Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 45
33LAUGARDAGUR 30. október 2004 STJÓRNMÁL Ragnar Guðmundsson fyrrverandi forstöðumaður Þróun- arhjálpar Sameinuðu þjóðanna í Kabúl, er einn fárra Íslendinga sem búið hafa í Afganistan um árabil. Ragnar bjó þar á árunum 1985-1989 og fylgist enn vel með afgönskum málefnum. Þá herjuðu talíbanar á Rauða herinn en nú berjast þeir gegn NATO og lýstu tilræðinu gegn íslenska friðargæsluliðinu á hend- ur sér. Ragnar sem hafði meðal annars öryggismál á sinni könnun segist undrast hvernig íslenskir friðargæsluliðar hafi staðið að mál- um síðastliðinn laugardag þegar til- ræðið var framið á svokölluðu Kjúklingastræti. Ragnar segir að mönnum hafi verið þá eins og nú uppálagt að sneiða hjá þeirri götu: „Þessi fræga verslunargata „Chicken street“ hefur alltaf verið hættuleg. Allra síst ættu menn að ganga þar um vopnaðir og í einkennisbúning- um. Satt að segja er lítil ástæða fyrir hermenn í búningi að vera þvælast mikið á götunum í Kabúl. Að vera í einkennisbúningi er ákveðin ögrun og betra fyrir Vest- urlandabúa að vera bara í lopa- peysunni sinni. Maður með byssu í einkennisbúningi er sjálfkrafa skotmark.“ Ragnar segir að Afganar séu mjög stoltir af því að vera Afganar þótt þeir skiptist í marga ólíka ætt- bálka og tali mörg tungumál. Flestir hati ekki NATO- liða eins og Rússa á sínum tíma en þyki óþægilegt að hafa erlenda her- menn í sínu landi. Talibanarnir hatist hins vegar við NATO og í þeirra hópi séu menn vanir vopna- burði. Ragnar var spurður hvort hann teldi að yfirmaður íslenska friðar- gæslusveitarinnar hafi stofnað lífi manna sinna í hættu í verslunar- leiðangrinum örlagaríka: „Ég held að það liggi í hlutarins eðli. Menn eiga ekki að vera lengi á sama stað vopnaðir og í einnkennisbúningi. Það veit ekki á gott.“ - ás Laugardagur: Banda-rísk kona og afgönsk stúlka auk tilræðis- manns létust í sjálfs- morðsárás gegn ís- lenskum friðargæslulið- um í Kabúl. Tveir Ís- lendingar voru fluttir á sjúkrahús og einn til viðbótar hlaut skrámur. Sunnudagur: Kennarar útiloka ekkigerðardóm en formaður launa- nefndar sveitarfélaganna telur þá leið ólíklega til árangurs. Má n u d a g u r :Deilendur í kennaradeilunni fallast á að fara aftur í Karphúsið eftir að Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra kall- aði þá á teppið í stjórnarráðshúsinu. „Það er óviðun- andi að funda ekkert í hálfan mán- uð,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Þriðjudagur: Dómur HéraðsdómsReykjaness þar sem gefið er til kynna að kona hafi unnið til áverka sem e i g i n m a ð u r hennar veitti henni er harð- lega gagnrýnd- ur. Jónína Bjartmarz al- þing ismaður gagnrýnir að dómurinn telji það skipta máli hve konan kærði seint. Miðvikudagur: Yfirmaður ís-lenska friðargæsluliðsins í Kab- úl sakaður um aðgæsluleysi þegar hann lét undirmenn sína bíða í klukkustund á Kjúklingastræti á meðan hann keypti sér teppi. Fi m m t u d a g u r :Rétt eftir mið- nætti tilkynnti Ríkis- sáttasemjari að hann hygðist leggja fram miðlunartil- lögu í kennaradeil- unni. Verkfalli er þar með frestað og atkvæði greidd um tilllögu hans. Kennsla getur þó ekki hafist fyrr en á mánudag. Föstudagur: Hall-dór Ásgrímsson forsætisráðherra fagn- ar því að kennaraverk- falli hafi verið frestað og hvetur kennara til að samþykkja tillög- una. Friðargæsluliðarn- ir sem særðust í Kabúl koma heim. - ás SJÖ DAGAR Fyrrverandi starfsmaður SÞ í Kabúl: Ögrun að vera í einkennisbúningi RAGNAR GUÐMUNDSSON Starfaði á vegum Sameinuðu þjóðanna í Kabúl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.