Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 30.10.2004, Blaðsíða 54
Óperukórinn og Karlakór- inn Þrestir flytja Elía eftir Mendelssohn, undir stjórn Garðars Cortes Óperukórinn í Reykjavík, ásamt Karlakórnum Þresti, verða með stórtónleika í Grafarvogskirkju á sunnudaginn. Flutt verður óratorían Elía eftir Mendelssohn undir stjórn Garðars Cortes. Einsöngvarar eru Bergþór Pálsson, í hlutverki Elía, Hulda Björk Garðarsdóttir, Alina Dubik og Snorri Wium. Alls taka 130 kórfélagar þátt í flutningnum sem er undanfari flutnings á sama verki í Carnegie Hall í New York 7. nóv- ember næstkomandi. Auk íslensku listamannanna sem þar stíga á stokk, taka þrír kórar frá Ástralíu þátt í flutningnum, sem og kórar frá Danmörku, Færeyjum, Englandi, Írlandi og Bandaríkjunum. Þar mun kórinn telja þrjú hundruð manns. Flutningurinn á Elía í Carnegie Hall eru opnunartónleikar starfs- ársins 2004-2005, sem gjarnan vekja mikla athygli. Ástæðan fyrir því að íslensku listamennirnir verða þess heiðurs aðnjótandi að flytja opnunartónleikana að þessu sinni er sú að forsvarsmenn Carnegie Hall heyrðu þrjár plötur þar sem Garðar Cortes er stjórn- andi – tvær óperuplötur og Elía – og höfðu samband við hann til þess að spyrja hvort hann væri til í að vera gestastjórnandi á þessum tón- leikum. „Þeir óskuðu eftir því að við kæmum þessa helgi, vegna þess að þeir vildu opna starfsárið með okkur,“ segir Garðar. „Þeir vildu að ég kæmi og stjórnaði 300 manna kór, sem þeir ætluðu að skaffa mér, en létu þó í það skína að það væri ekki verra að ég kæmi þennan frábæra kór sem ég stjórna á plötunum. Þar með var stefnan sett. Síðan hafa þeir fengið söngvara til þess að taka þátt í þessu dæmi – og þetta verður fyrsti alþjóðlegi kórinn sem syng- ur í Carnegie Hall síðustu 25 árin. að minnsta kosti. En það er nú oft svo þegar blandaðir kórar koma saman að þá hallar oft á karlahliðina. Þess vegna stakk ég upp á því að við fengjum Karlakórinn Þresti til liðs við okkur, svo að nú er þetta full- skipaður blandaður kór, með jafn- margar konur og karla. Þegar Garðar er spurður hvort tónleikar í Carnegie Hall séu ekki með stærri verkefnum sem hægt er að hljóta, segir hann að fyrir sig sé þetta stórt og dálítið merkilegt fyrir okkur Íslendinga. „Þetta er þekktasta tónleikahús í heiminum, þarna hafa ÖLL stærstu nöfnin spilað, sungið og stjórnað. En hvað stærð varðar er örruglega hægt að fá eitthvað stærra og voldugra. Engu að síður held ég að þetta sé miklu stærra dæmi en nokkurn getur grunað. Þeir kostuðu mig út í sumar til þess að kanna aðstæður. Þá sá ég hvers konar bákn þetta er og hvernig tónleikar eru haldnir þarna. Þeir eru í hæsta gæða- flokki. Hins vegar erum við ekki fyrstu íslensku tónlistarmennirnir til þess að vera kynntir þarna. Við skulum ekki gleyma því að Sinfón- íuhljómsveit Íslands lék í Carnegie Hall, eftir að hljómsveitin varð eins góð og hún er í dag, og fékk gríðarlega góða dóma. Einnig var flutt verk eftir Jón Nordal þar fyrir nokkrum árum.“ Tónleikarnir í Grensáskirkju á sunnudaginn hefjast klukkan 16.00, svo við fáum forsmekkinn að því sem koma skal í Carnegie Hall – þótt kórinn þar verði nokkuð mikið stærri, sem og húsið. Enda segir Garðar að það flóknasta við tónleik- ana ytra verði að ná öllum kórunum, sem telja þrjú hundruð manns, og sinfóníuhljómsveitinni sem einni syngjandi heild saman á æfingu. „Við náum þremur æfingum á tveimur dögum og það verður að duga. Það er mikið í húfi, því tón- leikanir fá mikla fjölmiðlaathygli.“ sussa@frettabladid.is 42 30. október 2004 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… Svikum, eftir Harold Pinter hjá Leikfélagi Akureyrar með Ingvari Sig- urðssyni, Jó- hönnu Vig- dísi Arnar- dóttur, Felix Bergssyni og Skúla Gautasyni í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman. Sýningum þar lýkur 7. nóvember... Sweeney Todd, rakaranum morðóða í skemmtilegri upp- færslu Íslensku óperunnar. Að- eins fáar sýningar... Hatti og Fatti eftir Ólaf Hauk Símonarson og Völuspáeftir Þór- arin Eldjárn í Möguleikhúsinu við Hlemm. Norski leikhúsmaðurinn Morten Krogh er væntanlegur til landsins á vegum fræðslu- deildar Þjóðleikhússins til þess að halda tvö námskeið fyrir leikara og kennara. Fyrra nám- skeiðið fer fram helgina 6. og 7. nóvember og er ætlað leiklistarkennurum og almennum kennurum sem vilja nota leiklist með nem- endum. Seinna námskeiðið fer fram dagana 9. og 10. nóvember og helgina 13. og 14. nóvember og er ætlað leikurum. Á námskeiðinu með kennurum fer Krogh sér- staklega í það hvernig hægt er að elska fram efni frá nemendum sjálfum og láta það ferli verða að þungamiðju sköpunarinnar. Á báð- um námskeiðunum mun hann fara í grunn- hugtök leiklistarinnar; hugsun – orð – gjörð. Farið verður frá hinu einfalda yfir í röð gjörða og að lokum standa þátttakendur uppi með stuttar senur eða heilt leikverk. Hann mun fjalla um listina í einvíginu og einvígið í listinni og nota skylmingar sem dæmi um hið líkam- lega samtal. Unnið verður með textabrot og möguleikar líkamstjáningar rannsakaðir. Á námskeiði með leikurunum verður að auki farið í vinnu með hluti sem tengjast persón- um, aðstæðum og listrænni heild. Kl.17.05. Rás 1 á RÚV Halldór Bragason fjallar um blústónlist sem áhrif hafði á tónlistarsögu 20. aldar í þáttaröðinni Lifandi blús, sem verður á dagskrá næstu laugardaga. Merkustu hljóð- ritanir blústónlistarmanna eru leiknar og rýnt er í þjóðfélagslegt ástand í Bandaríkj- unum samhliða þróun svartrar menningar og mannréttindabaráttu. menning@frettabladid.is Námskeið í líkamlegu leikhúsi Leikið á ljúfum nótum hjá Kammersveit Reykjavíkur í Þjóðmenningarhúsinu Fyrstu tónleikar 31. starfsárs Kammersveitar Reykjavíkur verða í Þjóðmenningarhúsinu á morgun, sunnudaginn, 31. október – en fyrr í mánuðinum hélt sveitin tónleika í Théatre Mogador í Par- ís á íslenskri menningarkynningu, þar sem hún lék verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal, Jón Leifs, Leif Þórarinsson, Pál Pampichler Pálsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Tónleikarnir á sunnudaginn, sem hefjast klukkan 20.00, verða á ljúfu nótunum. Flutt verða Píanótríó í e-moll eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Variazioni pa- storali op. 8 fyrir strengjakvartett og Strengjakvintett í C-dúr op. 163 eftir Schubert. Verkin verða leikin af Önnu Guðnýju Guð- mundsdóttur píanóleikara, Rut Ingólfsdóttur sem leikur á fiðlu, Sigurlaugu Eðvaldsdóttur fiðlu- leikara, Þórunni Ósk Marinósdótt- ur víóluleikara, Hrafnkeli Orra Egilssyni og Sigurður Bjarka Gunnarssyni, sem báðir leika á selló. Það er óhætt að segja að tón- listin sem boðið verður upp á í Þjóðmenningarhúsinu er sérlega falleg og undir það tekur Rut Ingólfsdóttir. „Strengjakvintett Schuberts telst til mestu kammer- verka sem samin hafa verið,“ segir hún, „bæði að lengd og inni- haldi. Schubert samdi þetta rétt fyrir dauða sinn og þetta þykir alveg einstaklega fallegt verk. Hann notaði tvö selló sem var ný- næmi á þessum tíma og það gefur verkinu mjög djúpan blæ.“ Með kvintett Schuberts teflir Kammersveitin fram verkum eft- ir íslensku tónskáldin Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Jón Leifs. „Við ákváðum að tefla fram tveimur fallegum verkum með kvintettin- um,“ segir Rut, „mjög fallegu verki eftir Sveinbjörn Svein- björnsson, þar sem hugblær frá Schumann og Grieg svífur yfir vötnum og sýnir okkur að við höf- um átt mjög góð tónskáld snemma á síðustu öld. Í þessum strengja- kvartett sínum notar Jón Leifs stef eftir Beethoven og verkið er tilbrigði við það. Það má því segja að efnisskráin sé mjög klassísk hjá okkur á þessum tónleikum. Kammersveit Reykjavíkur hefur einu sinni áður leikið í Þjóð- menningarhúsinu. Rut segir sal- inn henta sérlega vel fyrir þessa tónleika. „Mér finnst mjög mikil- vægt að umgjörðin hæfi tónlist- inni sem leikin er. Salurinn í Þjóð- menningarhúsinu er fallegur. Þar kemst maður kannski næst því að spila í höll á Íslandi.“ ■ ! Barónsstíg 11a • 101 Reykjavík • Sími 551 9555 • www.argentina.is ar gu s - 04 -0 59 4 Bókaforlagið Bjartur hefur gefið útunglingabókina Konungur þjóf- anna eftir Corneliu Funke í þýðingu Hafliða Arngímssonar. Hópur heimilislausra barna hefur komið sér fyrir í niðurníddu kvik- myndahúsi í Feneyjum og skipuleggur þaðan ránsferðir sínar. Á hæl- um þeirra er harðsvírað- ur einkaspæjari sem hyggst finna tvo strokubræður er gengið hafa til liðs við hópinn. Dag einn tekur foringi þjófaflokksins að sér stórfenglegt og áhættusamt verkefni sem hefur ó- fyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. Bókin var valin unglingabók árs- ins 2003 af Book Sense í Bandaríkj- unum. Þýðandi: Hafliði Arngrímsson. Bókaforlagið Bjartur hefur gefið útunglingabókina Molly Moon stöðvar heiminn eftir Georgiu Byng í íslenskri þýðingu Jóns Karls Helgasonar. Molly Moon er munað- arlaus stúlka sem býr yfir ótrúlegum dá- leiðsluhæfileikum. En þegar Molly er falið að rannsaka umsvif valda- gráðugs bandarísks milljónamærings kemst hún heldur betur í hann krappan. Georgia Byng sló rækilega í gegn með Molly Moon og dá- leiðslubókinni árið 2002. Molly Moon stöðvar heiminn er sjálfstætt framhald þeirrar bókar, bráð- skemmtileg og spennandi lesning fyrir krakka á öllum aldri. NÝJAR BÆKUR MIKLU STÆRRA DÆMI EN NOKKURN GETUR GRUNAÐ Kórarnir, ásamt einsöngvurum, æfa fyrir flutninginn á Elía Úr Grafarvogi í Carnegie Hall Falleg umgjörð um falleg verk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.