Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 27
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 223 stk. Keypt & selt 50 stk. Þjónusta 41 stk. Heilsa 15 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 39 stk. Tómstundir & ferðir 13 stk. Húsnæði 40 stk. Atvinna 22 stk. Tilkynningar 9 stk. Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 30. október, 304. dagur ársins 2004. Reykjavík 9.05 13.11 17.16 Akureyri 8.59 12.56 16.52 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Grái Citroenbragginn hennar Ernu Hrann- ar Herbertsdóttur er sætur bíll sem fær fólk til að horfa á eftir sér. „Þetta er svona brosbíll. Fólk lyftir brúnum þegar það sér hann – og brosir. Allt niður í smábörn. Hann er það mikið öðruvísi en þeir bílar sem al- gengastir eru á götunum,“ segir Erna Hrönn ánægð með gripinn og heldur áfram. „Ég varð voða kát þegar ég sá hann auglýst- an síðastliðið sumar – ég held bara að það hafi verið í Fréttablaðinu. Það var ekki fyrr en í júlí þannig að ég er svo til nýbyrjuð að taka hann til kostanna. Áður var hann í eigu Vestmannaeyings og hann á allan heiðurinn af því hvað hann lítur vel út að utan. Sætin eru orðin svolítið slitin en ég læt laga þau einhverntíma.“ Bíllinn er af árgerð 1988 en bara ekinn 56 þúsund kílómetra. Svo er hann með topplúgu og hægt að taka þakið niður. „Það var ansi þægilegt í sumarhitan- um,“ segir eigandinn. Erna Hrönn starfar í eldhúsi Latabæjar og fer á brosbílnum í vinnuna þegar vel viðrar. Hún kveðst hafa látið sig dreyma um svona Citroenbragga frá því hún var ung stelpa úti í Frakklandi. „Ég hef alltaf verið veik fyrir þeim síðan enda er ofsalega gott að sitja í þeim, fjaðrabúnaðurinn er svo fínn. Svo eru þeir mjög léttir. Það er leikur fyrir eina manneskju að ýta þeim en það væri heldur ekki sniðugt að fara á slík- um bíl meðfram Hafnarfjallinu þegar mesta rokið er. Við ætlum að leggja þessum í vetur því hann er frekar óþéttur og kaldur og hentar ekki til vetraraksturs. Setjum hann því inn í skúr og lofum honum vera þar í 3-4 mánuði, þar til vorar á ný.“ gun@frettabladid.is Citroen-braggi árgerð 88: Þetta er svona brosbíll bilar@frettabladid.is 2,5 milljónir Toyota bifreiða hafa verið framleiddar í Evrópu. Þetta markar tímamót í sögu Toyota í Evrópu. Á þessu ári reiknar Toyota með að framleiðsl- an verði 565.000 bifreiðar, 466.000 vélar og 198.000 gír- kassar í alls sex verksmiðjum í fimm löndum. Á næsta ári mun Toyota síðan hefja byggingu á tveimur nýjum verksmiðjum. Önnur er í Póllandi og hin, sem er sameiginlegt verkefni með Peugot og Citroen, í Tékk- landi. Markmið Toyota er að selja 900.000 bifreiðar í álfunni í ár og 1,2 milljón bifreiða árlega fyrir árið 2010. Birgitta Haukdal fjár- festi í eintaki af glænýju 1 línunni frá BMW hjá B&L á dögunum. Birgitta var fyrsti kaupandinn að línunni og sú fyrsta hér landi til að fá bílinn af- hentan. Birgitta er afskaplega ánægð með nýja bílinn og þykir bæði útlitið og aksturseiginleik- arnir frábærir. Fimmtíu ára afmælistilboði B&L lýkur núna um helgina 30. til 31. október. Í tilefni afmælisins fylgir afmælispakki með aukahlutum að eigin vali fyrir hundrað þúsund krónur með öllum nýjum bílum. Völdum bílum fylgir einstakur af- mælispakki til viðbótar. Bílaland verður einnig með áhuga- verða bíla á sérstökum af- mæliskjörum í tilefni af- mælisins. Afmæliskaka verð- ur á boðstólum og ekki af verri endanum þar sem hún verður fimmtíu metra löng. Opið er frá klukkan 12 til 16 bæði laugardag og sunnudag. Erna Hrönn var alsæl þegar hún fann þennan snotra bíl í sumar. Þar með rættist franskur draumur frá æskuárum. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í BÍLUM FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Kennari, má ég fara fram? Nærbuxurnar mínar vilja komast á klósettið. Erum flutt í Hæðarsmára 6 í Kópavogi. (Fyrir aftan Smáralindina). 4 stólar lausir til leigu. Allt innifalið, líka stuðið!!! Hafið samband við Boggu eða Sigrúnu í síma 544 4455 eða 565 9667.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.