Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 46
30. október 2004 LAUGARDAGUR Ég vil þakka öllum þeim sem komu á þá níu hverfafundi sem ég hef haldið á síðustu vikum. Þessi milliliðalausa sam- ræða á fundunum var mér mikilvæg og ég þakka þær fjölmörgu ábendingar sem fram komu. Nú verður unnið úr þeim með það að markmiði að gera borgina okkar betri. Þá bendi ég á að ágrip af umræð- unum á fundunum er að finna á vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is. Þórólfur Árnason Þjónustan í borginni hverfafundir borgarstjóra 2004 nánari upplýsingar á www.reykjavik.is Takk fyrir M IX A • fí t • 0 3 0 1 4 Jean-Jaques Annaud hefur komið víða við á ferli sínum og á að baki jafn ólíkar myndir og The Quest for Fire, The Lover, Seven Years in Tibet, Enemy at the Gates, The Name of the Rose og The Bear. Sjálfur telur hann þó allar mynd- ir sínar eiga ákveðin sameiginleg meginstef. „Ég held að í hverri mynd sé ég að kanna mismunandi þætti í fari mínu með því að horfa á heiminn með augum ein- hvers annars. Ég held að stærstu mistök okkar séu að vilja ekki setja okkur í spor annarra. Þá finnst mér fátt jafn spenn- andi og árekstrar ólíkra menn- ingarheima. Í Two Brothers skoða ég átök mannheima og heims tígrisdýrsins sem eru í sjálfu sér ekkert ólík átökum Þjóðverja og Rússa í Enemy at the Gates og deilum munka- reglna í Nafni Rósarinnar. Ég held að átök menningarheima séu þungamiðja allra verka minna en við höfum þetta hjá Brad Pitt í Tíbet, á milli frönsku stúlkunnar og kínverska mannsins í Elskug- anum og björninn gegn mönnun- um í The Bear. Ég er líka alltaf jafn spenntur fyrir því að finna dýrið í mannin- um en þar er skepnuskapur í stríðinu í Enemy at the Gates og kynlífinu í Elskhuganum. La Guerre du feu (1981) Leitin að eldinum Friðelskandi ættbálkur frum- manna verður fyrir því óláni að eldurinn þeirra slokknar. Þrír vaskir kappar eru þá gerðir út af örkinni til þess að finna loga sem getur tendrað bál flokksins á ný. Á vegi þeirra verða sverð- tennt tígrisdýr, mammútar, grimmar mannætur úr öðrum ættbálkum og fulltrúar ættflokks sem eru komnir mun lengra í kynlífinu en eldleitar- mennirnir. The Name of the Rose (1986) Nafn rósarinnar Myndin er gerð eftir samnefndri sögu Umberto Eco og skartar Sean Conn- ery í hlutverki munksins Vilhjálms af Baskerville sem rannsakar flókin morðmál ásamt kornungum Christian Slater. Það er mikið um leynimakk og rannsóknarrétturinn er á hælum Vilhjálms sem reynir í kapphlaupi við tímann að bjarga saklausum frá refs- ingu. L’ Ours (1988) Björninn Fullvaxið bjarndýr tekur að sér mun- aðarlausann húna og reynir að leggja honum lífs- reglurnar og kenna honum að forðast veiðimenn sem eru aldrei langt undan. Björninn Bart fór með aðallhutverkið í myndinni en talað mál í henni var í algeru lágmarki. L’ Amant (1992) Elskhuginn Myndin byggir á skáldævisögu Marguerite Duras og segir frá ungri franskri stúlku í Ví- etnam árið 1929 en landið var þá frönsk nýlenda. Hún kynn- ist fyrir tilviljun eldri kínverskum auð- manni og með þeim takast eldheitar ástir. Seven Years in Tibet (1997) Sjö ár í Tíbet Sönn saga Hein- rich Harrer sem Brad Pitt leikur. Hann fer frá Aust- urríki til þess að klifra í Himalayja fjöllum. Seinni heimsstyrjöldin brýst út á meðan og hann endar í stríðsfangabúðum. Honum tekst að strjúka til Tíbet þar sem hann kynnist barnungum Dalai Lama og verður vitni að því hvernig deila Kínverja og Tíbeta stigmagnast. Enemy at the Gates (2001) Myndin er byggð á afrek- um rússnesku leyniskyttunnar og hetjunnar Vassili Zajtsev sem stráfelldi þýska her- menn úr laun- sátri í Stalín- grad í seinni heimsstyrjöldinni. Jude Law leikur hetjuna sem tekst á við þýska meistaraskyttu sem Ed Harris leikur. Metnaður beggja verður til þess að þeir gleyma stríðinu í persónulegu uppgjöri. Leitin að eldinum og dýrinu í manninum Franski leikstjórinn Jean-Jaques Annaud fer sínar eigin leiðir og hikar ekki við að taka áhættu í verkefnavali. Þórarinn Þórarinsson ræddi við hann um vinnu hans með dýrum og nýju myndina Two Brothers. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R JEAN-JAQUES ANNAUD Fékk hugmyndina að sögunni um ævintýri tígrisunganna þegar hann var í jólafríi með fjölskyldunni. Það var svo konan mín sem hvatti mig til að gera bíómynd úr sögunni. Síðasta myndin mín, Enemy at the Gates, var mjög erfið og hörð mynd. Mikið um sprengingar, dauða og myrkur. Ég þráði að týna mér í grænum augum tígursins og frumskóginum eftir þetta og langaði að hverfa aftur til friðar og einfaldleika dýralífsins. Helstu myndir Jean-Jacques Annaud
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.