bauð hann fyrr í vikunni til veislu þar sem mönnum var boðið að bragða á afurðunum. Fengu þær bestu meðmæli helsta matreiðslu- meistara þjóðarinnar, Úlfars Eysteins- sonar. Þetta varð Birgi Tjörva Péturs- syni héraðsdómslögmanni tilefni hug- leiðinga í Viðskiptablaðinu í gær: „Risarækjurnar þurftu nú ekki að vera vondar á bragðið til að hægt væri að efast um brölt Orkuveitunnar,“ skrifaði hann. „Torbjörn Egner kenndi okkur snemma í Dýrunum í Hálsaskógi, að stolnar kökur eru ekkert endilega vondar á bragðið. Hérastubbur bakari þvaðraði þetta bara um hann afa sinn til að blekkja Mikka ref svo hann stæli ekki vel heppnuðum piparkökum. Orkuveitan hefur ekkert sannað um réttmæti fjárfestingarinnar þótt Alfreð þyki rækjurnar sætar og góðar“. gm@frettabladid.is Spilling hefur löngum verið fylgi- fiskur lýðræðis í Bandaríkjunum. Á seinni hluta 19. aldar varð kosn- ingamaskína demókrata í New York, Tammany Hall, alræmd fyrir vafasamar aðferðir sínar við að tryggja að öruggur meirihluti kæmi upp úr kjörkössunum, hvað sem leið seðlunum sem kjósendur höfðu stungið í þá. Enn í dag er Tammany Hall notað sem samnefni í Bandaríkjunum um víðtæka og djúprista pólitíska spillingu og misnotkun valds. En þótt margt hafi verið brallað í áranna rás í kosningum til borga- og héraðs- stjórna og í baráttu um völdin í ein- stökum ríkjum er hitt sjaldgæfara, að ásakanir komi fram um kosn- ingasvik í forsetakosningum, sem jafnvel hafi ráðið úrslitum. Þó voru þeir repúblikanar til sem töldu að víðtæk kosningasvik á vegum Daly-klíkunnar í Chicago hefðu riðið baggamuninn um kjör J.F. Kennedys 1960. Slíkar grunsemdir voru þó þaggaðar niður og Nixon ákvað að hlíta úrslitunum án kvart- ana. Sjaldan hefur verið jafnmjótt á mununum milli tveggja forseta- efna og í síðustu kosningum. Lang- flestir demókratar munu líta svo á að kosningunum hafi verið „stolið“ með ýmiss konar brellum í Florida, sem svo vill til að er undir öruggri stjórn repúblikanans Jeb Bush, bróður annars frambjóðandans, George W. Bush. Enginn dregur í efa að framkvæmd kosninganna þar var hið mesta klúður. Í fyrsta lagi var um að ræða tæknilega veikleika: atkvæðavélar virkuðu ekki eins og til var ætlast. Í öðru lagi hafa gegnir menn leitt rök að því að með kerfisbundnum hætti hafi tugir þúsunda blökkumanna ýmist verið teknir út af kjörskrám, eða hindraðir í að kjósa með ólög- mætum hætti, en það er yfirleitt gengið út frá því sem vísu að demókratar hljóti atkvæði 80% blökkumanna. Þetta eru alvarlegar ásakanir, þegar munurinn milli frambjóðenda er einungis nokkur hundruð atkvæði. Niðurstaðan varð sú að Hæstiréttur Bandaríkj- anna tók málið í sínar hendur og úrskurðaði George Bush í vil. Þar með hafði Bush fengið meirihluta í Kjörmannaráðinu og þá beindist athygli manna að því undarlega fyrirbæri. Kjörmanna- ráðið er eins konar botnlangi í kerf- inu. Að forminu til er það þannig að hvert ríki kýs kjörmenn í samræmi við íbúafjölda sinn og þeir koma svo saman í byrjun janúar og kjósa forsetann. Sigurvegari í hverju ríki fær alla kjörmenn þess ríkis. Sá sem sigrar naumlega í fjölda hinna smærri ríkja, er því líklegri til að fá meirihluta kjörmanna, þó svo að hann hafi færri atkvæði en hinn sem sigrar með stórum meirihluta í stærstu ríkjunum. Fari enn svo nú, að forsetinn verði kjörinn með minnihluta atkvæða, en meirihluta kjörmanna, aukast líkurnar á því að þessi óþarfi milliliður, Kjörmanna- ráðið, verði afnuminn. Önnur leið gæti verið sú tillaga, sem Colorado leggur fyrir kjósendur sína nú, að hvor flokkur fái kjörmenn í sam- ræmi við atkvæðatölu sína. Verði þetta samþykkt þar á það að taka strax gildi. Verði mjótt á mununum þarna er búist við heiftúðugum málaferlum af hálfu sigurvegar- ans, sem gera mun kröfu til allra kjörmannanna. Það verður að segjast eins og er, að Bandaríkjamenn umgangast kosningar af furðulegu kæruleysi og léttúð. Engin samræmd kosn- ingalöggjöf er til fyrir landið. Framkvæmd kosninganna er breytileg eftir ríkjum og oftast í höndum kjörstjórnar í hverju kjör- dæmi fyrir sig. Kjörstjórnirnar eru oftar en ekki skipaðar einlitum flokksmönnum, en ekki í höndum embættismanna. Það er undir hverjum kjósanda komið hvort hann lætur skrá sig á kjörskrá og u.þ.b. helmingur kýs að láta það vera. Eftir klúðrið í Flórida tók þingið reyndar á sig rögg og setti lög (The Help America Vote Act, HAVA) í október 2002. Stórfé var varið til að hvetja ríkin til að endurnýja at- kvæðavélar sínar. Um 50 milljónir kjósenda munu núna kjósa með rafrænum vélum með snertiskjá. En alls konar klúður er að koma upp. Í kosningum í kjördæmi í Ind- íana í vor tókst 5352 kjósendum einhvern veginn að greiða 144000 atkvæði. Í kosningum í kjördæmi í Flórida í janúar sl. vann sigurveg- arinn með 12 atkvæða mun og bar þá samkvæmt lögum Flórída ríkis að endurtelja, en það var ekki hægt. Það eina sem vélin skilaði frá sér á pappír voru lokatölurnar! Og í gær skýrðu blöðin frá því að í sama kjördæmi hefðu 58000 utan- kjörfundaatkvæðaseðlar týnst í pósti! Ekkert kosningakerfi er full- komið. Tímaritið Economist spyr sig (18.sept.) hversu líklegt sé að þessa árs kosningar gangi snurðu- lausar fyrir sig en síðast og telur allt benda til hins gagnstæða. Aldrei fyrr hafa augu umheimsins fylgst svo grannt með kosningum í Bandaríkjunum. Getur ofurríkið, sem sendi menn til mánans og getur sent hundraða þúsunda manna heri með alvæpni heimsend- anna á milli til að útbreiða lýðræð- ið, getur það komist skammlaust frá framkvæmd kosninga í sínum heimaranni? Svör við þeirri spurn- ingu fást í næstu viku. ■ Í DAG BANDARÍSKU FORSETA- KOSNINGARNAR ÓLAFUR HANNIBALSSON Það verður að segjast eins og er að Bandaríkjamenn um- gangast kosningar af furðu- legu kæruleysi og léttúð ,, Klúðrið er byrjað Skoðanir og umræður eru einnig á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.