Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 29. október 2004 37 Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren - allar bækurnar. Þrjár sögur, Emil í Kattholti, Ný skammarstrik Emils í Kattholti og Enn lifir Emil í Kattholti eru hér í einni bók í þýðingu Vilborgar Dag- bjartsdóttur. Bók hlýtur að teljast mikill gleðigjafi í skammdeginu, ekki síst fyrir börnin. [ BÓK VIKUNNAR ] Réttarhöldin yfir Hannesi Egill Helgason skrifar grein á visir.is sem hann nefnir Pólitískar ofsóknir. Þar fjallar hann um Hall- dór Laxness og gagnrýni þá sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur fengið. Agli finnst sú gagn- rýni ekki alls kostar réttmæt og segir: „Öndum aðeins rólega. Mér fannst skemmtilegt margt af því sem Hannes sagði um Atómstöðina á Hugvísindaþinginu – hann kallaði hana „andreykjavíkursögu“. Og það er engin goðgá þó hann segi að hún sé byggð á tékkneskri bók. Kann vel að vera. Þannig vann Halldór, stældi og stal, klippti og skar. Snæfríður Íslandssól er ættuð úr Gone With The Wind. Og ekki get ég séð að Hannes sé að lítilsvirða Halldór þótt hann segi frá því að ekki hafi verið einhugur um að hann fengi Nóbelsverðlaunin. Það er ekki sérlega djörf fullyrðing.“ Um kommúnisma Halldórs Lax- ness segir Egill: „Ég hef svo gamal- dags lífsskoðun að mér finnst það skipta ansi miklu máli að höfuðskáld okkar aðhylltist stærstu lygi tuttug- ustu aldarinnar, sat Búkharín-rétt- arhöldin í Moskvu fagnandi, sá fólk flutt burt af lögreglunni, horfði á soltinn tötralýð – en sagði svo blygð- unarlaust ósatt um allt klabbið.“ Egill segir að hugsanlega sé tals- verð Laxness-þreyta í þjóðinni: „Samt eru tvær stórar ævisögur á leiðinni, bók Halldórs Guðmunds- sonar og annað og þriðja bindi Hannesar. Á næsta ári verða fimm- tíu ár frá Nóbelsverðlaununum. Úff. Það mætti kannski reyna að gera eitthvað til að ýta undir áhugann, til dæmis að hafa sérstakt réttarhald yfir Hannesi – hvaða annar staður kemur til greina en Reykjavíkur- Akademían? Þar yrði hann látinn svara til saka fyrir að vera boð- flenna, fyrir að abbast upp á Nóbelskáldið og minningu þess. Sækjendur væru þá Gauti Krist- mannsson og Helga Kress, verjandi kannski Gísli Marteinn eða einhver álíka léttvægur, en í dómarasætið væri hægt að setja Eirík Guð- mundsson sem jafnframt myndi flytja pistla í Víðsjá. Ákæran yrði flutt við mikinn fögnuð akademíkera og prjónakerl- inga – tricoteuses – sem vildu koma að sjá showið, en ákæruræðan myndi hljóma einhvern veginn svona, flutt af ofsafengnu hannes- arofnæmi: „Það er það sorglega í þessu máli öllu, að höfundi, sem dæmt hefur sig vanhæfan með aðferðum sínum, skuli leyfast, óhindruðum af eðlileg- um takmörkunum siðlegrar um- ræðu í fjölmiðlum, að halda uppi linnulausum árásum á merkasta rit- höfund þjóðarinnar fyrir pólitískar skoðanir hans, löngu eftir að þær eru hættar að skipta nokkru máli í umræðu samtímans og löngu eftir að hann er fær um að bera hönd fyr- ir höfuð sér. Það er mál að linni.“ (Sbr. grein Gauta Kristmannssonar, Mbl. 25. október 2004.) „Refsingin verður fyrirframá- kveðin. Hannesi verður bannað að skrifa meira – það getur ekki orðið vægara. Þetta verða sýndarréttar- höld,“ segir Egill Helgason í snarpri grein. ■ EGILL HELGASON „Á næsta ári verða fimmtíu ár frá Nóbelsverðlaununum. Úff. Það mætti kannski reyna að gera eitthvað til að ýta undir áhugann, til dæmis að hafa sérstakt réttarhald yfir Hannesi – hvaða annar staður kemur til greina en Reykja- víkurAkademían?“ HALLDÓR GUÐMUNDSSON Í bók hans um Halldór Laxness er að finna áhrifa- mikla ástarsögu frá Ameríkuárum Halldórs. Ástarsaga frá Los Angeles Bókar Halldórs Guðmundssonar um nafna hans Laxness er beðið með nokkurri eftirvæntingu, ekki síst vegna þess óhefta aðgangs sem hann hefur haft að einka- heimildum um skáldið. Meðal þess sem lesendur geta átt von á mun vera áhrifamikil ástarsaga frá Ameríkuárum Halldórs. Sem kunnugt er dvaldi hann vestan hafs á árunum 1927-1929, og seinni hluta tímans bjó hann um skeið með íslenskri stúlku sem þar starfaði við hjúkrun. Bréf hennar til Halldórs sýna að með þeim tókust ástir sem hafa haft mikil áhrif á verk skáldsins, til dæmis á Sölku Völku og ljóð frá þessum tíma. Þau sóttu saman tónleika og kvikmyndahús meðan Halldór var að reyna fyrir sér í Hollywood. Nokkru eftir að upp úr slitnaði flutti hún aftur til Íslands upp í sveit og sagði engum frá sambandi þeirra. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.