Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 28
Sportbílar eru málið um þessar mundir. Audi ætlar að kynna nýja útfærslu af TT bíl sínum á næstunni og Volkswagen hyggst koma með sinn fyrsta sportbíl árið 2008. Mazda ætlar að betrumbæta RX-8 bílinn og ofurbílar eins og Bugatti Veyron og Gallardo Roadster eru handan við hornið. Honda: Bíll sem sér í myrkri Honda þróar nú nætursjón í bíl, þá fyrstu sinnar tegundar. Nætursjónin greinir gangandi vegfarendur, reið- hjólafólk og dýr og gerir bílstjóra við- vart. Kerfið byggir á myndavélum sem greina innrauða geisla frá fólki og dýrum á akbrautinni framan við bílinn eða á leið út á hana. Nætur- sjónin verður frumsýnd á nýjum Honda Legend bíl í haust. Myndavélarnar eru tvær á framenda bílsins. Vélarnar greina bæði lang- bylgju og innrautt ljós sem lifandi verur gefa frá sér. Kerfið metur út frá stærð hvort um ræðir dýr eða mann og þá hvort hann er gangandi eða á hjóli. Ekkert annað kerfi er til fyrir bíla sem varar með þessum hætti við mönnum og dýrum, ekki bara á ak- brautinni heldur líka á leið út á hana. Afstöðumynd kemur fram á skjá yfir mælaborðinu en skjárinn hverfur inn í mælaborðið á daginn. Maður eða dýr á eða við akbrautina koma fram sem lýsandi rammi á skjánum og um leið kemur hljóðviðvörun. Nætursjón Hondabílanna er talin góð viðbót við nýju ljósin sem lýsa fyrir horn og nú sjást á æ fleiri lúxusbílum. Crazy Bastard bíllinn: Í 100 á fjórum sekúndum „Það er á mörkunum að ég þori að sleppa kærustunni á rúntinn á bílnum. Hún vekur þá svo mikla athygli strákanna,“ segir Haraldur og hlær. Í Crazy Bastard, nýju mynd- bandi strákanna í 70 mínútum og hljómsveitarinnar Quarashi bregður fyrir svartri glæsikerru af gerðinni Pontiac, Trans Am af árgerðinni 2000. Eigandinn er Haraldur Jónsson vélstjóri sem starfar hjá Skeljungi. Hann keypti bílinn frá Kanada í júní á um það bil fjórar millur og fékk hann til landsins með flugvél. „Það átti að taka tvær til þrjár vikur en endaði í tólf. Ég var al- veg að verða vitlaus og hélt ég hefði tapað peningunum,“ segir hann og kveðst dást að kærustu sinni Jenný að umbera hann á þessum tíma. Trans Am hefur viðurnefnið „hinn fullkomni,“ (Performans Packages) enda er staðalbúnaður hans „rúmlega allt,“ eins og Har- aldur orðar það. Bíllinn er mest- allur úr áli, harðtrefjum og plasti og því fisléttur miðað við stærð. Hann er beinskiptur með sex gíra og í honum er nýtt elds- neytisnýtingarkerfi sem gerir hann einkar sparneytinn. „En hann getur líka eytt miklu á háum snúningi því vélin er slaglöng,“ segir eigandinn og upplýsir að vélin sé álblokk, 465 hestöfl í dag. Sem dæmi um kraftinn nefnir hann að það taki fjórar sekúndur að koma bílnum úr kyrrstöðu upp í 100 kílómetra hraða. Af græjum má geta geislaspilara, magnara, tíu hátal- ara, tónjafnara og kraftmagnara. Þá er gripurinn með spólvörn, skriðvörn og svokallaðan Law Track skynjara sem til dæmis gefur til kynna hvort of hratt sé farið í beygjur. Aksturseiginleik- arnir eru semsagt fyrsta flokks. Það leynir sér heldur ekki þegar sest er inn í þennan vagn að hann er gæðingur mikill. Hann bók- staflega svífur um og hægt er að láta sætin falla algerlega að baki og hliðum ef ýtt er á rétta takka. Slíkt getur komið sér vel í kröpp- um beygjum. Haraldur kveðst lengi hafa verið bíladellukall. Hafi eignast bæði bíl og bifhjól um fermingu, átt 27 hjól í gegnum tíðina og eyðilagt 30 gamla bíla í malar- námuakstri. Sportbílarnir hans hafi verið ótalmargir og af ýms- um tegundum. „En þessi slær þeim öllum við,“ fullyrðir hann og kveðst loks búinn að finna það sem hann hefur leitað að alla ævi. gun@frettabladid.is [ TRYLLITÆKI VIKUNNAR ] Lexus IS 300 Turbo Tryllitæki vikunnar er Lexus IS 300 Turbo árgerð 2003 . Bíllinn er rúm- lega 500 hestöfl. Vélin er þriggja lítra með fimmþrepa sjálfskiptingu og hálf- beinskiptur í stýri. Bíllinn er með Xenon aðalljós. Upphaflegu gormun- um var skipt út fyrir lægri gorma til að lækka bílinn og fá stífari fjöðrun. 19 tommu dekk voru sett undir bílinn og álfelgur. Bíllinn er með opið þriggja tommu ryðfrítt pústkerfi. Í hann var sett túrbína, millikælir og skipt var um stimpla og settir sterkari heddboltar til að ná hámarksafli úr vélinni. Allur frágangur á slöngum og leiðslum er til fyrirmyndar, til dæmis eru rör fyrir millikæli póleruð. Í bílnum er hug- búnaður sem hægt er að tengja við fartölvu og þaðan getur ökumaður stillt sjálfur eldsneytisblöndu, hversu mörgum pundum túrbínan blæs og hversu mikið súrefni fer inn á vélina. Með fartölvunni getur hann gert ýmsar breytingar og stillt hlutföll bensíns og súrefnis svo hægt sé að ná hámarksnýtingu úr þeim véla- búnaði sem búið er að setja í bílinn. Bíllinn kostaði 4,470 milljónir fyrir breytingar en verðgildir hefur aukist töluvert með þeim breytingum sem hafa verið gerðar. Aukabúnaðurinn er frá Swift Racing Technology (SRT). FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Vorum að taka upp nýjar sendingar. Full búð af Neon ljósum, Angel Eyes fyrir BMW, VW & Honda, Lexus ljós á margar tegundir bíla, Xenon bílaperur. Green Kraftsíur, felgur, sportsæti. Fylgist með á www.ag-car.is/motorsport. Opið alla virka daga 8-18 og laugardaga 12-16. S:587-5547. Ný staðsetning Klettháls 9.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.