Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 42
121 milljarður skófst af verð- mæti fyrirtækja í Úrvalsvísi- tölunni í vikunni. Lækkunin á einni viku hefur aldrei ver- ið snarpari. Fjárfestar leysa út hagnað síðustu mánaða. Hlutabréfaverð í Kauphöll Ís- lands hélt áfram að lækka í gær. Nú hefur Úrvalsvísitalan lækkað átta daga í röð og á síðustu fimm dögum hefur gildi hennar fallið um 11,94 prósent. Þetta er langmesta lækkun sem orðið hefur á einni viku frá því byrjað var að reikna vísitöl- una í ársbyrjun árið 1993. Fram eftir degi í gær leit út fyrir að lækkunin yrði ennþá meiri og lengi vel stefndi í metlækkun. Í lok dags snérist þróunin hins veg- ar við og fyrirtæki sem höfðu hríðfallið í verðgildi náðu sér aft- ur á strik. Á síðustu viku hefur markaðs- verð fyrirtækja í Úrvalsvísitöl- unni lækkað verulega. Síðasta föstudag var heildarverðmæti fyrirtækjanna fimmtán 1.011,7 milljarðar en er nú 890,5. Verð- mæti fyrirtækjanna hefur því lækkað um 121 milljarð á fimm dögum. Þrátt fyrir lækkanir síðustu daga er ávöxtunin framúrskar- andi á síðustu tólf mánuðum. Úr- valsvísitalan hefur hækkað um sextíu prósent frá áramótum og um 75 prósent frá því fyrir tólf mánuðum síðan. Kauptækifæri að myndast? Greiningardeildir bankanna hafa undanfarið varað við of háu hluta- bréfaverði. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir að miðað við hefðbundnar greiningar sé aðeins eitt fyrirtæki á markaði sem hafi jákvæðar ávöxtunarhorfur á næsta ári þrátt fyrir verðlækkan- ir. Hún er þó á þeirri skoðun að ekki sé ástæða til að óttast hrun á hlutabréfamarkaði. „Það er engin hætta lengur varðandi verðbólu. Verðið er hátt en við erum ekki að tala um neina bólu,“ segir hún. Atli B. Guðmundsson hjá Ís- landsbanka segir að eftir verð- lækkanir síðustu viku sé verð- lagning fyrirtækja komin nær því sem greiningardeildin telur eðli- legt. „Það er góður gangur í rek- stri fyrirtækjanna og rekstrarum- hverfið hefur ekki breyst til hins verra,“ segir hann. Hann telur ennfremur að líklegt sé að mark- aðurinn verði áfram sveiflu- kenndur og segir það til marks um heilbrigði markaðarins. „Það eru mikil skoðanaskipti á markaðin- um,“ segir hann. Davíð Rúdólfsson hjá KB banka er einnig á þeirri skoðun að eftir verðlækkanir síðustu daga kunni að leynast kauptækifæri. „Það eru félög í dag sem eru ágætlega verðlögð á markaði að okkar mati og jafnvel kauptæki- færi í einhverjum þeirra enda hafa þessi félög fylgt markaðin- um niður á við. Það eru þá helst rekstrarfélög þar sem þróun á verðbréfum hefur ekki mikil áhrif á afkomu,“ segir hann. Ýmsir þættir stuðla að lækkun Sérfræðingar á markaði telja að ýmsir þættir hafi valdið því að lækkunin hafi orðið snörp í síð- ustu viku. Nefnt er sérstaklega að fyrirhuguð hlutafjárútboð ýmissa fyrirtækja hafi gefið fjárfestum ástæðu til að losa um fjármagn til þess að eiga fyrir nýjum bréfum. Þá er líklegt að margir séu mjög ánægðir með ávöxtun síðustu missera og hafi fyrir löngu gert upp við sig að selja sig út úr ís- lenskum hlutabréfum þegar fyrstu merki um bresti kæmu í ljós. Þetta hefur valdið söluþrýst- ingi síðustu daga. Þegar hlutabréf hafa hækkað jafnskarpt og raunin hefur verið síðustu mánuði getur myndast uppsöfnuð spenna og því getur lækkunarhrina orðið mjög snörp eins og nú hefur gerst. Þetta getur haft í för með sér mikið tap fyrir þá sem hafa keypt hlutabréf á háu verði skömmu fyrir leiðrétting- una. Sérfræðingar í bönkunum telja að ekki sé eins mikið um skuldsett kaup á hlutabréfum nú eins og í síðustu uppsveiflu. Útlánaþensla hefur þó verið nokkur, sérstak- lega með tilkomu 4,2 prósenta húsnæðislánanna. Nokkur dæmi eru um að menn hafi skuldsett sig á síðustu vikum og tekið stöður á hlutabréfamarkaði. ■ Seðlabankinn hækkar stýri- vexti um hálft prósentustig. Birgir Ísleifur Gunnarsson hefði viljað sjá meira aðhald í fjárlagafrumvarpinu. Seðlabankinn tilkynnti í gær um hækkun stýrivaxta. Hækkun- in tekur gildi um mánaðamót og verða stýrivextir bankans 7,25 prósent. Hækkunin í gær nam hálfu prósentustigi. Í tilkynningu frá Seðlabankan- um segir að verðbólguvæntingar hafi þokast upp á við upp á síðkastið og því sé raunvaxtastig- ið ekki að hækka. Raunvextir eru vextir að frádreginni verðbólgu. Að sögn Birgis Ísleifs Gunn- arssonar seðlabankastjóra er ákvörðunin tekin því Seðlabank- inn telji að of mikil þensla sé í hagkerfinu. „Það er ansi mikil bólga í öllu. Það er gríðarleg ásókn í þessi fasteignaveðlán bankanna sem auðvitað ýtir undir þenslu, hvernig sem á það er litið. Þetta losar um fé og jafnvel þótt allt fari í endurfjármögnun þá er augljóst að það er verið að létta greiðslubyrðina,“ segir hann. Birgir Ísleifur telur að meira aðhald hafi þurft að vera í fjár- lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. „Við teljum að það sé verkefni sem Alþingi standi frammi fyrir í sambandi við endanlegan frágang fjárlaganna að það komi fram meira aðhald í endanlegum fjár- lögum heldur en fjárlagafrum- varpið sýnir,“ segir Birgir Ísleif- ur. - þk 75 ár fá fallinu mikla Október hefur löngum verið grimmastur mánaða í hlutabréfaviðskiptum. Þessu hafa íslenskir fjárfestar ekki farið varhluta af því á síðustu dögum hefur gengi fyrirtækja á markaði lækk- að stöðugt. Í gær lækkaði Úrvals- vísitalan enn og eru nú komnir átta dagar í röð þar sem Úrvalsvísitalan hefur lækkað.um fimmtán prósent frá því að lækkunarhrinan hófst. Í gær voru einmitt 75 ár frá því að mark- aðir í Bandaríkjunum hrundu og ýttu úr vör heimskrepp- unni. Þetta var 28. oktbóber 1929 en þá lækkaði Dow Jo- nes vísitalan um 13,47%. Fleiri grimmir októberdagar Annar grimmur októbermánuður í Bandaríkjunum var árið 1987. 19. október hrundi Dow Jones vísi- talan um 22,61 prósent. Þann dag hrundi Nasdaq- vísitalan um 11,35 prósent og daginn eftir um níu prósent til viðbótar. Þriðja mesta lækkunin á Dow Jones á einum degi varð einnig í október, nánar til- tekið hinn fimmta árið 1931. Þá féll vísitalan um 10,73 prósent. Partílækkun Landsbankinn hélt mikla veislu fyrir fjárfesta og velunnara á fimmtudagskvöldið. Þar fögnuðu menn árangri bankans síðasta árið. Sigurjón Árna- son bankastjóri var hrókur alls fagnaðar og fóru gestir heim hreifir af veitingum og trú á framtíð bankans. Bréf Landsbankans lækkuðu hins vegar mikið við opnun markaða en tóku við sér undir lok dagsins. Var mál manna að aðdáendur bankans hefðu líklega sofið lengi eftir veisluna og ekki tekið til við kaup hlutabréfa í bankanum fyrr en líða tók á daginn. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.364 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 1.375 Velta: 11,004 milljónir -2,98% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Aðeins eitt félag í Kauphöll- inni hækkaði í verði í gær. Það var Síminn sem hækkaði lítillega í litlum viðskiptum. Öll önnur bréf féllu í verði eða stóðu í stað. Farþegum í áætlunarflugi Icelandair fjölgaði um 12,4 pró- sent í september frá árinu í fyrra. Frá áramótum er fjölgunin 18,2 prósent. Vöxtur var einnig hjá öðr- um dótturfélögum Flugleiða. Hlutabréf í deCode standa nú í um sjö Bandaríkjadölum á hlut. Uppgjör er væntanlegt 3. nóvem- ber. Hlutabréf í Singer & Fried- lander lækkuðu lítillega í gær. Þau kosta nú 273,5 pens en 19. október stóð gengið í 311.xxxxx 30 30. október 2004 LAUGARDAGUR vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 43,70 -5,00% ... Bakkavör 23,50 -5,24% ... Burðarás 12,30 -4,28% ... Atorka 5,10 -0,97% ... HB Grandi 7,40 - ... Íslandsbanki 10,25 -2,84% ... KB banki 442,50 -2,96% ... Landsbankinn 12,65 - ... Marel 48,50 -2,41% ... Medcare 6,00 -4,00% ... Og fjarskipti 3,60 -2,70% ... Opin kerfi 26,40 -0,38% ... Samherji 12,10 -0,41% ... Straumur 8,70 -2,25% ... Össur 90,00 -3,23% Enn lækkun í Kauphöll Síminn 1,23% Kaldbakur -8,86% Hlutabréfasj. Búnaðarb. -5,61% Bakkavör -5,24% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Stærstu eigendur Lands- bankans litu á lækkun geng- is bankans sem tækifæri til kaupa. Þeir létu slag standa. Samson, stærsti eigandi Lands- bankans, keypti í gær hlut í bank- anum fyrir rúmar 800 milljónir króna. Landsbankinn lækkaði skarpt við opnun markaða í gær, en þrátt fyrir methagnað bankans voru væntingar markaðarins meiri. Gengi bankans tók að hækka und- ir lok dags og var Landsbankinn iðinn við kaup á bréfum. Við lok- un markaða kom í ljós að bankinn hafði verið að kaupa bréf fyrir Samson. Samkvæmt upplýsingum frá Samson telja stærstu eigendur Landsbankans að með lækkun gærdagsins hafi myndast kauptækifæri í bankanum. Kaup- in staðfesti enn frekar mikla trú eigenda bankans á framtíð hans. Hagnaður bankans var 11,7 milljarðar króna fyrstu níu mán- uði ársins eða sá sami og hjá KB banka sem er mun stærri banki. Erfitt er að bera uppgjörin saman því samsetning tekna er ólík og áhættan af innlendum markaði mun meiri hjá Landsbankanum en KB banka. -hh HAFA MIKLA TRÚ Þeir félagar í Samson hafa mikla trú á framtíð Landsbankans. Við- brögð þeirra við lækkun gengis Landsbankans var að auka hlut sinn í bankanum. Samson kaupir meira 4000 3900 3800 3700 3600 3500 3400 3300 3200 3100 3000 Stýrivextir hækka ÞÓRLINDUR KJARTANSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING LÆKKUN HLUTABRÉFAVERÐS ÞRÓUN ÚRVALSVÍSITÖLUNNAR Í OKTÓBER ÞESSI LÆKKUÐU MEST Í VIKUNNI Kaldbakur -19,6% Bakkavör -18,1% Burðarás -15,0% Actavis -14,3% Landsbankinn -13,4% EKKI KÁTT Í HÖLLINNI Liðin vika hefur reynt á taugar fjárfesta og verðbréfamiðlara. Miklar sveiflur hafa verið í verði fyrirtækja og markaðurinn hefur lækkað um 11,9 prósent frá því fyrir viku. Þetta er snarpasta niðursveifla í sögu Úrvalsvísitölunnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.